Viðskipti innlent

Þriðja árið í Laugardalnum

Þórdís Valsdóttir skrifar
Bryndí­s Loftsdóttir, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, undirbýr árvissan markað.
Bryndí­s Loftsdóttir, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, undirbýr árvissan markað. Vísir/Stefán
Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda var opnaður í gær. Markaðurinn er haldinn undir stóru stúkunni við Laugardalsvöll og verður opinn til 13. mars.

Um sjö þúsund titlar eru á markaðnum að sögn Bryndísar Loftsdóttur, bókaunnanda og umsjónarmanns bókamarkaðarins. „Við erum að stækka barnabókadeildina um þriðjung sökum velgengni og áhuga. Nú er líka sérstök áhersla lögð á skáldverk í kiljum. Auk þess eru alls kyns aðrar bækur og einnig úrval hljóðbóka,“ segir Bryndís.

Bryddað hefur verið upp á þeirri nýjung að markaðurinn er opinn á kvöldin til klukkan níu. „Þetta er þriðja árið sem við erum hér og okkur þykir vænt um að íslenska karlalandsliðinu í fótbolta hefur gengið mjög vel eftir að við fórum að vera hérna. Við lítum á okkur sem eins konar lukkudýr,“ segir Bryndís. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×