Viðskipti innlent

118 milljóna króna tap hjá Íslandspósti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts.
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts.
Íslandspóstur tapaði 118 milljónum króna á árinu 2015. Er það nokkur aukning frá því árið áður þegar fyrirtækið tapaði 43 milljónum króna.

Í fréttatilkynningu vegna ársreiknings Íslandspósts kemur fram að rekstratekjur hafi numið 7,6 milljörðum króna sem er 4,4 prósenta aukning frá árinu 2014. Handbært fé frá rekstri var 222 milljónir króna sambandið við 454 milljónir árið áður.

Árituðum bréfum fækkar enn á milli ára, eða um 6 prósent, en fjöldi pakka og þyngri sendinga eykst hins vegar.

„Ástæður óásættanlegrar afkomu á síðasta ári, líkt og árin á undan má rekja til fækkunar bréfa í einkarétti en magn þeirra hefur dregist saman um 33% á síðustu fimm árum. Þá hefur dreifinet póstþjónustunnar stækkað um rúm 3,3% á sama tíma með fjölgun íbúða- og atvinnuhúsnæðis sem leitt hefur til aukins kostnaðar,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×