Viðskipti innlent

Tuttugu málum vísað til FME árið 2015

Sæunn Gísladóttir skrifar
Kauphöllin afgreiddi færri eftirlitsmál árið 2015 en 2014.
Kauphöllin afgreiddi færri eftirlitsmál árið 2015 en 2014.
Á síðastliðnu ári afgreiddi Kauphöllin sextíu og sjö eftirlitsmál, þar af var tuttugu ábendingum vísað til Fjármálaeftirlitsins (FME), segir í tilkynningu.

Kauphöllin afgreiddi mun færri mál en árið 2014 þegar áttatíu og níu mál voru afgreidd, fleiri ábendingar voru þó sendar til FME, en fimmtán ábendingar voru sendar til FME árið 2014.

Þremur málum var vísað til Viðurlaganefndar Kauphallarinnar til frekari meðferðar árið 2015. Einu þeirra var lokið með opinberri áminningu og févíti en beðið er eftir úrskurði Viðurlaganefndar í hinum tveimur.

Af málunum 67, afgreiddi Kauphöllin 49 mál vegna gruns um brot á reglum um upplýsingagjöf félaga á markaði („upplýsingarskyldueftirlit") en 20 mál sem lutu að viðskiptum með verðbréf („viðskiptaeftirlit"). 

Í upplýsingaskyldueftirliti voru 21 mál afgreidd með athugasemd og sex málum lokið með óopinberri áminningu. Tvö mál voru afgreidd með opinberri áminningu og févíti. Sjö málum var vísað til FME til frekari skoðunar. Alls var 19 málum lokið án aðgerða.

Af þeim málum sem lutu að viðskiptum með verðbréf voru tvö mál afgreidd með athugasemd.  Eitt mál var afgreitt með óopinberri áminningu. 13 málum var vísað til FME til frekari skoðunar. Fimm málum var lokið án aðgerða.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×