Viðskipti innlent

Rússar selja minna af vodka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Val Mendeleev, aðalforstjóri Stolichnaya Vodka.
Val Mendeleev, aðalforstjóri Stolichnaya Vodka.
Útflutningur á vodka og öðru áfengi frá Rússlandi dróst saman um 40 prósent í fyrra, í samanburði við árið áður.

Rússneska dagblaðið Kommersant greinir frá trúnaðargögnum þessa efnis í gær og þau sýna að útflutningur á áfengi hefur ekki verið minni síðan 2005. Þá hefur verðmæti útflutningsins dregist saman úr sem nemur 24 milljörðum íslenskra króna í 14,5 milljarða íslenskra króna.

Mesti samdrátturinn hefur orðið á sölu til Úkraínu, en þar nemur samdrátturinn 70 prósentum. Enda eru viðskipti milli Rússa og Úkraínumanna í algjöru lágmarki eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og studdu uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu.

Stærsti markaðurinn fyrir vínið er aftur á móti Bretland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×