Stefán Rafn: Gaui siðar mig til Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. mars 2016 06:00 Stefán Rafn Sigurmannsson fagnar góðum sigri með Rhein-Neckar Löwen. Vísir/Getty Stefán Rafn Sigurmannsson hefur ákveðið að vera í það minnsta eina leiktíð í viðbót hjá Rhein-Neckar Löwen. Hann hefur barist við Uwe Gensheimer um mínútur á vellinum síðustu ár en á næsta tímabili fær hann Guðjón Val Sigurðsson á æfingar með sér. Stefán segir að það eigi eftir að þroska sig. „Ég hef fengið að spila meira upp á síðkastið og þá kemst maður í meiri takt. Þá fer þetta allt að ganga betur,“ segir hornamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson en hann átti stórleik fyrir lið sitt Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni gegn Kolding á sunnudag. Stefán Rafn skoraði sjö glæsileg mörk í flottum sigri Löwen. Hann var markahæsti leikmaður vallarins og valinn í lið umferðarinnar í deildinni. Stefán Rafn hefur mátt gera sér það að góðu síðustu ár að sitja mikið á bekknum og horfa á Uwe Gensheimer spila. „Þjálfarinn hefur verið að dreifa þessu meira á okkur Uwe eftir EM. Hann hefur rúllað þessu meira en áður og það er jákvætt. Mér hefur tekist að nýta tækifærin vel. Það vilja allir alltaf spila og við Uwe erum góðir vinir og hjálpum hvor öðrum eins og við getum. Það er enginn skítamórall í gangi.“Vísir/GettyMun gefa allt í þetta Fyrir jól var Stefán Rafn að skoða sín mál. Hvort hann ætti að fara frá félaginu eða halda áfram. Hann er búinn að taka ákvörðun. „Ég ætla að taka slaginn áfram og vonast til að fá að spila áfram. Ég hef sýnt og sannað að ég get það vel,“ segir Stefán Rafn en hefur hann aldrei verið nálægt því að fara? „Jú, það hefur komið fyrir. Það koma oft fyrirspurnir og tilboð en mér líður mjög vel hjá félaginu og ég vil ekki fara. Ég mun halda áfram að gefa allt í þetta. Ég kom hingað 2012 og tel mig hafa bætt mig mikið. Við erum með frábæran kraftþjálfara sem hefur hjálpað mér mikið. Ég vil ekki kasta frá mér þeirra flottu aðstöðu og þjálfurum sem eru að hjálpa mér. Auðvitað skiptir máli að spila líka en þetta er allt að koma. Markmiðið er að verða númer eitt.“Búinn að tala við Guðjón Val Gensheimer fer frá félaginu næsta sumar en samkeppnin hjá Stefáni minnkar samt ekkert fyrir vikið. Guðjón Valur Sigurðsson gengur nefnilega í raðir félagsins næsta sumar. Íslenski landsliðsfyrirliðinn er nú ekki beint þekktur fyrir að vilja sitja mikið á bekknum. „Það er alveg rétt. Hann vill spila eins og allir aðrir. Við erum búnir að tala aðeins saman um þetta og ég held að við eigum eftir að geta unnið vel saman. Auðvitað ráðum við því ekkert hver er að spila en mér líst vel á að vinna með honum. Við munum taka vel á því saman hérna,“ segir Stefán Rafn jákvæður enda telur hann að það geti skilað sér miklu að vera í liði með Guðjóni. „Ég get lært helling af honum. Maðurinn er kominn með 500 mörk í Meistaradeildinni og búinn að vera í handboltanum í 70 ár. Enda að verða áttræður. Ég ætti að geta lært eitthvað af slíkum manni,“ segir Stefán Rafn léttur. „Á landsliðsæfingum hefur hann hjálpað mér mikið. Sagt mér til og svona. Ég held að það geti þroskað mig mikið að taka eitt ár með honum. Hann æfir hrikalega mikið og það verður frábært fyrir mig að stíga inn í það prógramm með honum og taka á því af fullu. Eftir það lærdómsríka ár get ég svo tekið stöðuna á ný,“ segir Hafnfirðingurinn en hann verður samningslaus eftir fyrsta árið með Guðjóni.Vísir/GettyAron mælti með þessu Stefán Rafn og Aron Pálmarsson eru bestu vinir. Guðjón Valur veitti Aroni stuðning og leiðsögn er þeir voru saman hjá Kiel og tekur nú að sér að skóla hinn vininn aðeins til á æfingum sem og í lífinu. „Ég var búinn að ræða það við Aron sem mælti með þessu. Gaui getur því siðað mig aðeins til líka. Þá verðum við vinirnir á svipuðum stað í lífinu.“Tveir heimavellir Rhein-Neckar Löwen spilar heimaleiki sína í deildinni iðulega í SAP Arena í Mannheim en hefur verið að spila meistaradeildarleiki í Fraport Arena sem er í Frankfurt. Stuðningsmenn liðsins þurfa að taka á sig aðeins lengra ferðalag fyrir þá leiki og ekki alveg sama mæting og á deildarleikjum. „Þjóðverjarnir eru svo rosalegir. Þeir kaupa ársmiða á leikina í deildinni og eru búnir að reikna út hvað veturinn á að kosta. Það má svo ekkert hnika því til. Það koma því færri á þessa leiki og þá förum við í minni höll fyrir meistaradeildina. Það byggist upp fín stemning í þessu minna húsi og við kunnum því ágætlega að spila þar,“ segir Stefán Rafn Sigurmannsson.Vísir/Getty Handbolti Tengdar fréttir Stefán Rafn markahæstur í sigri á Kolding Stefán Rafn Sigurmannsson var stjarnan í fjögurra marka sigri Rhein-Neckar Löwen á Kolding í Meistaradeildinni í dag en eftir að hafa verið fimm mörkum undir í fyrri hálfleik náðu leikmenn Löwen að snúa leiknum sér í hag. 28. febrúar 2016 20:09 Stefán Rafn tilnefndur sem leikmaður umferðarinnar | Myndband Hornamaður íslenska landsliðsins fór hamförum fyrir þýsku Ljónin á móti KIF Kolding. 29. febrúar 2016 10:00 Guðjón Valur aftur til Löwen Landsliðsfyrirliðinn í handbolta yfirgefur Barcelona í sumar og spilar aftur í Þýskalandi. 11. janúar 2016 08:48 Stefán Rafn: Ég er betri en Bjarki þannig að ég hef engar áhyggjur Meiri líkur eru en minni að Stefán Rafn Sigurmannsson verði áfram hjá Rhein-Neckar Löwen og mögulega í stærra hlutverki. 5. janúar 2016 14:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Stefán Rafn Sigurmannsson hefur ákveðið að vera í það minnsta eina leiktíð í viðbót hjá Rhein-Neckar Löwen. Hann hefur barist við Uwe Gensheimer um mínútur á vellinum síðustu ár en á næsta tímabili fær hann Guðjón Val Sigurðsson á æfingar með sér. Stefán segir að það eigi eftir að þroska sig. „Ég hef fengið að spila meira upp á síðkastið og þá kemst maður í meiri takt. Þá fer þetta allt að ganga betur,“ segir hornamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson en hann átti stórleik fyrir lið sitt Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni gegn Kolding á sunnudag. Stefán Rafn skoraði sjö glæsileg mörk í flottum sigri Löwen. Hann var markahæsti leikmaður vallarins og valinn í lið umferðarinnar í deildinni. Stefán Rafn hefur mátt gera sér það að góðu síðustu ár að sitja mikið á bekknum og horfa á Uwe Gensheimer spila. „Þjálfarinn hefur verið að dreifa þessu meira á okkur Uwe eftir EM. Hann hefur rúllað þessu meira en áður og það er jákvætt. Mér hefur tekist að nýta tækifærin vel. Það vilja allir alltaf spila og við Uwe erum góðir vinir og hjálpum hvor öðrum eins og við getum. Það er enginn skítamórall í gangi.“Vísir/GettyMun gefa allt í þetta Fyrir jól var Stefán Rafn að skoða sín mál. Hvort hann ætti að fara frá félaginu eða halda áfram. Hann er búinn að taka ákvörðun. „Ég ætla að taka slaginn áfram og vonast til að fá að spila áfram. Ég hef sýnt og sannað að ég get það vel,“ segir Stefán Rafn en hefur hann aldrei verið nálægt því að fara? „Jú, það hefur komið fyrir. Það koma oft fyrirspurnir og tilboð en mér líður mjög vel hjá félaginu og ég vil ekki fara. Ég mun halda áfram að gefa allt í þetta. Ég kom hingað 2012 og tel mig hafa bætt mig mikið. Við erum með frábæran kraftþjálfara sem hefur hjálpað mér mikið. Ég vil ekki kasta frá mér þeirra flottu aðstöðu og þjálfurum sem eru að hjálpa mér. Auðvitað skiptir máli að spila líka en þetta er allt að koma. Markmiðið er að verða númer eitt.“Búinn að tala við Guðjón Val Gensheimer fer frá félaginu næsta sumar en samkeppnin hjá Stefáni minnkar samt ekkert fyrir vikið. Guðjón Valur Sigurðsson gengur nefnilega í raðir félagsins næsta sumar. Íslenski landsliðsfyrirliðinn er nú ekki beint þekktur fyrir að vilja sitja mikið á bekknum. „Það er alveg rétt. Hann vill spila eins og allir aðrir. Við erum búnir að tala aðeins saman um þetta og ég held að við eigum eftir að geta unnið vel saman. Auðvitað ráðum við því ekkert hver er að spila en mér líst vel á að vinna með honum. Við munum taka vel á því saman hérna,“ segir Stefán Rafn jákvæður enda telur hann að það geti skilað sér miklu að vera í liði með Guðjóni. „Ég get lært helling af honum. Maðurinn er kominn með 500 mörk í Meistaradeildinni og búinn að vera í handboltanum í 70 ár. Enda að verða áttræður. Ég ætti að geta lært eitthvað af slíkum manni,“ segir Stefán Rafn léttur. „Á landsliðsæfingum hefur hann hjálpað mér mikið. Sagt mér til og svona. Ég held að það geti þroskað mig mikið að taka eitt ár með honum. Hann æfir hrikalega mikið og það verður frábært fyrir mig að stíga inn í það prógramm með honum og taka á því af fullu. Eftir það lærdómsríka ár get ég svo tekið stöðuna á ný,“ segir Hafnfirðingurinn en hann verður samningslaus eftir fyrsta árið með Guðjóni.Vísir/GettyAron mælti með þessu Stefán Rafn og Aron Pálmarsson eru bestu vinir. Guðjón Valur veitti Aroni stuðning og leiðsögn er þeir voru saman hjá Kiel og tekur nú að sér að skóla hinn vininn aðeins til á æfingum sem og í lífinu. „Ég var búinn að ræða það við Aron sem mælti með þessu. Gaui getur því siðað mig aðeins til líka. Þá verðum við vinirnir á svipuðum stað í lífinu.“Tveir heimavellir Rhein-Neckar Löwen spilar heimaleiki sína í deildinni iðulega í SAP Arena í Mannheim en hefur verið að spila meistaradeildarleiki í Fraport Arena sem er í Frankfurt. Stuðningsmenn liðsins þurfa að taka á sig aðeins lengra ferðalag fyrir þá leiki og ekki alveg sama mæting og á deildarleikjum. „Þjóðverjarnir eru svo rosalegir. Þeir kaupa ársmiða á leikina í deildinni og eru búnir að reikna út hvað veturinn á að kosta. Það má svo ekkert hnika því til. Það koma því færri á þessa leiki og þá förum við í minni höll fyrir meistaradeildina. Það byggist upp fín stemning í þessu minna húsi og við kunnum því ágætlega að spila þar,“ segir Stefán Rafn Sigurmannsson.Vísir/Getty
Handbolti Tengdar fréttir Stefán Rafn markahæstur í sigri á Kolding Stefán Rafn Sigurmannsson var stjarnan í fjögurra marka sigri Rhein-Neckar Löwen á Kolding í Meistaradeildinni í dag en eftir að hafa verið fimm mörkum undir í fyrri hálfleik náðu leikmenn Löwen að snúa leiknum sér í hag. 28. febrúar 2016 20:09 Stefán Rafn tilnefndur sem leikmaður umferðarinnar | Myndband Hornamaður íslenska landsliðsins fór hamförum fyrir þýsku Ljónin á móti KIF Kolding. 29. febrúar 2016 10:00 Guðjón Valur aftur til Löwen Landsliðsfyrirliðinn í handbolta yfirgefur Barcelona í sumar og spilar aftur í Þýskalandi. 11. janúar 2016 08:48 Stefán Rafn: Ég er betri en Bjarki þannig að ég hef engar áhyggjur Meiri líkur eru en minni að Stefán Rafn Sigurmannsson verði áfram hjá Rhein-Neckar Löwen og mögulega í stærra hlutverki. 5. janúar 2016 14:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Stefán Rafn markahæstur í sigri á Kolding Stefán Rafn Sigurmannsson var stjarnan í fjögurra marka sigri Rhein-Neckar Löwen á Kolding í Meistaradeildinni í dag en eftir að hafa verið fimm mörkum undir í fyrri hálfleik náðu leikmenn Löwen að snúa leiknum sér í hag. 28. febrúar 2016 20:09
Stefán Rafn tilnefndur sem leikmaður umferðarinnar | Myndband Hornamaður íslenska landsliðsins fór hamförum fyrir þýsku Ljónin á móti KIF Kolding. 29. febrúar 2016 10:00
Guðjón Valur aftur til Löwen Landsliðsfyrirliðinn í handbolta yfirgefur Barcelona í sumar og spilar aftur í Þýskalandi. 11. janúar 2016 08:48
Stefán Rafn: Ég er betri en Bjarki þannig að ég hef engar áhyggjur Meiri líkur eru en minni að Stefán Rafn Sigurmannsson verði áfram hjá Rhein-Neckar Löwen og mögulega í stærra hlutverki. 5. janúar 2016 14:00