Viðskipti innlent

Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Reita á Hótel Borg og fleiri eignum

Atli Ísleifsson skrifar
Fasteignir sem um ræðir eru Hótel Borg, Borgartún 37, Guðrúnartún 10, Þingvallarstræti 23 á Akureyri, Laugavegur 77, Fiskislóð 11, Skúlagata 17, Síðumúli 16-18 og Faxafen 5. Allt að 6 þúsund fermetra byggingaréttur fylgir Borgartúni 37.
Fasteignir sem um ræðir eru Hótel Borg, Borgartún 37, Guðrúnartún 10, Þingvallarstræti 23 á Akureyri, Laugavegur 77, Fiskislóð 11, Skúlagata 17, Síðumúli 16-18 og Faxafen 5. Allt að 6 þúsund fermetra byggingaréttur fylgir Borgartúni 37. Mynd/Reitir
Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til að aðhafast vegna kaupa Reita á fasteignafélögum í rekstri Stefnis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reitum.

„Í október síðastliðnum var tilkynnt um samninga Reita við eigendur fasteignasjóðanna SRE I slhf. og SRE II slhf. sem eru í rekstri Stefnis hf., um kaup Reita á tilteknum fasteignafélögum. Ákveðnir fyrirvarar, þar með talið samþykki Samkeppniseftirlitsins, voru gerðir fyrir kaupunum,“ segir í tilkynningunni.

Á næstu vikum verður unnið að því að klára frágang viðskiptanna og í kjölfarið tilkynnt hvenær yfirtaka félagsins á hinu keypta fer fram.

Í fyrri frétt Reita um málið kemur fram að heildarvirði kaupanna sé samtals 17.980 milljónir króna og verði að fullu fjármagnað með lánsfé og yfirtöku áhvílandi skulda.

„Um er að ræða tæplega 37.500 fermetra af vönduðu húsnæði ásamt byggingarrétti. Þessar fasteignir eru Hótel Borg, Borgartún 37, Guðrúnartún 10, Þingvallarstræti 23 á Akureyri, Laugavegur 77, Fiskislóð 11, Skúlagata 17, Síðumúli 16-18 og Faxafen 5. Allt að 6 þúsund fermetra byggingaréttur fylgir Borgartúni 37.

Eignirnar eru í útleigu til um 20 aðila með um 99% útleiguhlutfall en helstu leigutakar eru KEA hótel, Advania , Nýherji, Icelandair hótel, Geymslur og Fastus. Leigutekjur á ársgrunni nema um 1.360 m.kr. og er meðaltími leigusamninga um 12 ár.  Leiða kaupin til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 1.125 m.kr. á ársgrundvelli,“ segir í fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×