Viðskipti innlent

AGS spáir minnkandi hagvexti á árinu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Christine Lagarde er framkvæmdastjóri AGS.
Christine Lagarde er framkvæmdastjóri AGS. fréttablaðið/epa
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir árin 2016 og 2017 um 0,2 prósent frá síðustu spá sinni í október. AGS spáir því 3,4 prósenta hagvexti á árinu, en 3,6 prósenta hagvexti árið 2017. Þetta kemur fram í nýju World Economic Outlook.

Ástæða þess er meðal annars lægra hrávöruverð og minni hagvöxtur í Kína og í nýmarkaðsríkjum. AGS spáir því að hagvöxtur í Kína muni dragast saman og verða um 6,3 prósent á árinu sem er í takt við hagvaxtartölur frá Peking sem birtust í gær. Þar kom fram að hagvöxtur hefði ekki mælst minni í aldarfjórðung.

AGS telur að hagvöxtur komi til með að aukast í þróuðum löndum, en að miklir erfiðleikar séu framundan í nýmarkaðsríkjum. Sjóðurinn lækkar hagvaxtarspá sína mest í Brasilíu, þar sem því er spáð að hagvöxtur muni dragast saman um 3,5 prósent á árinu og enginn hagvöxtur verði á árinu 2017. Þetta ku vera vegna pólitískrar óvissu vegna rannsóknar á spillingu hjá olíufyrirtækinu Petrobras. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×