Búllan opnar í Róm Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 12:12 Tommi á Búllunni opnar nýjan stað í Róm í vor. vísir Stefnt er að því að opna nýtt útibú Hamborgarabúllu Tómasar í Róm í maí. Tómas Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, segist hafa verið að líta í kringum sig í heilt ári eftir tækifæri í borginni. „Við erum í samstarfi við Ítala þarna úti en við vildum ekki fara af stað fyrr en við værum búin að fá húsnæði. Núna erum við komin með húsnæði svo undirbúningur er bara í fullum gangi,“ segir Tommi. Staðurinn verður nokkuð miðsvæðis í Róm. „Hann stendur við mjög stóra og breiða götu sem kennd er við Júlíus Sesar. Þetta er svona innan við kílómeter frá Vatíkaninu og er í gömlu Róm, ekki alveg í elsta hluta borgarinnar, heldur rétt fyrir utan hann,“ segir Tommi. Útibú Búllunnar erlendis eru nú orðin sex talsins, tvö í London og svo í Berlín, Kaupmannahöfn, Osló og Malmö. Um miðjan apríl opnar síðan nýr staður í Árhúsum í Danmörku og þá er stefnt að því að opna einn stað til viðbótar í Köben. Þá segir Tommi að hann sé líka að líta í kringum sig í Berlín með það fyrir augum að opna annan stað til viðbótar, en hann var einmitt þar þegar Vísir náði tali af honum. „Það hefur gengið mjög vel í Berlín og borgin er svo stór að hún myndi alveg bera annan stað.“ Þegar blaðamaður hefur orð á því að svo virðist sem það gangi glimrandi vel segir Tommi: „Við skulum bara segja „so far, so good.“ Ef ég væri að kvarta væri ég verulega vanþakklátur.“ Tengdar fréttir Hvar er besti borgarinn? Þegar brestur á með helgi er klassískt og gott að tríta bæði munn og maga með góðum hamborgara. Fréttablaðið leitaði á náðir nokkurra álitsgjafa til þess að freista þess að varpa ljósi á hvar besta borgara landsins er að finna. 23. janúar 2016 16:30 Beckham leigði Búlluna fyrir afmæli Tómas Tómasson staðfestir að knattspyrnugoðið hafi tekði yfir staðinn í London. 9. apríl 2015 13:05 Tveggja tíma bið eftir Búlluborgurum í Köben "Það er ótrúlegt að fólk skuli leggja það á sig að bíða svona lengi. Það er mikill heiður.“ 17. júní 2014 18:12 Búllan sterk í London Er einn heitasti hamborgarastaðurinn og keppir nú um besta borgarann í bænum. 11. október 2014 13:30 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Stefnt er að því að opna nýtt útibú Hamborgarabúllu Tómasar í Róm í maí. Tómas Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, segist hafa verið að líta í kringum sig í heilt ári eftir tækifæri í borginni. „Við erum í samstarfi við Ítala þarna úti en við vildum ekki fara af stað fyrr en við værum búin að fá húsnæði. Núna erum við komin með húsnæði svo undirbúningur er bara í fullum gangi,“ segir Tommi. Staðurinn verður nokkuð miðsvæðis í Róm. „Hann stendur við mjög stóra og breiða götu sem kennd er við Júlíus Sesar. Þetta er svona innan við kílómeter frá Vatíkaninu og er í gömlu Róm, ekki alveg í elsta hluta borgarinnar, heldur rétt fyrir utan hann,“ segir Tommi. Útibú Búllunnar erlendis eru nú orðin sex talsins, tvö í London og svo í Berlín, Kaupmannahöfn, Osló og Malmö. Um miðjan apríl opnar síðan nýr staður í Árhúsum í Danmörku og þá er stefnt að því að opna einn stað til viðbótar í Köben. Þá segir Tommi að hann sé líka að líta í kringum sig í Berlín með það fyrir augum að opna annan stað til viðbótar, en hann var einmitt þar þegar Vísir náði tali af honum. „Það hefur gengið mjög vel í Berlín og borgin er svo stór að hún myndi alveg bera annan stað.“ Þegar blaðamaður hefur orð á því að svo virðist sem það gangi glimrandi vel segir Tommi: „Við skulum bara segja „so far, so good.“ Ef ég væri að kvarta væri ég verulega vanþakklátur.“
Tengdar fréttir Hvar er besti borgarinn? Þegar brestur á með helgi er klassískt og gott að tríta bæði munn og maga með góðum hamborgara. Fréttablaðið leitaði á náðir nokkurra álitsgjafa til þess að freista þess að varpa ljósi á hvar besta borgara landsins er að finna. 23. janúar 2016 16:30 Beckham leigði Búlluna fyrir afmæli Tómas Tómasson staðfestir að knattspyrnugoðið hafi tekði yfir staðinn í London. 9. apríl 2015 13:05 Tveggja tíma bið eftir Búlluborgurum í Köben "Það er ótrúlegt að fólk skuli leggja það á sig að bíða svona lengi. Það er mikill heiður.“ 17. júní 2014 18:12 Búllan sterk í London Er einn heitasti hamborgarastaðurinn og keppir nú um besta borgarann í bænum. 11. október 2014 13:30 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Hvar er besti borgarinn? Þegar brestur á með helgi er klassískt og gott að tríta bæði munn og maga með góðum hamborgara. Fréttablaðið leitaði á náðir nokkurra álitsgjafa til þess að freista þess að varpa ljósi á hvar besta borgara landsins er að finna. 23. janúar 2016 16:30
Beckham leigði Búlluna fyrir afmæli Tómas Tómasson staðfestir að knattspyrnugoðið hafi tekði yfir staðinn í London. 9. apríl 2015 13:05
Tveggja tíma bið eftir Búlluborgurum í Köben "Það er ótrúlegt að fólk skuli leggja það á sig að bíða svona lengi. Það er mikill heiður.“ 17. júní 2014 18:12
Búllan sterk í London Er einn heitasti hamborgarastaðurinn og keppir nú um besta borgarann í bænum. 11. október 2014 13:30