Einbeiti mér að sókninni Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2016 06:00 Karen Knútsdóttir skorar og skorar fyrir Nice í Frakklandi þessar vikurnar en liðið er komið í undanúrslit í tveimur bikarkeppnum. Fréttablaðið/Valli Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er í miklu stuði með liði sínu Nice í Frakklandi þessar vikurnar. Karen raðar inn mörkum og er algjör lykilmaður í Nice-liðinu, en hún er búin að skora rétt ríflega sjö mörk að meðaltali í leik í síðustu fjórum deildar- og bikarleikjum. Karen skoraði átta mörk um helgina í 20-17 útisigri á Nantes en íslenski leikstjórnandinn og stöllur hennar eru í fimmta sæti deildarinnar í baráttu um sæti í úrslitakeppninni og komnar í undanúrslit í bæði deildabikarnum og franska bikarnum. Karen sá til þess að liðið komst í undanúrslit deildabikarsins með sjö marka leik í sigri gegn Nimes. „Ég er ekki að spila vörn enda er þetta mjög harður handbolti hérna. Ég einbeiti mér að sókninni og er í góðu formi. Ég er búin að vera mikið meidd undanfarin ár en nú er það að skila sér að vera í 100 prósent standi og mér líður alveg ótrúlega vel,“ segir Karen í viðtali við Fréttablaðið spurð um velgengnina undanfarnar vikur.Allar heilar Framarinn segir ástæðu þess að Nice-liðið sé á svona góðum skriði þessar vikurnar þá að loksins eru allir leikmenn liðsins heilir, en það hefur verið að glíma við mikil meiðslavandræði. „Þetta er í fyrsta skipti síðan fyrir jól enda er mikill stígandi í liðinu. Við erum með landsliðsmann í öllum stöðum nema einni. Við erum með gott lið en megum ekki við meiðslum. Við erum svona tíu sem erum góðar en á eftir okkur eru nokkrar ungar og efnilegar,“ segir Karen sem nýtur þess í botn að vera að spila vel og búa í Nice sem er við frönsku Rivíeruna. „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Þetta er alveg geggjaður staður. Maður getur farið á ströndina núna þess vegna og notið lífsins. Þetta er smá ævintýri fyrir mig. Það var svolítið erfitt að koma sér inn í allt fyrst en núna er þetta bara gaman,“ segir Karen.Karen er hér ákveðin á svip.vísir/pjeturÍ erfiðu námi Karen viðurkennir að hún sé ekki komin inn í frönskuna þrátt fyrir að hafa nú búið í Frakklandi í hálft annað ár. Það er þó góð ástæða fyrir því. „Því miður er ég ekki komin lengra en raun ber vitni. Ég er í 100 prósent fjarnámi í viðskiptafræði frá London þannig að ég fer á æfingu, læri, aftur á æfingu og fæ mér að borða og læri svo meira. Þannig eru dagarnir. Ég skil alveg handboltafrönskuna en auðvitað mætti ég vera betri. Mér finnst þetta mjög leiðinlegt en ég er aðeins að minnka við mig í náminu fyrir næstu önn,“ segir Karen. Karen spilar með landsliðskonum frá Brasilíu, Frakklandi og Skandinavíu þannig enskukunnáttan í liðinu er góð og það hjálpar til. „Það er búið að vera mikið sport hver á útskýra fyrir mér á ensku. Það mætti samt alveg sparka meira í rassinn á mér að læra frönskuna,“ segir Karen sem er stundum undir miklu álagi vegna námsins enda líka að iðka afreksíþrótt á hæsta stigi. „Það koma álagspunktar þegar maður er í skólanum. Stundum væri ég til í að slappa af uppi í sófa í staðinn fyrir að þurfa að skila ritgerð. Þetta hentar mér samt ágætlega til að dreifa huganum. Ég væri samt til í að vera í 50 prósent námi en ekki 100 prósent og þannig ætla ég að hafa þetta á næstu önn. Ég held alltaf að ég geti gert meira,“ segir Karen og hlær við.Fær EM-gesti í sumar Mikið af Íslendingum verður í Frakklandi næsta sumar vegna Evrópumóts karla í fótbolta. Margir ætla að leigja sér íbúðir og hús í Nice og í kringum Rivíeruna og fær Karen auðvitað sína gesti. „Ég fæ fjölskyldumeðlimi í heimsókn og einhverja vini. Ég bý bara rétt hjá Marseille þar sem annar leikurinn fer fram. Ég er komin með miða sjálf og ætla á völlinn. Ég var að skoða hótel í Marseille og sá að það var svona 96 prósent uppbókað. Þetta verður hrikalega gaman,“ segir Karen. Samningur Karenar rennur út í sumar. Stefnir hún á að vera áfram? „Ég veit það ekki. Ég þarf aðeins að hugsa málið. Það eru einhverjar viðræður í gangi um áframhaldandi samning en þetta er allt á viðkvæmu stigi,“ segir Karen Knútsdóttir. Handbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er í miklu stuði með liði sínu Nice í Frakklandi þessar vikurnar. Karen raðar inn mörkum og er algjör lykilmaður í Nice-liðinu, en hún er búin að skora rétt ríflega sjö mörk að meðaltali í leik í síðustu fjórum deildar- og bikarleikjum. Karen skoraði átta mörk um helgina í 20-17 útisigri á Nantes en íslenski leikstjórnandinn og stöllur hennar eru í fimmta sæti deildarinnar í baráttu um sæti í úrslitakeppninni og komnar í undanúrslit í bæði deildabikarnum og franska bikarnum. Karen sá til þess að liðið komst í undanúrslit deildabikarsins með sjö marka leik í sigri gegn Nimes. „Ég er ekki að spila vörn enda er þetta mjög harður handbolti hérna. Ég einbeiti mér að sókninni og er í góðu formi. Ég er búin að vera mikið meidd undanfarin ár en nú er það að skila sér að vera í 100 prósent standi og mér líður alveg ótrúlega vel,“ segir Karen í viðtali við Fréttablaðið spurð um velgengnina undanfarnar vikur.Allar heilar Framarinn segir ástæðu þess að Nice-liðið sé á svona góðum skriði þessar vikurnar þá að loksins eru allir leikmenn liðsins heilir, en það hefur verið að glíma við mikil meiðslavandræði. „Þetta er í fyrsta skipti síðan fyrir jól enda er mikill stígandi í liðinu. Við erum með landsliðsmann í öllum stöðum nema einni. Við erum með gott lið en megum ekki við meiðslum. Við erum svona tíu sem erum góðar en á eftir okkur eru nokkrar ungar og efnilegar,“ segir Karen sem nýtur þess í botn að vera að spila vel og búa í Nice sem er við frönsku Rivíeruna. „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Þetta er alveg geggjaður staður. Maður getur farið á ströndina núna þess vegna og notið lífsins. Þetta er smá ævintýri fyrir mig. Það var svolítið erfitt að koma sér inn í allt fyrst en núna er þetta bara gaman,“ segir Karen.Karen er hér ákveðin á svip.vísir/pjeturÍ erfiðu námi Karen viðurkennir að hún sé ekki komin inn í frönskuna þrátt fyrir að hafa nú búið í Frakklandi í hálft annað ár. Það er þó góð ástæða fyrir því. „Því miður er ég ekki komin lengra en raun ber vitni. Ég er í 100 prósent fjarnámi í viðskiptafræði frá London þannig að ég fer á æfingu, læri, aftur á æfingu og fæ mér að borða og læri svo meira. Þannig eru dagarnir. Ég skil alveg handboltafrönskuna en auðvitað mætti ég vera betri. Mér finnst þetta mjög leiðinlegt en ég er aðeins að minnka við mig í náminu fyrir næstu önn,“ segir Karen. Karen spilar með landsliðskonum frá Brasilíu, Frakklandi og Skandinavíu þannig enskukunnáttan í liðinu er góð og það hjálpar til. „Það er búið að vera mikið sport hver á útskýra fyrir mér á ensku. Það mætti samt alveg sparka meira í rassinn á mér að læra frönskuna,“ segir Karen sem er stundum undir miklu álagi vegna námsins enda líka að iðka afreksíþrótt á hæsta stigi. „Það koma álagspunktar þegar maður er í skólanum. Stundum væri ég til í að slappa af uppi í sófa í staðinn fyrir að þurfa að skila ritgerð. Þetta hentar mér samt ágætlega til að dreifa huganum. Ég væri samt til í að vera í 50 prósent námi en ekki 100 prósent og þannig ætla ég að hafa þetta á næstu önn. Ég held alltaf að ég geti gert meira,“ segir Karen og hlær við.Fær EM-gesti í sumar Mikið af Íslendingum verður í Frakklandi næsta sumar vegna Evrópumóts karla í fótbolta. Margir ætla að leigja sér íbúðir og hús í Nice og í kringum Rivíeruna og fær Karen auðvitað sína gesti. „Ég fæ fjölskyldumeðlimi í heimsókn og einhverja vini. Ég bý bara rétt hjá Marseille þar sem annar leikurinn fer fram. Ég er komin með miða sjálf og ætla á völlinn. Ég var að skoða hótel í Marseille og sá að það var svona 96 prósent uppbókað. Þetta verður hrikalega gaman,“ segir Karen. Samningur Karenar rennur út í sumar. Stefnir hún á að vera áfram? „Ég veit það ekki. Ég þarf aðeins að hugsa málið. Það eru einhverjar viðræður í gangi um áframhaldandi samning en þetta er allt á viðkvæmu stigi,“ segir Karen Knútsdóttir.
Handbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira