Viðskipti innlent

Fyrrverandi ráðherra og þróunarstjóri Plain Vanilla setjast í stjórn Sagafilm

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ragna kemur ný inn í stjórnina ásamt Völu.
Ragna kemur ný inn í stjórnina ásamt Völu. Vísir/Ernir
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og fyrrverandi ráðherra, og Vala Halldórsdóttir, þróunarstjóri Plain Vanilla, hafa tekið sæti í stjórn Sagafilm, einu stærsta framleiðslufyrirtæki landsins á sviði sjónvarpsþátta-, sjónvarpsauglýsinga- og kvikmyndagerðar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að um áramót hafi einnig tekið breytingar á rekstri fyrirtækisins með því að færa tækjaleiguna Luxor og viðburðafyrirtækið Sagaevents í sér einingar en þær voru áður deildir innan fyrirtækisins. 

Aðrir stjórnarmenn eru Kjartan Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Sagafilm Nordic, Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu Sagafilm og Ragnar Agnarsson, sem jafnframt er formaður stjórnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×