Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2016 13:15 Svona gæti Brewdog-barinn í Reykjavík litið út. Vísir/Getty Forsvarsmenn skosku bruggsmiðjunnar Brewdog leita nú að íslenskum samstarfsaðilum til þess að opna svokallaðan Brewdog-bar í Reykjavík á árinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Brewdog þar sem áætlanir fyrir árið 2016 eru kunngjörðar. Stefnt er að því að opna fjölda nýrra Brewdog-bari víðsvegar um heiminn og er Reykjavík á lista yfir þær borgir sem Brewdog-menn vilja komast til. Leita forsvarsmenn Brewdog því að samstarfsaðilum til þess að opna slíkan bar í samvinnu með. Leita þeir eftir aðilum sem hafa góða þekkingu á Reykjavík, þekki bjórmenninguna og hvað sé nýjasta nýtt á hverjum tíma. Brewdog bruggar svokallaða handverksbjóra.Vísir/GettyViðkomandi þarf einnig að búa yfir reynslu í veitingageirunum og er það talinn kostur að hafa rekið bar. Síðast en ekki síst þarf tilvonandi samstarsfaðili að vera ástríðufullur varðandi handverksbjór (Craft-beer). Uppgangur Brewdog þykir vera með eindæmum Brewdog sérhæfir sig í handverksbjór sem samkvæmt skilgreiningu er bjór sem framleiddur er á bar, í örbrugghúsi eða svæðisbundinn bjór framleiddur í litlu magni. Brewdog er eitt af þekktari bruggsmiðjum heims sem sérhæfa sig í framleiðslu á slíkum bjórum og hefur unnið til fjölda verðlauna. Uppgangur Brewdog þykir vera með eindæmum en bruggsmiðjan var sett á laggirnar árið 2008 í Skotlandi. Á aðeins átta árum hefur Brewdog stofnað 43 bari víðsvegar um heiminn, allt frá Bretlandi til Brasilíu og er Brewdog orðið með stærri bruggsmiðjum sem sérhæfa sig í handverksbjór. Tengdar fréttir Skoskt brugghús vinnur keppni um sterkasta bjórinn Skoska brugghúsið BrewDog hefur sigrað þýskt brugghús í keppni um hvort þeirra geti framleitt sterkasta bjór í heimi. BrewDog hefur nú sett á markaðinn bjór sem er 41% að styrkleika og nefnir hann Sink the Bismarck. 16. febrúar 2010 14:10 115 milljónum safnað hjá Karolina Fund Fjármálastofnanir eru að byrja að veita pening inn í P2P út af því að endurgreiðslur reynast vera töluvert góðar. 17. september 2015 11:45 Forboðin freisting Anna Brynja Baldursdóttir bjóráhugakona segir mikið til af góðum jólabjórum sem hafi fest sig í sessi. Henni finnst gott að fá sér jólabjór til að hressa upp á bragðlaukana en fyndist ekki gaman ef hægt væri að fá þá í hverjum mánuði. 6. desember 2014 14:00 Mest lesið Ætlar að endurreisa Nice Air Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Sjá meira
Forsvarsmenn skosku bruggsmiðjunnar Brewdog leita nú að íslenskum samstarfsaðilum til þess að opna svokallaðan Brewdog-bar í Reykjavík á árinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Brewdog þar sem áætlanir fyrir árið 2016 eru kunngjörðar. Stefnt er að því að opna fjölda nýrra Brewdog-bari víðsvegar um heiminn og er Reykjavík á lista yfir þær borgir sem Brewdog-menn vilja komast til. Leita forsvarsmenn Brewdog því að samstarfsaðilum til þess að opna slíkan bar í samvinnu með. Leita þeir eftir aðilum sem hafa góða þekkingu á Reykjavík, þekki bjórmenninguna og hvað sé nýjasta nýtt á hverjum tíma. Brewdog bruggar svokallaða handverksbjóra.Vísir/GettyViðkomandi þarf einnig að búa yfir reynslu í veitingageirunum og er það talinn kostur að hafa rekið bar. Síðast en ekki síst þarf tilvonandi samstarsfaðili að vera ástríðufullur varðandi handverksbjór (Craft-beer). Uppgangur Brewdog þykir vera með eindæmum Brewdog sérhæfir sig í handverksbjór sem samkvæmt skilgreiningu er bjór sem framleiddur er á bar, í örbrugghúsi eða svæðisbundinn bjór framleiddur í litlu magni. Brewdog er eitt af þekktari bruggsmiðjum heims sem sérhæfa sig í framleiðslu á slíkum bjórum og hefur unnið til fjölda verðlauna. Uppgangur Brewdog þykir vera með eindæmum en bruggsmiðjan var sett á laggirnar árið 2008 í Skotlandi. Á aðeins átta árum hefur Brewdog stofnað 43 bari víðsvegar um heiminn, allt frá Bretlandi til Brasilíu og er Brewdog orðið með stærri bruggsmiðjum sem sérhæfa sig í handverksbjór.
Tengdar fréttir Skoskt brugghús vinnur keppni um sterkasta bjórinn Skoska brugghúsið BrewDog hefur sigrað þýskt brugghús í keppni um hvort þeirra geti framleitt sterkasta bjór í heimi. BrewDog hefur nú sett á markaðinn bjór sem er 41% að styrkleika og nefnir hann Sink the Bismarck. 16. febrúar 2010 14:10 115 milljónum safnað hjá Karolina Fund Fjármálastofnanir eru að byrja að veita pening inn í P2P út af því að endurgreiðslur reynast vera töluvert góðar. 17. september 2015 11:45 Forboðin freisting Anna Brynja Baldursdóttir bjóráhugakona segir mikið til af góðum jólabjórum sem hafi fest sig í sessi. Henni finnst gott að fá sér jólabjór til að hressa upp á bragðlaukana en fyndist ekki gaman ef hægt væri að fá þá í hverjum mánuði. 6. desember 2014 14:00 Mest lesið Ætlar að endurreisa Nice Air Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Sjá meira
Skoskt brugghús vinnur keppni um sterkasta bjórinn Skoska brugghúsið BrewDog hefur sigrað þýskt brugghús í keppni um hvort þeirra geti framleitt sterkasta bjór í heimi. BrewDog hefur nú sett á markaðinn bjór sem er 41% að styrkleika og nefnir hann Sink the Bismarck. 16. febrúar 2010 14:10
115 milljónum safnað hjá Karolina Fund Fjármálastofnanir eru að byrja að veita pening inn í P2P út af því að endurgreiðslur reynast vera töluvert góðar. 17. september 2015 11:45
Forboðin freisting Anna Brynja Baldursdóttir bjóráhugakona segir mikið til af góðum jólabjórum sem hafi fest sig í sessi. Henni finnst gott að fá sér jólabjór til að hressa upp á bragðlaukana en fyndist ekki gaman ef hægt væri að fá þá í hverjum mánuði. 6. desember 2014 14:00