Viðskipti innlent

Yfir tíu prósent raunávöxtun

Sæunn Gísladóttir skrifar
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna nema tæpum 600 milljörðum.
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna nema tæpum 600 milljörðum. Vísir/Vilhelm
Á árinu 2015 var hrein raunávöxtun eigna lífeyrissjóðs verzlunarmanna 10,2 prósent. Sjóðurinn hefur vaxið mjög að stærð og styrk. Fjárfestingartekjur voru 64 milljarðar og skiluðu allir eignaflokkar jákvæðri ávöxtun. Tryggingafræðileg staða sjóðsins styrktist verulega og er nú með því betra sem gerist meðal lífeyrissjóða segir í tilkynningu.

Tryggingafræðileg staða

Tryggingafræðileg staða sjóðsins styrktist umtalsvert og var hún í lok árs jákvæð um 8,7% samanborið við 5,1% árið áður og 0,9% árið 2013. Tryggingafræðileg staða er mikilvægur mælikvarði á getu sjóðsins til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart lífeyrisþegum í framtíðinni.

Sjóðfélagar og iðgjöld

Greiðandi sjóðfélagar voru um 49 þúsund og námu iðgjaldagreiðslur til sjóðsins um 22 milljörðum króna.

Lífeyrisgreiðslur

Lífeyrissjóður verzlunarmanna greiddi um 14 þúsund lífeyrisþegum alls 10,5 milljarða króna í lífeyri úr sameignardeild á árinu 2015. Þetta eru 9% hærri lífeyrisgreiðslur en árið á undan, en lífeyrisþegum fjölgaði um 7,6% á sama tíma.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×