Viðskipti innlent

Fjarskipti hf. hagnaðist um rúman milljarð

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hagnaður Fjarksipta jókst um átján prósent milli ára.
Hagnaður Fjarksipta jókst um átján prósent milli ára. vísir/daníel
Fjarskipti hf., rekstrarfélag Vodafone á Íslandi, hagnaðist um 1.287 milljónir króna á síðasta ári en það aukning um átján prósent frá árinu 2014. Ársreikningur fyrirtækisins fyrir rekstarárið 2015 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í dag en hann verður lagður fyrir aðalfund félagsins eftir mánuð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

„Sterkt ár er að baki hjá Vodafone með stöðugum vexti í tekjum og aukningu hagnaðar. Í ríkum mæli einkenndist árið af öflugri þróun sjónvarps- og internetþjónustu félagsins auk mikillar uppbyggingar farsímakerfa Vodafone um land allt, ekki síst háhraðaþjónustusvæðis út á miðin umhverfis landið,“ segir Stefán Sigurðsson forstjóri fyrirtækisins.

Tekjuaukning á árinu í heild nam fjórum prósentum en sjö prósentum á síðasta ársfjórðungi. Á síðasta ársfjórðungi nam hagnaður fyrirtækisins 249 milljónum en það er níu prósentum minna en á sama tíma árið á undan.

Í lok síðasta árs nam eiginfjárhlutfall fyrirtækisins tæpum sextíu prósentum en haldbært fé í rekstri félagsins jókst um fimmtán prósent frá árinu á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×