FME sektar Almenna lífeyrissjóðinn Sæunn Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2016 16:24 Fjármálaeftirlitið hefur sektað Almenna lífeyrissjóðinn um 18 milljónir. Vísir/Vilhelm Stjórn Fjármálaeftirlitsins tók þá ákvörðun þann 12. febrúar síðastliðinn að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð átján milljóna króna á Almenna lífeyrissjóðinn. Ástæða þess er brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti. Í mars 2015 keypti lífeyrissjóðurinn í skuldabréfaflokknum HSVE 13 01, sem útgefinn er af HS Veitum hf., á sama tíma og lífeyrissjóðurinn bjó yfir innherjaupplýsingum sem vörðuðu skuldabréfaflokkinn. Forsaga málsins er sú að skuldabréfaflokkurinn HSVE 13 01 var gefinn út af HS Veitum og skráður í kauphöll Nasdaq Iceland hf. árið 2013. Hinn 19. febrúar 2015 bauð miðlari hjá tilteknum banka Almenna lífeyrissjóðnum skuldabréf í flokknum til kaups, en á þeim tímapunkti höfðu aldrei átt sér stað viðskipti með þann skuldabréfaflokk á eftirmarkaði. Ekkert varð úr þeim viðskiptum. Fram kemur í ákvörðuninni að í byrjun mars 2015 var Almenna lífeyrissjóðnum boðið að taka þátt í lokuðu skuldabréfaútboði vegna nýs skuldabréfaflokks sem HS Veitur höfðu í hyggju að gefa út, HSVE 15 01. Í viðræðum við verðbréfafyrirtæki það sem sá um skuldabréfaútboðið fékk Almenni lífeyrissjóðurinn ýmsar upplýsingar um hinn nýja skuldabréfaflokk, til að mynda að skuldabréfaflokkurinn ætti að vera algjörlega samhljóða eldri skuldabréfaflokki sama útgefanda, HSVE 13 01 og að til stæði að sameina skuldabréfaflokkana. Þá var frá upphafi gefið til kynna að skuldabréfaflokkurinn yrði seldur með ávöxtunarkröfunni 3,4 prósent. Föstudaginn 6. mars 2015 fengu starfsmenn lífeyrissjóðsins upplýsingar frá umsjónaraðila útboðsins sem voru þess eðlis að ætla mátti að skuldabréfaútboðinu yrði lokið á ávöxtunarkröfunni 3,4 prósent. Almenni lífeyrissjóðurinn lýsti því yfir við umsjónaraðila útboðsins að hann hefði ekki áhuga á að kaupa á þessari ávöxtunarkröfu. Stuttu síðar sama dag hafði starfsmaður lífeyrissjóðsins samband við miðlarann sem hafði hinn 19. febrúar 2015 boðið skuldabréf í HSVE 13 01 og spurði hvort hann væri enn með til sölu skuldabréf í flokknum.Mismunurinn nam fimm milljónum krónaMiðlarinn kannaði áhuga seljanda mánudaginn 9. mars 2015 og 10. mars 2015 kom hann þeim skilaboðum til Almenna lífeyrissjóðsins að seljandi hefði áhuga á að selja í skuldabréfaflokknum á ávöxtunarkröfunni 3,6 prósent. Lífeyrissjóðurinn tók þessu tilboði sama dag og keypti fyrir um 300 milljón krónur á ávöxtunarkröfunni 3,6 prósent. Var um að ræða fyrstu tilkynntu viðskiptin með skuldabréfaflokkinn HSVE 13 01 á eftirmarkaði. Mismunur þess að kaupa bréfin 10. mars 2015 á ávöxtunarkröfunni 3,6 prósent í stað 3,4 prósent nam tæplega 5 milljónum króna. Lesa má nánar um ákvörðunina hér. Tengdar fréttir Kópavogsbær sektaður um þrjár milljónir vegna brots gegn lögum um verðbréfaviðskipti Sveitarfélagið birti ekki innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið er. 24. febrúar 2016 15:15 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Stjórn Fjármálaeftirlitsins tók þá ákvörðun þann 12. febrúar síðastliðinn að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð átján milljóna króna á Almenna lífeyrissjóðinn. Ástæða þess er brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti. Í mars 2015 keypti lífeyrissjóðurinn í skuldabréfaflokknum HSVE 13 01, sem útgefinn er af HS Veitum hf., á sama tíma og lífeyrissjóðurinn bjó yfir innherjaupplýsingum sem vörðuðu skuldabréfaflokkinn. Forsaga málsins er sú að skuldabréfaflokkurinn HSVE 13 01 var gefinn út af HS Veitum og skráður í kauphöll Nasdaq Iceland hf. árið 2013. Hinn 19. febrúar 2015 bauð miðlari hjá tilteknum banka Almenna lífeyrissjóðnum skuldabréf í flokknum til kaups, en á þeim tímapunkti höfðu aldrei átt sér stað viðskipti með þann skuldabréfaflokk á eftirmarkaði. Ekkert varð úr þeim viðskiptum. Fram kemur í ákvörðuninni að í byrjun mars 2015 var Almenna lífeyrissjóðnum boðið að taka þátt í lokuðu skuldabréfaútboði vegna nýs skuldabréfaflokks sem HS Veitur höfðu í hyggju að gefa út, HSVE 15 01. Í viðræðum við verðbréfafyrirtæki það sem sá um skuldabréfaútboðið fékk Almenni lífeyrissjóðurinn ýmsar upplýsingar um hinn nýja skuldabréfaflokk, til að mynda að skuldabréfaflokkurinn ætti að vera algjörlega samhljóða eldri skuldabréfaflokki sama útgefanda, HSVE 13 01 og að til stæði að sameina skuldabréfaflokkana. Þá var frá upphafi gefið til kynna að skuldabréfaflokkurinn yrði seldur með ávöxtunarkröfunni 3,4 prósent. Föstudaginn 6. mars 2015 fengu starfsmenn lífeyrissjóðsins upplýsingar frá umsjónaraðila útboðsins sem voru þess eðlis að ætla mátti að skuldabréfaútboðinu yrði lokið á ávöxtunarkröfunni 3,4 prósent. Almenni lífeyrissjóðurinn lýsti því yfir við umsjónaraðila útboðsins að hann hefði ekki áhuga á að kaupa á þessari ávöxtunarkröfu. Stuttu síðar sama dag hafði starfsmaður lífeyrissjóðsins samband við miðlarann sem hafði hinn 19. febrúar 2015 boðið skuldabréf í HSVE 13 01 og spurði hvort hann væri enn með til sölu skuldabréf í flokknum.Mismunurinn nam fimm milljónum krónaMiðlarinn kannaði áhuga seljanda mánudaginn 9. mars 2015 og 10. mars 2015 kom hann þeim skilaboðum til Almenna lífeyrissjóðsins að seljandi hefði áhuga á að selja í skuldabréfaflokknum á ávöxtunarkröfunni 3,6 prósent. Lífeyrissjóðurinn tók þessu tilboði sama dag og keypti fyrir um 300 milljón krónur á ávöxtunarkröfunni 3,6 prósent. Var um að ræða fyrstu tilkynntu viðskiptin með skuldabréfaflokkinn HSVE 13 01 á eftirmarkaði. Mismunur þess að kaupa bréfin 10. mars 2015 á ávöxtunarkröfunni 3,6 prósent í stað 3,4 prósent nam tæplega 5 milljónum króna. Lesa má nánar um ákvörðunina hér.
Tengdar fréttir Kópavogsbær sektaður um þrjár milljónir vegna brots gegn lögum um verðbréfaviðskipti Sveitarfélagið birti ekki innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið er. 24. febrúar 2016 15:15 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Kópavogsbær sektaður um þrjár milljónir vegna brots gegn lögum um verðbréfaviðskipti Sveitarfélagið birti ekki innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið er. 24. febrúar 2016 15:15