Telja markaðsvirði N1 milljarði of hátt jón hákon halldórsson skrifar 27. janúar 2016 08:00 Á meðal helstu áhættuþátta í rekstri N1 er gengisáhætta. vísir/valli Mat Capacent á virði olíufélagsins N1 er einum milljarði lægra en markaðsvirði félagsins var við lokun markaða í gær. Samkvæmt verðmati Capacent er virði félagsins 15,37 milljarðar króna. Markaðsvirði félagsins, þegar matið var gert, var 16,57 milljarðar en 16,38 milljarðar í gær. Capacent segir að vöxtur og hagnaður til framtíðar séu lykilatriði við mat á virði félagsins. „Vöxtur með núverandi viðskiptamódeli verður að teljast frekar ólíklegur. Aukinn hagnaður getur orðið til með verulegri lækkun á kostnaði eða þá að, og kannski líklegar, við áherslubreytingar varðandi vörur og viðskiptavini,“ segir í verðmatinu. Þá segir að margt bendi til þess að framtíðin í sölu á jarðefnaeldsneyti, ekki síst fyrir bifreiðar, sé ekki björt. Þó ekki séu miklar breytingar í vændum á allra næstu árum. Capacent segir að veruleg óvissa ríki um hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir félagið. Hæfileiki til að takast á við breyttar aðstæður verði lykilatriði fyrir framtíð félagsins. Í verðmati Capacent segir að árið 2014 hafi markaðshlutdeild N1 á eldsneytismarkaði á Íslandi verið 37%. Helstu samkeppnisaðilar séu Olís, Skeljungur og Atlantsolía. „Samkeppnisumhverfið gæti þó breyst fljótlega þar sem tvær smásölukeðjur, Costco og Kaupás, hafa lýst yfir áhuga á að selja eldsneyti til bifreiða við útsölustaði sína.“ Á meðal helstu áhættuþátta í rekstri félagsins segir Capacent að sé gjaldeyrisáhætta. Eldsneyti er keypt í bandarískum dollurum en að mestu selt í íslenskum krónum. Þessari áhættu sé mætt með sérstökum samningum og lágri birgðastöðu. „Sveiflur í eldsneytisverði skapa einnig áhættu sem öðru fremur er háð stærð og aldri birgða. En þrátt fyrir töluverð skammtímaáhrif eru sveiflur í verði á gjaldeyri og eldsneyti ekki líklegar til að hafa veruleg langtímaáhrif á reksturinn,“ segir í matinu. Það sé þó vert að geta þess að téðar sveiflur geti haft veruleg áhrif á hagnaðarhlutföll með þeim afleiðingum að samanburður milli ára getur verið verulega skakkur. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Mat Capacent á virði olíufélagsins N1 er einum milljarði lægra en markaðsvirði félagsins var við lokun markaða í gær. Samkvæmt verðmati Capacent er virði félagsins 15,37 milljarðar króna. Markaðsvirði félagsins, þegar matið var gert, var 16,57 milljarðar en 16,38 milljarðar í gær. Capacent segir að vöxtur og hagnaður til framtíðar séu lykilatriði við mat á virði félagsins. „Vöxtur með núverandi viðskiptamódeli verður að teljast frekar ólíklegur. Aukinn hagnaður getur orðið til með verulegri lækkun á kostnaði eða þá að, og kannski líklegar, við áherslubreytingar varðandi vörur og viðskiptavini,“ segir í verðmatinu. Þá segir að margt bendi til þess að framtíðin í sölu á jarðefnaeldsneyti, ekki síst fyrir bifreiðar, sé ekki björt. Þó ekki séu miklar breytingar í vændum á allra næstu árum. Capacent segir að veruleg óvissa ríki um hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir félagið. Hæfileiki til að takast á við breyttar aðstæður verði lykilatriði fyrir framtíð félagsins. Í verðmati Capacent segir að árið 2014 hafi markaðshlutdeild N1 á eldsneytismarkaði á Íslandi verið 37%. Helstu samkeppnisaðilar séu Olís, Skeljungur og Atlantsolía. „Samkeppnisumhverfið gæti þó breyst fljótlega þar sem tvær smásölukeðjur, Costco og Kaupás, hafa lýst yfir áhuga á að selja eldsneyti til bifreiða við útsölustaði sína.“ Á meðal helstu áhættuþátta í rekstri félagsins segir Capacent að sé gjaldeyrisáhætta. Eldsneyti er keypt í bandarískum dollurum en að mestu selt í íslenskum krónum. Þessari áhættu sé mætt með sérstökum samningum og lágri birgðastöðu. „Sveiflur í eldsneytisverði skapa einnig áhættu sem öðru fremur er háð stærð og aldri birgða. En þrátt fyrir töluverð skammtímaáhrif eru sveiflur í verði á gjaldeyri og eldsneyti ekki líklegar til að hafa veruleg langtímaáhrif á reksturinn,“ segir í matinu. Það sé þó vert að geta þess að téðar sveiflur geti haft veruleg áhrif á hagnaðarhlutföll með þeim afleiðingum að samanburður milli ára getur verið verulega skakkur.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira