Viðskipti innlent

SVÞ: Heimilin myndu spara 33 þúsund á ári yrðu tollar á svína- og alifuglakjöt afnumdir

Atli Ísleifsson skrifar
Kjúklingakjöt.
Kjúklingakjöt. Vísir/Hari
Ávinningur heimilanna í landinu myndi nema rúmum 21 þúsund krónum á ári að jafnaði ef tollar af svína- og alifuglakjöti yrði lækkaðir um helming. Þetta er mat efnahagssviðs Samtala atvinnulífsins.

Væru tollarnir felldir niður að fullu myndi hvert heimili spara 32.938 krónur að meðaltali á ári.

Í tilkynningu frá Samtökum verslunar og þjónustu segir að neytendur beri umtalsverðan kostnað af verndartollunum og segir að íslenskir neytendur greiði alls um fjóra milljarða króna á ári vegna tollverndar á innflutt svína- og alifuglakjöti.

„Lækkun tollverndarinnar eða afnám hennar yrði veruleg kjarabót fyrir heimilin í landinu enda er alifuglakjöt vinsælasta kjöttegundin hérlendis með tæplega þriðjungs markaðshlutdeild. Sala svínakjöts er í þriðja sæti rétt á eftir lambakjöti en töluverð aukning hefur verið í sölu svínakjöts hérlendis að undanförnu og nam aukningin tæpum 12% á síðasta ári,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×