Viðskipti innlent

Fengu rúma þrjá milljarða í bónusgreiðslur

Sæunn Gísladóttir skrifar
20-30 núverandi og fyrrverandi starfsmenn ALMC, áður Straumur-Burðaráss, fengu 100 milljónir að meðaltali í bónusgreiðslu.
20-30 núverandi og fyrrverandi starfsmenn ALMC, áður Straumur-Burðaráss, fengu 100 milljónir að meðaltali í bónusgreiðslu.
Íslenska eignaumsýslufélagið ALMC, áður Straumur-Burðaráss fjárfestingabanki, greiddi um miðjan desembermánuð á síðasta ári 20-30 núverandi og fyrrverandi starfsmönnum félagsins bónusgreiðslur sem nema samtals 23 milljónum evra, jafnvirði 3,3 milljarða íslenskra króna. DV greinir frá þessu.

Jakob Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums, var í hópi þeirra sem fékk hæstu greiðslurnar.
Fram kemur í umfjöllun DV að stærsti hluti bónusgreiðslanna fór til nokkurra lykilstjórnenda ALMC og fengu þeir hundruð milljóna króna á mann. Meðal þeirra sem hlutu hæstu greiðslurnar voru Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður hjá LOGOS og stjórnarmaður í ALMC, og Jakob Ásmundsson fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingabanka. Hann gengdi starfi fjármálastjóra ALMC fram til ársins 2013.

Að meðaltali námu bónusgreiðslurnar um hundrað milljónum á starfsmann. Dreifingin var þó fjölbreytt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×