Milljarðabónusgreiðslur og Borgunarmálið: „Erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. febrúar 2016 15:13 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, ræddi um Borgunarmálið og bónusgreiðslur á þingi í morgun. Vísir/Vilhelm „Við erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í morgun og vísaði til frétta af Borgunarmálinu og fréttar DV frá því í morgun um milljarðabónsugreiðslur til starfsmanna ALMC, gamla Straums-Burðaráss. DV greindi í morgun frá því að eignaumsýslufélagið ALMC hefði greitt 20-30 núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins bónusa upp á jafnvirði 3,3 milljarða íslenskra króna í desember síðastliðnum, samkvæmt ónafngreindum heimildum. Bjarkey sagði að dag eftir dag væri boðið upp á farsa í boði Landsbankans og Borgunar. „Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðildar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins,“ sagði hún. Þingkonan sagði að vel gæti verið að engin lög hefðu verið brotin en að gjörningurinn, salan á Borgun, væri algerlega siðlaus gagnvart íslensku þjóðinni sem hún teldi hafa orðið af miklum fjármunum í sameiginlega sjóði. „Það er enginn lærdómur, virðulegi forseti. Finnst okkur eitthvað skrýtið að stórum hluta landsmanna blöskri hvernig þetta er og hafi enga tiltrú á fjármálakerfinu?“ spurði þingkonan en bætti við að svona þyrfti þetta ekki að vera. „Við þurfum að byrja á því að aðskilja viðskipta- og fjárfestingarbanka til að lágmarka áhættu þjóðarbúsins.“ Bjarkey kallaði líka eftir því sem hún kallaði lesstund á Alþingi og þá sérstaklega fyrir ríkisstjórnarflokkana. „Þar ætti helst að lesa um einkavinavæðingu bankanna upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. En fyrir það fyrsta þurfum við að koma þessari einkavinavæðingarvildarvinahægriríkisstjórn frá,“ sagði hún. Stjórnmálavísir Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
„Við erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í morgun og vísaði til frétta af Borgunarmálinu og fréttar DV frá því í morgun um milljarðabónsugreiðslur til starfsmanna ALMC, gamla Straums-Burðaráss. DV greindi í morgun frá því að eignaumsýslufélagið ALMC hefði greitt 20-30 núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins bónusa upp á jafnvirði 3,3 milljarða íslenskra króna í desember síðastliðnum, samkvæmt ónafngreindum heimildum. Bjarkey sagði að dag eftir dag væri boðið upp á farsa í boði Landsbankans og Borgunar. „Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðildar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins,“ sagði hún. Þingkonan sagði að vel gæti verið að engin lög hefðu verið brotin en að gjörningurinn, salan á Borgun, væri algerlega siðlaus gagnvart íslensku þjóðinni sem hún teldi hafa orðið af miklum fjármunum í sameiginlega sjóði. „Það er enginn lærdómur, virðulegi forseti. Finnst okkur eitthvað skrýtið að stórum hluta landsmanna blöskri hvernig þetta er og hafi enga tiltrú á fjármálakerfinu?“ spurði þingkonan en bætti við að svona þyrfti þetta ekki að vera. „Við þurfum að byrja á því að aðskilja viðskipta- og fjárfestingarbanka til að lágmarka áhættu þjóðarbúsins.“ Bjarkey kallaði líka eftir því sem hún kallaði lesstund á Alþingi og þá sérstaklega fyrir ríkisstjórnarflokkana. „Þar ætti helst að lesa um einkavinavæðingu bankanna upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. En fyrir það fyrsta þurfum við að koma þessari einkavinavæðingarvildarvinahægriríkisstjórn frá,“ sagði hún.
Stjórnmálavísir Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira