Viðskipti innlent

Stór hluti þingmanna andvígur sölu á þessu ári

Sæunn Gísladóttir skrifar
Stór hluti þingmanna er andvígur sölu ríkisins á tæplega 30 prósenta hlut sínum í Landsbankanum á þessu ári.
Stór hluti þingmanna er andvígur sölu ríkisins á tæplega 30 prósenta hlut sínum í Landsbankanum á þessu ári.
Stór hluti þingmanna eða 29 af þeim 45 sem svöruðu eru andvígir sölu ríkisins á tæplega 30 prósenta hlut sínum í Landsbankanum á þessu ári. Þetta kemur fram í könnun Kjarnans.

Kjarninn spurði alla 63 þingmenn Alþingis hvort þeir væru hlynntir sölunni, alls svöruðu 45 þeirra. 16 þingmenn sögðust vera fylgjandi sölunni.

Af þeim sem eru fylgjandi sölunni eru allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem svöruðu, einn þingmaður Framsóknarflokks og þrír þingmenn Bjartrar framtíðar. Þeir sem eru andvígir eru allir hinir þingmenn Framsóknarflokks sem svöruðu, allir þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata, og þrír þingmenn Bjartrar framtíðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×