Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður selur 362 eignir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Samsetning eignanna í hverju safni miðast við að hagkvæmt geti verið að reka um þær leigufélög og eru eignir í hverju þeirra venjulega í sama byggðarlagi.
Samsetning eignanna í hverju safni miðast við að hagkvæmt geti verið að reka um þær leigufélög og eru eignir í hverju þeirra venjulega í sama byggðarlagi. vísir/vilhelm

Íbúðalánasjóður hefur tekið tilboðum frá fjárfestum í tíu eignasöfn sem boðin voru til sölu í opnu söluferli fyrir áramót. Í eignasöfnunum tíu eru alls 362 eignir en eignasöfnin eru misjöfn að stærð og gerð.

Samsetning eignanna í hverju safni miðast við að hagkvæmt geti verið að reka um þær leigufélög og eru eignir í hverju þeirra venjulega í sama byggðarlagi.
Alls voru fimmtán eignasöfn auglýst til sölu fyrir áramót og bárust alls 43 kauptilboð í þau, en frestur til að skila inn tilboðum rann út í byrjun febrúar.

Farið var yfir tilboðin fyrr í þessari viku og kannað hvort þau væru í samræmi við skilmála söluferlisins. Þeir fjárfestar sem fengu tilboð sín samþykkt hafa þegar greitt 1% kaupverðsins en frestur til þess rann út í gær og fá þeir nú 30 daga frest til að staðfesta fjármögnun kaupverðsins.

Enn eru viðræður í gangi við fjárfesta sem gerðu tilboð í hin fimm eignasöfnin sem voru auglýst til sölu en í þeim eru alls 142 eignir.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,66
3
2.287
VIS
2,13
11
161.276
KVIKA
1,44
23
495.696
TM
1,07
8
105.011
FESTI
0,43
6
52.019

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-2,88
15
18.352
ORIGO
-2,43
2
2.210
EIK
-2,23
6
21.414
HEIMA
-1,35
1
439
ICEAIR
-1,08
26
12.014
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.