Gætum lent í sömu vandræðum og Svíar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2016 08:00 Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Vísir/Getty Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel og fyrrverandi landsliðsþjálfari, var eins og aðrir Íslendingar svekktur yfir gengi íslenska liðsins á EM í Póllandi. Eins og flestum ætti að vera kunnugt fóru strákarnir okkar heim með skottið á milli lappanna eftir riðlakeppnina. Sigur vannst á Noregi í fyrsta leik en síðan tapaði liðið gegn Hvíta-Rússlandi og Króatíu. Mikil vonbrigði. „Mér fannst leikurinn gegn Noregi mjög góður. Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi var ekki nógu góður og Króata-leikurinn var skelfilegur. Mér fannst varnarleikurinn ekki góður í neinum leiknum,“ segir Alfreð en þó að landsliðið hafi verið ánægt með varnarleikinn gegn Noregi þá var Alfreð ekkert sérstaklega hrifinn. „Hann var skástur þar en ekkert stórkostlegur samt. Norðmennirnir náðu ekki að nýta sér gallana á íslensku vörninni. Hvít-Rússaleikurinn var auðvitað ótrúlegur. Að skora 38 mörk og ná ekki að vinna. Það er eiginlega ekki hægt.“Vísir/GettyEkki að yngja bara til að yngja Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi vill sjá leikmenn liðsins axla ábyrgð og sjá til þess að liðið komist á HM á næsta ári. „Við vorum auðvitað heppnir að enda í efri styrkleikaflokknum fyrir HM-umspilið. Þetta lið sem var í Póllandi þarf að rífa sig upp á rassgatinu og klára þá leiki. Við erum óneitanlega með svolítið gamalt lið en hvað svo? Við getum ekki bara yngt liðið til þess að yngja það. Þeir sem eiga einhver ár eftir þurfa að vera áfram en svo er óhjákvæmileg umbreyting á liðinu,“ segir Alfreð en hann vill síðan sjá breytingar á liðinu á HM í Frakklandi.Í fótspor Svíanna? „Einhvern tímann þarf að koma að því að Ólafur Guðmundsson og fleiri fái að axla meiri ábyrgð og sýna hvort þeir séu alvöru landsliðsefni eða ekki. Síðan erum við með yngri leikmenn sem margir hverjir eru efnilegir. Við erum hugsanlega að lenda í sömu vandræðum og Svíar á sínum tíma þegar Stefan Lövgren og félagar hættu allir á einu bretti. Kynslóðin sem kom á eftir þeim hafði aldrei fengið að spila og vissi ekki hvað landsliðið var.“ Alfreð hefur eflaust sínar skoðanir á því hvað eigi að gera í landsliðsþjálfaramálum núna en vildi ekki blanda sér í þá umræðu.Vísir/GettyAllt á réttri leið hjá okkur Heima fyrir stendur Alfreð í ströngu við að verja Þýskalandsmeistaratitilinn. Hann er með mikið breytt lið og missti til að mynda Aron Pálmarsson og Filip Jicha frá félaginu. Þrátt fyrir það er lið hans í öðru sæti og aðeins tveim stigum á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen. „Ég hef fulla trú á því að við verðum í baráttunni allt til enda,“ segir Alfreð sem er þegar farinn að horfa til framtíðar og meðal annars búinn að tryggja sér þýska landsliðsmarkvörðinn Andreas Wolff og svo eru efnilegustu leikmenn Svíþjóðar og Austurríkis á leiðinni, þeir Lukas Nilsson og Nikola Bilyk. „Þetta er allt á góðri leið hjá okkur.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel og fyrrverandi landsliðsþjálfari, var eins og aðrir Íslendingar svekktur yfir gengi íslenska liðsins á EM í Póllandi. Eins og flestum ætti að vera kunnugt fóru strákarnir okkar heim með skottið á milli lappanna eftir riðlakeppnina. Sigur vannst á Noregi í fyrsta leik en síðan tapaði liðið gegn Hvíta-Rússlandi og Króatíu. Mikil vonbrigði. „Mér fannst leikurinn gegn Noregi mjög góður. Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi var ekki nógu góður og Króata-leikurinn var skelfilegur. Mér fannst varnarleikurinn ekki góður í neinum leiknum,“ segir Alfreð en þó að landsliðið hafi verið ánægt með varnarleikinn gegn Noregi þá var Alfreð ekkert sérstaklega hrifinn. „Hann var skástur þar en ekkert stórkostlegur samt. Norðmennirnir náðu ekki að nýta sér gallana á íslensku vörninni. Hvít-Rússaleikurinn var auðvitað ótrúlegur. Að skora 38 mörk og ná ekki að vinna. Það er eiginlega ekki hægt.“Vísir/GettyEkki að yngja bara til að yngja Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi vill sjá leikmenn liðsins axla ábyrgð og sjá til þess að liðið komist á HM á næsta ári. „Við vorum auðvitað heppnir að enda í efri styrkleikaflokknum fyrir HM-umspilið. Þetta lið sem var í Póllandi þarf að rífa sig upp á rassgatinu og klára þá leiki. Við erum óneitanlega með svolítið gamalt lið en hvað svo? Við getum ekki bara yngt liðið til þess að yngja það. Þeir sem eiga einhver ár eftir þurfa að vera áfram en svo er óhjákvæmileg umbreyting á liðinu,“ segir Alfreð en hann vill síðan sjá breytingar á liðinu á HM í Frakklandi.Í fótspor Svíanna? „Einhvern tímann þarf að koma að því að Ólafur Guðmundsson og fleiri fái að axla meiri ábyrgð og sýna hvort þeir séu alvöru landsliðsefni eða ekki. Síðan erum við með yngri leikmenn sem margir hverjir eru efnilegir. Við erum hugsanlega að lenda í sömu vandræðum og Svíar á sínum tíma þegar Stefan Lövgren og félagar hættu allir á einu bretti. Kynslóðin sem kom á eftir þeim hafði aldrei fengið að spila og vissi ekki hvað landsliðið var.“ Alfreð hefur eflaust sínar skoðanir á því hvað eigi að gera í landsliðsþjálfaramálum núna en vildi ekki blanda sér í þá umræðu.Vísir/GettyAllt á réttri leið hjá okkur Heima fyrir stendur Alfreð í ströngu við að verja Þýskalandsmeistaratitilinn. Hann er með mikið breytt lið og missti til að mynda Aron Pálmarsson og Filip Jicha frá félaginu. Þrátt fyrir það er lið hans í öðru sæti og aðeins tveim stigum á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen. „Ég hef fulla trú á því að við verðum í baráttunni allt til enda,“ segir Alfreð sem er þegar farinn að horfa til framtíðar og meðal annars búinn að tryggja sér þýska landsliðsmarkvörðinn Andreas Wolff og svo eru efnilegustu leikmenn Svíþjóðar og Austurríkis á leiðinni, þeir Lukas Nilsson og Nikola Bilyk. „Þetta er allt á góðri leið hjá okkur.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti