Tíminn í ráðuneytinu verður rifjaður upp í heita pottinum jón hákon halldórsson skrifar 27. janúar 2016 08:00 Matthías Páll Imsland segir að vinnan í kringum Íbúðalánasjóð hafi bæði verið stórt og áhugavert verkefni. vísir/ernir „Þetta er auðvitað feikilega spennandi verkefni. Við erum komin á seinni helming kjörtímabilsins og það eru enn mörg brýn úrlausnarefni sem blasa við okkur Íslendingum og sem ríkisstjórnin hyggst taka á,“ segir Matthías Páll Imsland. Matthías hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hann var áður í velferðarráðuneytinu hjá Eygló Harðardóttur. „Það kom fram hjá forsætisráðherra þegar hann réð mig að hann vill setja enn meiri kraft í að klára þau verkefni sem koma fram í stjórnarsáttmálanum auk annarra sem unnið hefur verið að hjá ríkisstjórninni,“ segir Matthías og bætir því við að eitt af stóru málunum akkúrat núna séu húsnæðismálin. „Og ég þekki það úr mínu fyrra starfi að mikil vinna hefur verið lögð í þær tillögur og að þær munu hafa mikil og jákvæð áhrif á framboðið af hagstæðu húsnæði. Stórir hópar eru með húsnæðiskostnað sem er allt of hátt hlutfall af þeirra tekjum. Þarna geta stjórnvöld komið til móts við fólk enda er húsnæði grunnþörf og það hvernig þeim málum er háttað hefur mikil áhrif á lífsgæði fólksins í landinu. Matthías segist hlakka mikið til að vinna í forsætisráðuneytinu. „Það eru ekki margir sem fá að starfa svo nálægt þar sem stærstu ákvarðanir um þjóðarhag eru teknar. Maður á eftir að rifja þetta upp þegar maður situr í heita pottinum á gamals aldri og spjallar við aðra pottverja um landsmálin. Sú tilhugsun ýtir líka við manni að reyna að gera vel. Ég held að allir sem taka að sér störf á þessum vettvangi vilji geta litið stoltir um öxl,“ segir Matthías. Matthías lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni, BA-prófi frá Háskóla Íslands í stjórnmálafræði og síðar MS-prófi frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Áður en hann hóf störf í velferðarráðuneytinu vann hann sem ráðgjafi fyrir erlend fyrirtæki á sviði framtaksfjárfestinga. Þar áður var Matthías framkvæmdastjóri rekstrarsviðs flugfélagsins WOW-air og fyrir stofnun þess var hann forstjóri Iceland Express. Hann segist ekki geta gert upp á milli þess að vinna í einkageiranum og hjá hinu opinbera. „Það er þannig að þetta er mjög ólíkt en hvort tveggja skemmtilegt á sinni hátt. Þau verkefni sem ég hef verið með hjá hinu opinbera hafa verið með þeim hætti að þau hafa verið áhugaverð og krefjandi,“ segir Matthías. Hann tekur sem dæmi vinnuna í kringum Íbúðalánasjóð sem hafi verið bæði stórt og áhugavert verkefni. „En jafnvel þó að ég búist við að Sigmundur haldi áfram sem forsætisráðherra og telji að þjóðin hafi þörf fyrir það, þá finnst mér líklegra að framtíð mín liggi í einkageiranum.“ Áhugamál Matthíasar eru fótbolti og svo reynir hann að fara í ræktina á hverjum degi. Hann hefur mikinn áhuga á hreyfingu og að vera í náttúrunni. Matthías á hund sem heitir Sunna sem hann segir alveg stórkostlegan karakter. „Reyndar enda göngutúrarnir oft með að ég þarf að halda á henni heim,“ segir hann. Kona Matthíasar heitir Sóley Ragnarsdóttir og er lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu. Matthías og Sóley eiga samtals fimm börn á aldrinum 7 til tæplega 15 ára. „Það er oft mikið fjör en ég er mikill pabbi og elska að eyða tíma með börnunum mínum.“ Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Þetta er auðvitað feikilega spennandi verkefni. Við erum komin á seinni helming kjörtímabilsins og það eru enn mörg brýn úrlausnarefni sem blasa við okkur Íslendingum og sem ríkisstjórnin hyggst taka á,“ segir Matthías Páll Imsland. Matthías hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hann var áður í velferðarráðuneytinu hjá Eygló Harðardóttur. „Það kom fram hjá forsætisráðherra þegar hann réð mig að hann vill setja enn meiri kraft í að klára þau verkefni sem koma fram í stjórnarsáttmálanum auk annarra sem unnið hefur verið að hjá ríkisstjórninni,“ segir Matthías og bætir því við að eitt af stóru málunum akkúrat núna séu húsnæðismálin. „Og ég þekki það úr mínu fyrra starfi að mikil vinna hefur verið lögð í þær tillögur og að þær munu hafa mikil og jákvæð áhrif á framboðið af hagstæðu húsnæði. Stórir hópar eru með húsnæðiskostnað sem er allt of hátt hlutfall af þeirra tekjum. Þarna geta stjórnvöld komið til móts við fólk enda er húsnæði grunnþörf og það hvernig þeim málum er háttað hefur mikil áhrif á lífsgæði fólksins í landinu. Matthías segist hlakka mikið til að vinna í forsætisráðuneytinu. „Það eru ekki margir sem fá að starfa svo nálægt þar sem stærstu ákvarðanir um þjóðarhag eru teknar. Maður á eftir að rifja þetta upp þegar maður situr í heita pottinum á gamals aldri og spjallar við aðra pottverja um landsmálin. Sú tilhugsun ýtir líka við manni að reyna að gera vel. Ég held að allir sem taka að sér störf á þessum vettvangi vilji geta litið stoltir um öxl,“ segir Matthías. Matthías lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni, BA-prófi frá Háskóla Íslands í stjórnmálafræði og síðar MS-prófi frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Áður en hann hóf störf í velferðarráðuneytinu vann hann sem ráðgjafi fyrir erlend fyrirtæki á sviði framtaksfjárfestinga. Þar áður var Matthías framkvæmdastjóri rekstrarsviðs flugfélagsins WOW-air og fyrir stofnun þess var hann forstjóri Iceland Express. Hann segist ekki geta gert upp á milli þess að vinna í einkageiranum og hjá hinu opinbera. „Það er þannig að þetta er mjög ólíkt en hvort tveggja skemmtilegt á sinni hátt. Þau verkefni sem ég hef verið með hjá hinu opinbera hafa verið með þeim hætti að þau hafa verið áhugaverð og krefjandi,“ segir Matthías. Hann tekur sem dæmi vinnuna í kringum Íbúðalánasjóð sem hafi verið bæði stórt og áhugavert verkefni. „En jafnvel þó að ég búist við að Sigmundur haldi áfram sem forsætisráðherra og telji að þjóðin hafi þörf fyrir það, þá finnst mér líklegra að framtíð mín liggi í einkageiranum.“ Áhugamál Matthíasar eru fótbolti og svo reynir hann að fara í ræktina á hverjum degi. Hann hefur mikinn áhuga á hreyfingu og að vera í náttúrunni. Matthías á hund sem heitir Sunna sem hann segir alveg stórkostlegan karakter. „Reyndar enda göngutúrarnir oft með að ég þarf að halda á henni heim,“ segir hann. Kona Matthíasar heitir Sóley Ragnarsdóttir og er lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu. Matthías og Sóley eiga samtals fimm börn á aldrinum 7 til tæplega 15 ára. „Það er oft mikið fjör en ég er mikill pabbi og elska að eyða tíma með börnunum mínum.“
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira