Kaupþingsmenn dæmdir til að greiða tæpan milljarð vegna skuldar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2016 18:05 Fimmmenningarnir sem um ræðir Mynd/Vísir Fimm fyrrum stjórnendur Kaupþings þurfa að greiða tæpan milljarð króna vegna skuldar sem er tilkomin vegna jarðakaupa þeirra við laxveiðiána Langá í Borgarfirði. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag.Fimmmenningarnir sem um ræðir eru forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson, stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason, sem var forstjóri bankans á Íslandi, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Steingrímur P. Kárason, sem var yfirmaður áhættustýringar bankans fyrir hrun. Þarf hver og einn þeirra að greiða Hildu ehf. 184.731.875 krónur í skuld samkvæmt dómi Hæstaréttar.Skuldin var tilkomin vegna kúluláns sem félagið Hvítsstaðir tók hjá SPRON árið 2005 til að kaupa félagið Langárfoss ehf. Fimmmenningarnir í Kaupþingi áttu hver um sig fimmtung í Hvítsstöðum og gengust í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu.Sjá einnig: Kaupþingsmenn dæmdir til að greiða milljarð vegna kúlulánsHvítsstaðir greiddu vexti af láninu í október 2006, 2007 og 2008 en í kjölfar bankahrunsins gerði félagið nýjan samning við SPRON. Gamla lánið var þá greitt upp að fullu með nýja láninu og var höfuðstóll lánsins rúmlega 729 milljónir króna. Í lánasamningnum var tekið fram að lánið skyldi greiðast til baka á fjórum gjalddögum en þar af voru þrír vaxtagjalddagar. Í dómi Héraðsdóms kom fram að Hvítsstaðir hafi ekki greitt vaxtaafborgun á fyrsta gjalddaga og því hafi lánið verið gjaldfellt, samkvæmt lánasamningi. Félaginu og eigendum þess var svo stefnt fyrir dóm til að fá skuldina greidda.Sjá einnig: Drómi vill fá milljarð frá KaupþingstoppunumÍ dómi Hæstaréttar kemur fram að ekki sé hægt að sjá af samningnum eða öðrum gögnum málsins að við gerð hans hefðu Hvítsstaðir gert fyrirvara við fjárhæð lánsins og ekki hafi verið sýnt frá að lækka beri kröfur Hildu á hendur þeim vegna efnis samningsins, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina eða atvika sem síðar hefðu komið til. Einnig var talið að ekki væri hægt að beita ákvæðum laga um ábyrgðamenn um ábyrgð fimmmenningana, enda hefðu þeir tekist á hendr sjálfskuldarábyrgð á efndum samningsins í þágu fjárhagslegs ávinnings þeirra sjálfra. Hvítsstaðir ehf. þarf því að greiða stefnanda 923.659.377 kr. ásamt dráttarvöxtum og þurfa Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Sigurður Einarsson, Steingrímur P. Kárason og Magnús Guðmundsson að greiða Hildu ehf., hver um sig óskipt með stefnda, Hvítsstöðum ehf, 184.731.875 kr. ásamt dráttarvöxtum.Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Fimm fyrrum stjórnendur Kaupþings þurfa að greiða tæpan milljarð króna vegna skuldar sem er tilkomin vegna jarðakaupa þeirra við laxveiðiána Langá í Borgarfirði. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag.Fimmmenningarnir sem um ræðir eru forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson, stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason, sem var forstjóri bankans á Íslandi, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Steingrímur P. Kárason, sem var yfirmaður áhættustýringar bankans fyrir hrun. Þarf hver og einn þeirra að greiða Hildu ehf. 184.731.875 krónur í skuld samkvæmt dómi Hæstaréttar.Skuldin var tilkomin vegna kúluláns sem félagið Hvítsstaðir tók hjá SPRON árið 2005 til að kaupa félagið Langárfoss ehf. Fimmmenningarnir í Kaupþingi áttu hver um sig fimmtung í Hvítsstöðum og gengust í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu.Sjá einnig: Kaupþingsmenn dæmdir til að greiða milljarð vegna kúlulánsHvítsstaðir greiddu vexti af láninu í október 2006, 2007 og 2008 en í kjölfar bankahrunsins gerði félagið nýjan samning við SPRON. Gamla lánið var þá greitt upp að fullu með nýja láninu og var höfuðstóll lánsins rúmlega 729 milljónir króna. Í lánasamningnum var tekið fram að lánið skyldi greiðast til baka á fjórum gjalddögum en þar af voru þrír vaxtagjalddagar. Í dómi Héraðsdóms kom fram að Hvítsstaðir hafi ekki greitt vaxtaafborgun á fyrsta gjalddaga og því hafi lánið verið gjaldfellt, samkvæmt lánasamningi. Félaginu og eigendum þess var svo stefnt fyrir dóm til að fá skuldina greidda.Sjá einnig: Drómi vill fá milljarð frá KaupþingstoppunumÍ dómi Hæstaréttar kemur fram að ekki sé hægt að sjá af samningnum eða öðrum gögnum málsins að við gerð hans hefðu Hvítsstaðir gert fyrirvara við fjárhæð lánsins og ekki hafi verið sýnt frá að lækka beri kröfur Hildu á hendur þeim vegna efnis samningsins, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina eða atvika sem síðar hefðu komið til. Einnig var talið að ekki væri hægt að beita ákvæðum laga um ábyrgðamenn um ábyrgð fimmmenningana, enda hefðu þeir tekist á hendr sjálfskuldarábyrgð á efndum samningsins í þágu fjárhagslegs ávinnings þeirra sjálfra. Hvítsstaðir ehf. þarf því að greiða stefnanda 923.659.377 kr. ásamt dráttarvöxtum og þurfa Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Sigurður Einarsson, Steingrímur P. Kárason og Magnús Guðmundsson að greiða Hildu ehf., hver um sig óskipt með stefnda, Hvítsstöðum ehf, 184.731.875 kr. ásamt dráttarvöxtum.Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira