Viðskipti innlent

Beint flug til Bremen í sumar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þýska flugfélagið Germania mun fljúga beint á milli Keflavíkur og Bremen í sumar.
Þýska flugfélagið Germania mun fljúga beint á milli Keflavíkur og Bremen í sumar. Vísir/Getty
Þýska flugfélagið Germania mun fljúga beint á milli Keflavíkur og Bremen í Þýskalandi í sumar. Flogið verður tvisvar í viku.

Flogið verður á milli Keflavíkur og Bremen frá 11. júní til 22. ágúst í sumar. Er þetta í fyrsta sinn sem flogið er beint á milli Keflavíkur og Bremen. Í fréttatilkynningu kemur fram verð á flugmiðum verði frá 7.900 krónum en flugtími er áætlaður um 3,5 klukkustundir.

Bremen er sögufræg borg og má þar meðal annars finna ráðhús Hansakaupstaðarins og styttuna Bremer Roland sem bæði eru á heimsminjaskrá UNESCO, Menningamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×