Íslensk bankalán í Noregi í hættu eftir nýtt bakslag Ingvar Haraldsson skrifar 20. janúar 2016 07:00 Norðmenn hafa lagt um 100 olíuþjónustuskipum vegna djúprar kreppu í greininni. fréttablaðið/ap Óvissa ríkir um samkomulag sem norska skipafélagið Havila Shipping hefur gert við lánardrottna sína eftir að fyrirtækið hætti við fundi sem fara áttu fram í dag með eigendum skuldabréfa Havila. Arion banki og Íslandsbanki hafa lánað fyrirtækinu átta milljarða íslenskra króna. Félagið sérhæfir sig í þjónustu við olíuleit en djúp kreppa ríkir í greininni. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, segir verulega hættu á að Havila Shipping verði gjaldþrota. Uppgefin ástæða samkomulagsins við lánardrottna, sem tilkynnt var um þann 5. janúar, var að núverandi tekjur félagsins dygðu ekki til þess að greiða af öllum lánum og ekki væri útlit fyrir að markaðsaðstæður myndu lagast á næstunni. Olíuverð hefur fallið um 74 prósent frá sumrinu 2014, um það leyti sem Arion banki lánaði fyrirtækinu 300 milljónir norskra króna, og stendur nú í tæplega 30 dollurum á tunnu. Íslandsbanki lánaði félaginu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013. Arion banki og Íslandsbanki hafa ekki viljað gefa upp hvaða veð, ef einhver, eru fyrir lánunum. Samkomulagið byggði á að lengt verði í lánum og afborgunum seinkað. Eigendur skuldabréfa sem Havila hafði gefið út þurfa að samþykkja að afborgunum af skuldabréfunum verði frestað og 200 milljónir norskra króna af nýju hlutafé verði lagt í félagið, jafnvirði 2,8 milljarða íslenskra króna, fyrir 15. mars. Þar af hyggst Sævik-fjölskyldan, stærsti eigandi félagsins, leggja félaginu til 102 milljónir norskra króna. Í tilkynningu til Norsku kauphallarinnar sagði að óvíst væri að skuldabréfaeigendurnir samþykktu samkomulagið og því hefði verið hætt við fundina. Engu að síður væri stefnt að því að ná samkomulagi fyrir 31. janúar næstkomandi. Hlutabréf í fyrirtækinu féllu um 8,9 prósent í gær og hafa fallið um 90 prósent síðasta árið. Félagið tapaði 88 milljónum norskra króna, jafnvirði 1,3 milljarða íslenskra króna, á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Bókfærðar eignir félagsins námu 120 milljörðum íslenskra króna í lok september. Skuldir félagsins námu þá 91 milljarði og eigið fé 29 milljörðum. Meginþorri eigna félagsins eru 28 skip, bókfærð á 108 milljarða króna. Ketill segir illmögulegt að koma skipunum í verð um þessar mundir en búið er að leggja um 100 olíuþjónustuskipum í Noregi, um 15 prósentum heildarflotans. Tengdar fréttir Norskt skipafélag í vanda: Milljarðalán íslensku bankanna í húfi Fyrirtækið á í rekstrarerfiðleikum og hefur fengið hefur lengt í lánum og seinkað afborgunum. Arion og Íslandsbanki hafa lánað fyrirtækinu 8 milljarða króna. 7. janúar 2016 07:15 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Óvissa ríkir um samkomulag sem norska skipafélagið Havila Shipping hefur gert við lánardrottna sína eftir að fyrirtækið hætti við fundi sem fara áttu fram í dag með eigendum skuldabréfa Havila. Arion banki og Íslandsbanki hafa lánað fyrirtækinu átta milljarða íslenskra króna. Félagið sérhæfir sig í þjónustu við olíuleit en djúp kreppa ríkir í greininni. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, segir verulega hættu á að Havila Shipping verði gjaldþrota. Uppgefin ástæða samkomulagsins við lánardrottna, sem tilkynnt var um þann 5. janúar, var að núverandi tekjur félagsins dygðu ekki til þess að greiða af öllum lánum og ekki væri útlit fyrir að markaðsaðstæður myndu lagast á næstunni. Olíuverð hefur fallið um 74 prósent frá sumrinu 2014, um það leyti sem Arion banki lánaði fyrirtækinu 300 milljónir norskra króna, og stendur nú í tæplega 30 dollurum á tunnu. Íslandsbanki lánaði félaginu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013. Arion banki og Íslandsbanki hafa ekki viljað gefa upp hvaða veð, ef einhver, eru fyrir lánunum. Samkomulagið byggði á að lengt verði í lánum og afborgunum seinkað. Eigendur skuldabréfa sem Havila hafði gefið út þurfa að samþykkja að afborgunum af skuldabréfunum verði frestað og 200 milljónir norskra króna af nýju hlutafé verði lagt í félagið, jafnvirði 2,8 milljarða íslenskra króna, fyrir 15. mars. Þar af hyggst Sævik-fjölskyldan, stærsti eigandi félagsins, leggja félaginu til 102 milljónir norskra króna. Í tilkynningu til Norsku kauphallarinnar sagði að óvíst væri að skuldabréfaeigendurnir samþykktu samkomulagið og því hefði verið hætt við fundina. Engu að síður væri stefnt að því að ná samkomulagi fyrir 31. janúar næstkomandi. Hlutabréf í fyrirtækinu féllu um 8,9 prósent í gær og hafa fallið um 90 prósent síðasta árið. Félagið tapaði 88 milljónum norskra króna, jafnvirði 1,3 milljarða íslenskra króna, á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Bókfærðar eignir félagsins námu 120 milljörðum íslenskra króna í lok september. Skuldir félagsins námu þá 91 milljarði og eigið fé 29 milljörðum. Meginþorri eigna félagsins eru 28 skip, bókfærð á 108 milljarða króna. Ketill segir illmögulegt að koma skipunum í verð um þessar mundir en búið er að leggja um 100 olíuþjónustuskipum í Noregi, um 15 prósentum heildarflotans.
Tengdar fréttir Norskt skipafélag í vanda: Milljarðalán íslensku bankanna í húfi Fyrirtækið á í rekstrarerfiðleikum og hefur fengið hefur lengt í lánum og seinkað afborgunum. Arion og Íslandsbanki hafa lánað fyrirtækinu 8 milljarða króna. 7. janúar 2016 07:15 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Norskt skipafélag í vanda: Milljarðalán íslensku bankanna í húfi Fyrirtækið á í rekstrarerfiðleikum og hefur fengið hefur lengt í lánum og seinkað afborgunum. Arion og Íslandsbanki hafa lánað fyrirtækinu 8 milljarða króna. 7. janúar 2016 07:15
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun