Körfubolti

Körfuboltakvöld: Jerome Hill, þú ert rekinn! | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Bandaríkjamaðurinn Jerome Hill hefur átt erfitt uppdráttar með Tindastóli í Domino's deildinni í körfubolta í vetur og í viðtali eftir tap Stólanna fyrir Þór Þorlákshöfn á fimmtudaginn sagði José Costa, þjálfari Tindastóls, það nánast berum orðum að Hill væri á förum.

„Við þurfum að gera eitthvað. Við þurfum einhvern til að hjálpa (Darrel) Lewis við stigaskorun, Pétri (Rúnari Birgissyni) í leikstjórnandastöðunni og fleira,“ sagði Costa í viðtali eftir leik.

„Jerome Hill, þú ert rekinn!“ var niðurstaða Fannars Ólafssonar í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn.

„Costa er bara að segja að sinn aðalmaður sé ekki nógu góður. Það er ekki séns að hann verði áfram,“ bætti Fannar við.

Strákarnir í Körfuboltakvöldi voru þó efins um þessa aðferð Costa, að segja Hill í raun upp í beinni.

„Þetta er fáránlegt,“ sagði Fannar og Jón Halldór Eðvaldsson bætti við: „Ég myndi ekki reka leikmanninn minn í beinni útsendingu.“

Umræðuna um Hill má sjá í heild sinni hér að ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.