Þykir fátt eins endurnærandi og að rækta garðinn sinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. febrúar 2016 09:45 Iða Brá tekur við starfi framkvæmdastjóra fjárfestingabankasviðs af Halldóri Bjarkari Lúðvígssyni. Vísir/Pjetur Iða Brá Benediktsdóttir var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Sem slík er hún yfirmaður markaðsviðskipta, greiningardeildar og fyrirtækjaráðgjafar. Auk þess situr framkvæmdastjóri í Framkvæmdastjórn bankans. Iða Brá tók við starfinu af Halldóri Bjarkari Lúðvígssyni. Iða Brá útskrifaðist með B.Sc.-próf í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og tók svo M.Sc. í fjármálum frá Rotterdam School of Management í Hollandi árið 2004. Að auki er hún með með próf í verðbréfaviðskiptum. Iða Brá lætur vel af dvölinni í Hollandi. Iða Brá segir að námið í Rotterdam School of Management hafi verið gott. Þá hafi líka hentað að flytja til Hollands þar sem maðurinn hennar var framkvæmdastjóri hjá Samskipum í Hollandi. Iða Brá byrjaði að vinna í bankakerfinu árið 1999 og hefur komið víða við hjá Arion banka og forverum hans. Hún hefur meðal annars starfað í fyrirtækjaráðgjöf, greiningardeild, fjármögnun bankans, stýrt samskiptum við erlendar fjármálastofnanir, verið í fjárfestatengslum og stýrt samskiptasviði bankans. „Nú síðast var ég forstöðumaður Einkabankaþjónustu þar sem við stýrum eignum fyrir fjársterka aðila, fyrirtæki og stofnanir,“ segir hún. Iða Brá sér tækifæri í nýja starfinu og fyrir Arion banka fram undan. „Það eru hagstæðar aðstæður í íslensku efnahagslífi um þessar mundir, kröftugur hagvöxtur og fjárfesting að taka við sér. Þá hillir nú undir afléttingu fjármagnshafta sem felur í sér tækifæri fyrir fjárfesta og fyrirtæki. Við höfum einnig séð töluverðan áhuga á Íslandi erlendis enda kemur Ísland vel út núna í alþjóðlegum samanburði. Verðbólga lítil, góður hagvöxtur, lítið atvinnuleysi auk þess sem skuldir ríkissjóðs hafa lækkað verulega,“ segir hún. Iða Brá á fjölmörg áhugamál sem hún reynir að sinna þegar hún er ekki í vinnunni. „Ég er með þrjú börn á aldrinum fjögurra til sextán ára. Mikill hluti þess tíma sem er aflögu fer í að fylgja þeim eftir í tómstundum og námi. Svo höfum við reynt að haga áhugamálum þannig að þau geti tekið þátt í þeim. Þannig að við förum mikið á skíði og reynum að ferðast eins og hægt er. Og ég les frekar mikið,“ segir Iða Brá. Þá verði yfirleitt skáldsögur fyrir valinu. Á sumrin leggur Iða Brá áherslu á að rækta upp garðinn við heimili sitt. „Mér finnst fátt jafn endurnærandi og að vinna í garðinum.“ Iða Brá verður fertug á árinu og hafði hugsað sér að nýta árið til þess að verða slarkfær á píanó í tilefni tímamótanna. „Sjáum til hvernig það gengur.“ Tengdar fréttir Iða Brá tekur við af Halldóri Bjarkar Iða Brá Benediktsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjárfestingarsviðs Arion banka. 10. febrúar 2016 09:33 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Iða Brá Benediktsdóttir var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Sem slík er hún yfirmaður markaðsviðskipta, greiningardeildar og fyrirtækjaráðgjafar. Auk þess situr framkvæmdastjóri í Framkvæmdastjórn bankans. Iða Brá tók við starfinu af Halldóri Bjarkari Lúðvígssyni. Iða Brá útskrifaðist með B.Sc.-próf í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og tók svo M.Sc. í fjármálum frá Rotterdam School of Management í Hollandi árið 2004. Að auki er hún með með próf í verðbréfaviðskiptum. Iða Brá lætur vel af dvölinni í Hollandi. Iða Brá segir að námið í Rotterdam School of Management hafi verið gott. Þá hafi líka hentað að flytja til Hollands þar sem maðurinn hennar var framkvæmdastjóri hjá Samskipum í Hollandi. Iða Brá byrjaði að vinna í bankakerfinu árið 1999 og hefur komið víða við hjá Arion banka og forverum hans. Hún hefur meðal annars starfað í fyrirtækjaráðgjöf, greiningardeild, fjármögnun bankans, stýrt samskiptum við erlendar fjármálastofnanir, verið í fjárfestatengslum og stýrt samskiptasviði bankans. „Nú síðast var ég forstöðumaður Einkabankaþjónustu þar sem við stýrum eignum fyrir fjársterka aðila, fyrirtæki og stofnanir,“ segir hún. Iða Brá sér tækifæri í nýja starfinu og fyrir Arion banka fram undan. „Það eru hagstæðar aðstæður í íslensku efnahagslífi um þessar mundir, kröftugur hagvöxtur og fjárfesting að taka við sér. Þá hillir nú undir afléttingu fjármagnshafta sem felur í sér tækifæri fyrir fjárfesta og fyrirtæki. Við höfum einnig séð töluverðan áhuga á Íslandi erlendis enda kemur Ísland vel út núna í alþjóðlegum samanburði. Verðbólga lítil, góður hagvöxtur, lítið atvinnuleysi auk þess sem skuldir ríkissjóðs hafa lækkað verulega,“ segir hún. Iða Brá á fjölmörg áhugamál sem hún reynir að sinna þegar hún er ekki í vinnunni. „Ég er með þrjú börn á aldrinum fjögurra til sextán ára. Mikill hluti þess tíma sem er aflögu fer í að fylgja þeim eftir í tómstundum og námi. Svo höfum við reynt að haga áhugamálum þannig að þau geti tekið þátt í þeim. Þannig að við förum mikið á skíði og reynum að ferðast eins og hægt er. Og ég les frekar mikið,“ segir Iða Brá. Þá verði yfirleitt skáldsögur fyrir valinu. Á sumrin leggur Iða Brá áherslu á að rækta upp garðinn við heimili sitt. „Mér finnst fátt jafn endurnærandi og að vinna í garðinum.“ Iða Brá verður fertug á árinu og hafði hugsað sér að nýta árið til þess að verða slarkfær á píanó í tilefni tímamótanna. „Sjáum til hvernig það gengur.“
Tengdar fréttir Iða Brá tekur við af Halldóri Bjarkar Iða Brá Benediktsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjárfestingarsviðs Arion banka. 10. febrúar 2016 09:33 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Iða Brá tekur við af Halldóri Bjarkar Iða Brá Benediktsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjárfestingarsviðs Arion banka. 10. febrúar 2016 09:33