Seigt í því gamla stjórnarmaðurinn skrifar 3. febrúar 2016 09:15 Reglulega heyrast dómsdagsspár um að hefðbundnir miðlar líði undir lok. Þetta hefur heyrst um allt í senn sjónvarp, prentaðar bækur, dagblöð og tímarit. Hér á landi hefur umræða sem þessi verið áberandi í tengslum við innreið Netflix á markaðinn. Málið er hins vegar ekki alveg svona einfalt. Raunar eru ýmis merki um að „gömlu“ miðlarnir séu mun lífseigari en halda mætti af umræðunni. Þannig er það staðreynd að sala á prentuðum bókum í Bretlandi er í talsverðri sókn (sala barnabóka jókst t.d. um 11% milli ára) á meðan sala rafbóka hefur dregist nokkuð saman. Einnig er það staðreynd að lestur tímarita hefur haldið velli og gott betur með tilkomu internetsins. Sala tímarita í heiminum jókst um 7% milli áranna 2014 og 2015. Ýmis hraustleikamerki er líka að finna í sjónvarpsbransanum. Sky PLC, rekstrarfélag Sky-sjónvarpsrisans í Bretlandi, sem nú rekur einnig miðla undir sama nafni í Þýskalandi og á Ítalíu, heldur áfram að ganga vel. Á síðari hluta síðasta árs námu tekjur félagsins tæplega 1.100 milljörðum og hagnaðurinn tæpum 150 milljörðum íslenskra króna. Það sem meira er, þá vann félagið tæplega 340 þúsund nýja áskrifendur. Um er að ræða mestu fjölgun áskrifenda í ríflega tíu ár. Það er því fátt sem bendir til þess að rekstrarmódel Sky, sem er fyrirmynd flestra evrópskra sjónvarpsfyrirtækja, sé á barmi þess að verða úrelt. Netflix var einnig að birta tölur fyrir síðasta ársfjórðung, en þjónusta félagsins er nú í boði nánast alls staðar í heiminum. Náttúrulega var því mikill vöxtur í áskriftum á fjórðungnum. Tekjur félagsins námu um 236 milljörðum króna. Þrátt fyrir það var hagnaðurinn félagsins aðeins um 5,5 milljarðar króna. Ekki mikið af þessum gríðarlega tekjustofni. Hvað framtíðina varðar er erfitt að sjá hvaðan frekari tekjuvöxtur á að koma, enda allur heimurinn nú undir. Þrátt fyrir þetta er Netflix metið á 110x EBIDTA í Kauphöllinni í New York, meðan Sky er metið á rétt ríflega 10x EBIDTA í London. Önnur hefðbundin sjónvarpsfyrirtæki eru svo gjarnan með enn lægri margfaldara. Meira að segja forstjóri Netflix hefur látið hafa eftir sér að félagið sé ofmetið af fjárfestum. Netflix hefur enn ekki tekist að gera arðbært félag úr öllum sínum tekjum. Sky og önnur hefðbundnari afþreyingarfyrirtæki hafa hins vegar áratugareynslu af því. Sennilegt er að fjárfestar átti sig á þessu með tímanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Reglulega heyrast dómsdagsspár um að hefðbundnir miðlar líði undir lok. Þetta hefur heyrst um allt í senn sjónvarp, prentaðar bækur, dagblöð og tímarit. Hér á landi hefur umræða sem þessi verið áberandi í tengslum við innreið Netflix á markaðinn. Málið er hins vegar ekki alveg svona einfalt. Raunar eru ýmis merki um að „gömlu“ miðlarnir séu mun lífseigari en halda mætti af umræðunni. Þannig er það staðreynd að sala á prentuðum bókum í Bretlandi er í talsverðri sókn (sala barnabóka jókst t.d. um 11% milli ára) á meðan sala rafbóka hefur dregist nokkuð saman. Einnig er það staðreynd að lestur tímarita hefur haldið velli og gott betur með tilkomu internetsins. Sala tímarita í heiminum jókst um 7% milli áranna 2014 og 2015. Ýmis hraustleikamerki er líka að finna í sjónvarpsbransanum. Sky PLC, rekstrarfélag Sky-sjónvarpsrisans í Bretlandi, sem nú rekur einnig miðla undir sama nafni í Þýskalandi og á Ítalíu, heldur áfram að ganga vel. Á síðari hluta síðasta árs námu tekjur félagsins tæplega 1.100 milljörðum og hagnaðurinn tæpum 150 milljörðum íslenskra króna. Það sem meira er, þá vann félagið tæplega 340 þúsund nýja áskrifendur. Um er að ræða mestu fjölgun áskrifenda í ríflega tíu ár. Það er því fátt sem bendir til þess að rekstrarmódel Sky, sem er fyrirmynd flestra evrópskra sjónvarpsfyrirtækja, sé á barmi þess að verða úrelt. Netflix var einnig að birta tölur fyrir síðasta ársfjórðung, en þjónusta félagsins er nú í boði nánast alls staðar í heiminum. Náttúrulega var því mikill vöxtur í áskriftum á fjórðungnum. Tekjur félagsins námu um 236 milljörðum króna. Þrátt fyrir það var hagnaðurinn félagsins aðeins um 5,5 milljarðar króna. Ekki mikið af þessum gríðarlega tekjustofni. Hvað framtíðina varðar er erfitt að sjá hvaðan frekari tekjuvöxtur á að koma, enda allur heimurinn nú undir. Þrátt fyrir þetta er Netflix metið á 110x EBIDTA í Kauphöllinni í New York, meðan Sky er metið á rétt ríflega 10x EBIDTA í London. Önnur hefðbundin sjónvarpsfyrirtæki eru svo gjarnan með enn lægri margfaldara. Meira að segja forstjóri Netflix hefur látið hafa eftir sér að félagið sé ofmetið af fjárfestum. Netflix hefur enn ekki tekist að gera arðbært félag úr öllum sínum tekjum. Sky og önnur hefðbundnari afþreyingarfyrirtæki hafa hins vegar áratugareynslu af því. Sennilegt er að fjárfestar átti sig á þessu með tímanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira