FME sektar Almenna lífeyrissjóðinn Sæunn Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2016 16:24 Fjármálaeftirlitið hefur sektað Almenna lífeyrissjóðinn um 18 milljónir. Vísir/Vilhelm Stjórn Fjármálaeftirlitsins tók þá ákvörðun þann 12. febrúar síðastliðinn að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð átján milljóna króna á Almenna lífeyrissjóðinn. Ástæða þess er brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti. Í mars 2015 keypti lífeyrissjóðurinn í skuldabréfaflokknum HSVE 13 01, sem útgefinn er af HS Veitum hf., á sama tíma og lífeyrissjóðurinn bjó yfir innherjaupplýsingum sem vörðuðu skuldabréfaflokkinn. Forsaga málsins er sú að skuldabréfaflokkurinn HSVE 13 01 var gefinn út af HS Veitum og skráður í kauphöll Nasdaq Iceland hf. árið 2013. Hinn 19. febrúar 2015 bauð miðlari hjá tilteknum banka Almenna lífeyrissjóðnum skuldabréf í flokknum til kaups, en á þeim tímapunkti höfðu aldrei átt sér stað viðskipti með þann skuldabréfaflokk á eftirmarkaði. Ekkert varð úr þeim viðskiptum. Fram kemur í ákvörðuninni að í byrjun mars 2015 var Almenna lífeyrissjóðnum boðið að taka þátt í lokuðu skuldabréfaútboði vegna nýs skuldabréfaflokks sem HS Veitur höfðu í hyggju að gefa út, HSVE 15 01. Í viðræðum við verðbréfafyrirtæki það sem sá um skuldabréfaútboðið fékk Almenni lífeyrissjóðurinn ýmsar upplýsingar um hinn nýja skuldabréfaflokk, til að mynda að skuldabréfaflokkurinn ætti að vera algjörlega samhljóða eldri skuldabréfaflokki sama útgefanda, HSVE 13 01 og að til stæði að sameina skuldabréfaflokkana. Þá var frá upphafi gefið til kynna að skuldabréfaflokkurinn yrði seldur með ávöxtunarkröfunni 3,4 prósent. Föstudaginn 6. mars 2015 fengu starfsmenn lífeyrissjóðsins upplýsingar frá umsjónaraðila útboðsins sem voru þess eðlis að ætla mátti að skuldabréfaútboðinu yrði lokið á ávöxtunarkröfunni 3,4 prósent. Almenni lífeyrissjóðurinn lýsti því yfir við umsjónaraðila útboðsins að hann hefði ekki áhuga á að kaupa á þessari ávöxtunarkröfu. Stuttu síðar sama dag hafði starfsmaður lífeyrissjóðsins samband við miðlarann sem hafði hinn 19. febrúar 2015 boðið skuldabréf í HSVE 13 01 og spurði hvort hann væri enn með til sölu skuldabréf í flokknum.Mismunurinn nam fimm milljónum krónaMiðlarinn kannaði áhuga seljanda mánudaginn 9. mars 2015 og 10. mars 2015 kom hann þeim skilaboðum til Almenna lífeyrissjóðsins að seljandi hefði áhuga á að selja í skuldabréfaflokknum á ávöxtunarkröfunni 3,6 prósent. Lífeyrissjóðurinn tók þessu tilboði sama dag og keypti fyrir um 300 milljón krónur á ávöxtunarkröfunni 3,6 prósent. Var um að ræða fyrstu tilkynntu viðskiptin með skuldabréfaflokkinn HSVE 13 01 á eftirmarkaði. Mismunur þess að kaupa bréfin 10. mars 2015 á ávöxtunarkröfunni 3,6 prósent í stað 3,4 prósent nam tæplega 5 milljónum króna. Lesa má nánar um ákvörðunina hér. Tengdar fréttir Kópavogsbær sektaður um þrjár milljónir vegna brots gegn lögum um verðbréfaviðskipti Sveitarfélagið birti ekki innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið er. 24. febrúar 2016 15:15 Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Stjórn Fjármálaeftirlitsins tók