Viðskipti innlent

Spá 20 prósent lægri tekjum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sérfræðingar hjá JP Morgan telja að tekjuumhverfi fjárfestingabanka sé ekki gott um þessar mundir.
Sérfræðingar hjá JP Morgan telja að tekjuumhverfi fjárfestingabanka sé ekki gott um þessar mundir. Vísir/Getty
Sérfræðingar hjá JP Morgan Securities hafa lækkað tekjuspá sína fyrir fjárfestingabanka á árinu um að meðaltali tuttugu prósent.

Þeir telja að tekjumöguleikar fjárfestingabanka hafi ekki verið góðir það sem af er ári. Vegna sveiflukenndra markaða um þessar mundir sé erfiðara fyrir fjárfestingabankana að hagnast með hefðbundnum viðskiptaháttum.

Sérfræðingarnir telja að lækkun á hlutabréfamörkuðum nýverið bendi til þess að markaðir séu óheilbrigðir. Þeir telja að virði hlutabréfa gæti komið til með að lækka enn frekar á árinu. Jafnvel þótt markaðir róist á ný gæti tímabil minni starfsemi á mörkuðum fylgt á eftir eins og hefur gerst áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×