Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum fær ekki hálfan milljarð endurgreiddan frá ríkinu Bjarki Ármannsson skrifar 25. janúar 2016 18:38 Vinnslustöðin stefndi íslenska ríkinu í maí árið 2014 og fór fram á að fá rúmar 500 milljónir króna endurgreiddar. Vísir/Óskar Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af kröfu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum um að sérstakt veiðigjald yrði dæmt ólöglegt. Vinnslustöðin stefndi ríkinu í maí árið 2014 og fór fram á að fá rúmar 500 milljónir króna endurgreiddar. Vinnslustöðin, sem gerir bæði út fiskiskip og fiskvinnslu, greiddi 704 milljónir króna í veiðigjald fyrir fiskveiðiárið 2012-2013. Þar af nam sérstakt veiðigjald 516 milljónum. Fyrirtækið krafðist þess að fá gjaldið endurgreitt á þeirri forsendu að það stangist á við ófrávíkjanleg ákvæði í stjórnarskránni. „Við teljum að álagningarreglurnar og aðferðin við skattheimtuna sé andstæð stjórnarskránni og reyndar sé skattlagningin svo stórfelld að hún feli í reynd í sér eignaupptöku sem er andstæð stjórnarskránni,“ sagði Ragnar H. Hall, lögmaður Vinnslustöðvarinnar, í viðtali við Vísi stuttu eftir þingfestingu málsins. Sagði hann jafnframt veiðigjaldið skattheimtu sem ætti sér engin fordæmi í íslenskri skattasögu. Sérstakt veiðigjald var í fyrsta sinn lagt á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fiskveiðiárið 2012-2013. Á því tímabili greiddu fyrirtækin 12,7 milljarða króna í veiðigjöld, þar af um átta milljarða vegna sérstaka veiðigjaldsins. Alþingi samþykkti svo árið 2013 frumvarp sjávarútvegsráðherra um talsverða lækkun veiðigjalda og eftir lagabreytingar í fyrra skiptast veiðigjöld ekki lengur í almennt og sérstakt veiðigjald. Tengdar fréttir Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin HB Grandi, kvótahæsta útgerðarfélag á Íslandi, greiddi meira en tvöfalt hærri upphæð í arð til eigenda sinna en félagið greiddi í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld Samherja Ísland námu 44 prósentum af arðgreiðslunum og veiðigjöld Síldarvinnslunnar í Neskaupst 21. nóvember 2014 07:00 Vinnslustöðin hefur stefnt fjármálaráðherra upp á hálfan milljarð Í tilkynningunni frá Vinnslustöðinni hf. segir að hið svokallað sérstaka veiðigjald sé „fordæmalaust mál í skattasögu hér á landi.“ Einnig er sagt að veiðigjaldið stangist á við „ófrávíkjanleg ákvæði í Stjórnarskrá Íslands“ 4. maí 2014 11:31 Vinnslustöðin telur sig vera með sterkt mál í höndunum Lögmaður Vinnslustöðvarinnar, sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sérstaka veiðigjaldsins, segir að gjaldið eigi sér engin fordæmi í skattasögu Íslands. Hann er sannfærður um að Vinnslustöðin hafi betur í réttarsal. 11. júní 2014 10:24 Milljarði minna í veiðigjöld nú en á síðasta ári Stærstu greiðendurnir eru skráði í Reykjavík og Vestmannaeyjum. 9. nóvember 2015 14:43 Veiðigjöld skiluðu ríkinu 7,7 milljörðum í tekjur Álögð veiðigjöld vegna fiskveiðiársins 2014/2015 nema 7,7 milljörðum króna, segir í frétt Fiskistofu. Veiðigjöld fiskveiðiársins á undan voru 9,2 milljarðar króna. 10. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Samstarf Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af kröfu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum um að sérstakt veiðigjald yrði dæmt ólöglegt. Vinnslustöðin stefndi ríkinu í maí árið 2014 og fór fram á að fá rúmar 500 milljónir króna endurgreiddar. Vinnslustöðin, sem gerir bæði út fiskiskip og fiskvinnslu, greiddi 704 milljónir króna í veiðigjald fyrir fiskveiðiárið 2012-2013. Þar af nam sérstakt veiðigjald 516 milljónum. Fyrirtækið krafðist þess að fá gjaldið endurgreitt á þeirri forsendu að það stangist á við ófrávíkjanleg ákvæði í stjórnarskránni. „Við teljum að álagningarreglurnar og aðferðin við skattheimtuna sé andstæð stjórnarskránni og reyndar sé skattlagningin svo stórfelld að hún feli í reynd í sér eignaupptöku sem er andstæð stjórnarskránni,“ sagði Ragnar H. Hall, lögmaður Vinnslustöðvarinnar, í viðtali við Vísi stuttu eftir þingfestingu málsins. Sagði hann jafnframt veiðigjaldið skattheimtu sem ætti sér engin fordæmi í íslenskri skattasögu. Sérstakt veiðigjald var í fyrsta sinn lagt á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fiskveiðiárið 2012-2013. Á því tímabili greiddu fyrirtækin 12,7 milljarða króna í veiðigjöld, þar af um átta milljarða vegna sérstaka veiðigjaldsins. Alþingi samþykkti svo árið 2013 frumvarp sjávarútvegsráðherra um talsverða lækkun veiðigjalda og eftir lagabreytingar í fyrra skiptast veiðigjöld ekki lengur í almennt og sérstakt veiðigjald.
Tengdar fréttir Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin HB Grandi, kvótahæsta útgerðarfélag á Íslandi, greiddi meira en tvöfalt hærri upphæð í arð til eigenda sinna en félagið greiddi í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld Samherja Ísland námu 44 prósentum af arðgreiðslunum og veiðigjöld Síldarvinnslunnar í Neskaupst 21. nóvember 2014 07:00 Vinnslustöðin hefur stefnt fjármálaráðherra upp á hálfan milljarð Í tilkynningunni frá Vinnslustöðinni hf. segir að hið svokallað sérstaka veiðigjald sé „fordæmalaust mál í skattasögu hér á landi.“ Einnig er sagt að veiðigjaldið stangist á við „ófrávíkjanleg ákvæði í Stjórnarskrá Íslands“ 4. maí 2014 11:31 Vinnslustöðin telur sig vera með sterkt mál í höndunum Lögmaður Vinnslustöðvarinnar, sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sérstaka veiðigjaldsins, segir að gjaldið eigi sér engin fordæmi í skattasögu Íslands. Hann er sannfærður um að Vinnslustöðin hafi betur í réttarsal. 11. júní 2014 10:24 Milljarði minna í veiðigjöld nú en á síðasta ári Stærstu greiðendurnir eru skráði í Reykjavík og Vestmannaeyjum. 9. nóvember 2015 14:43 Veiðigjöld skiluðu ríkinu 7,7 milljörðum í tekjur Álögð veiðigjöld vegna fiskveiðiársins 2014/2015 nema 7,7 milljörðum króna, segir í frétt Fiskistofu. Veiðigjöld fiskveiðiársins á undan voru 9,2 milljarðar króna. 10. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Samstarf Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin HB Grandi, kvótahæsta útgerðarfélag á Íslandi, greiddi meira en tvöfalt hærri upphæð í arð til eigenda sinna en félagið greiddi í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld Samherja Ísland námu 44 prósentum af arðgreiðslunum og veiðigjöld Síldarvinnslunnar í Neskaupst 21. nóvember 2014 07:00
Vinnslustöðin hefur stefnt fjármálaráðherra upp á hálfan milljarð Í tilkynningunni frá Vinnslustöðinni hf. segir að hið svokallað sérstaka veiðigjald sé „fordæmalaust mál í skattasögu hér á landi.“ Einnig er sagt að veiðigjaldið stangist á við „ófrávíkjanleg ákvæði í Stjórnarskrá Íslands“ 4. maí 2014 11:31
Vinnslustöðin telur sig vera með sterkt mál í höndunum Lögmaður Vinnslustöðvarinnar, sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sérstaka veiðigjaldsins, segir að gjaldið eigi sér engin fordæmi í skattasögu Íslands. Hann er sannfærður um að Vinnslustöðin hafi betur í réttarsal. 11. júní 2014 10:24
Milljarði minna í veiðigjöld nú en á síðasta ári Stærstu greiðendurnir eru skráði í Reykjavík og Vestmannaeyjum. 9. nóvember 2015 14:43
Veiðigjöld skiluðu ríkinu 7,7 milljörðum í tekjur Álögð veiðigjöld vegna fiskveiðiársins 2014/2015 nema 7,7 milljörðum króna, segir í frétt Fiskistofu. Veiðigjöld fiskveiðiársins á undan voru 9,2 milljarðar króna. 10. nóvember 2015 07:00