þá ákvörðun þann 12. febrúar síðastliðinn að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð átján milljóna króna á Almenna lífeyrissjóðinn. Ástæða þess er brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti. Í mars 2015 keypti lífeyrissjóðurinn í skuldabréfaflokknum HSVE 13 01, sem útgefinn er af HS Veitum hf., á sama tíma og lífeyrissjóðurinn bjó yfir innherjaupplýsingum sem vörðuðu skuldabréfaflokkinn. Forsaga málsins er sú að skuldabréfaflokkurinn HSVE 13 01 var gefinn út af HS Veitum og skráður í kauphöll Nasdaq Iceland hf. árið 2013. Hinn 19. febrúar 2015 bauð miðlari hjá tilteknum banka Almenna lífeyrissjóðnum skuldabréf í flokknum til kaups, en á þeim tímapunkti höfðu aldrei átt sér stað viðskipti með þann skuldabréfaflokk á eftirmarkaði. Ekkert varð úr þeim viðskiptum. Fram kemur í ákvörðuninni að í byrjun mars 2015 var Almenna lífeyrissjóðnum boðið að taka þátt í lokuðu skuldabréfaútboði vegna nýs skuldabréfaflokks sem HS Veitur höfðu í hyggju að gefa út, HSVE 15 01. Í viðræðum við verðbréfafyrirtæki það sem sá um skuldabréfaútboðið fékk Almenni lífeyrissjóðurinn ýmsar upplýsingar um hinn nýja skuldabréfaflokk, til að mynda að skuldabréfaflokkurinn ætti að vera algjörlega samhljóða eldri skuldabréfaflokki sama útgefanda, HSVE 13 01 og að til stæði að sameina skuldabréfaflokkana. Þá var frá upphafi gefið til kynna að skuldabréfaflokkurinn yrði seldur með ávöxtunarkröfunni 3,4 prósent. Föstudaginn 6. mars 2015 fengu starfsmenn lífeyrissjóðsins upplýsingar frá umsjónaraðila útboðsins sem voru þess eðlis að ætla mátti að skuldabréfaútboðinu yrði lokið á ávöxtunarkröfunni 3,4 prósent. Almenni lífeyrissjóðurinn lýsti því yfir við umsjónaraðila útboðsins að hann hefði ekki áhuga á að kaupa á þessari ávöxtunarkröfu. Stuttu síðar sama dag hafði starfsmaður lífeyrissjóðsins samband við miðlarann sem hafði hinn 19. febrúar 2015 boðið skuldabréf í HSVE 13 01 og spurði hvort hann væri enn með til sölu skuldabréf í flokknum.Mismunurinn nam fimm milljónum krónaMiðlarinn kannaði áhuga seljanda mánudaginn 9. mars 2015 og 10. mars 2015 kom hann þeim skilaboðum til Almenna lífeyrissjóðsins að seljandi hefði áhuga á að selja í skuldabréfaflokknum á ávöxtunarkröfunni 3,6 prósent. Lífeyrissjóðurinn tók þessu tilboði sama dag og keypti fyrir um 300 milljón krónur á ávöxtunarkröfunni 3,6 prósent. Var um að ræða fyrstu tilkynntu viðskiptin með skuldabréfaflokkinn HSVE 13 01 á eftirmarkaði. Mismunur þess að kaupa bréfin 10. mars 2015 á ávöxtunarkröfunni 3,6 prósent í stað 3,4 prósent nam tæplega 5 milljónum króna. Lesa má nánar um ákvörðunina hér.
Tengdar fréttir Kópavogsbær sektaður um þrjár milljónir vegna brots gegn lögum um verðbréfaviðskipti Sveitarfélagið birti ekki innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið er. 24. febrúar 2016 15:15 Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Kópavogsbær sektaður um þrjár milljónir vegna brots gegn lögum um verðbréfaviðskipti Sveitarfélagið birti ekki innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið er. 24. febrúar 2016 15:15
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun