Rickie Fowler er í miklu stuði þessa dagana en eftir að hafa sigrað á Abu Dhabi meistaramótinu fyrir tveimur vikum er hann núna í toppbaráttunni á Phoenix Open.
Fowler hefur leikið TPC Scottsdale meistaravöllinn á níu höggum undir pari og er í öðru sæti en Bandaríkjamaðurinn James Hahn leiðir á tíu undir pari.
Nokkur þekkt nöfn eru ofarlega á skortöflunni í Phoenix en þar má meðal annars nefna Bubba Watson, Keegan Bradley og Japanan Hideki Matsuyiama.
Tilþrif gærdagsins áttu þeir Chad Campbell og Jack Maguire en þeir fóru báðir holu í höggi á öðrum hring.
Í Dubai fer fram Dubai Desert Classic á Evrópumótaröðinni en fyrir lokahringinn á morgun leiðir Englendingurinn Danny Willett með einu höggi á 16 höggum undir pari.
Rory McIlroy er meðal þátttakenda en eftir góða byrjun hefur fjarað undan honum og hann situr í 20. sæti á átta höggum undir pari.
Rickie Fowler í toppbaráttunni í Phoenix

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn


„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn