Gera ekki athugasemdir við endurreisn sparisjóða Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2016 13:43 Landsbankinn tók yfir sparisjóði Bolungarvíkur, Svarfdæla og Þórshafnar. Vísir/Pjetur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að gera ekki athugasemdir við tilraunir sem íslensk stjórnvöld gerðu til að endurreisa Sparisjóð Norðurlands og þrjá forvera hans, Sparisjóði Bolungarvíkur, Svarfdæla og Þórshafnar. Þær aðgerðir sem farið var í skiluðu ekki þeim árangri sem að var stefnt. Ekki náðist samkomulag við fjárfesta um að leggja sjóðnum til nýtt eigið fé og tók Landsbankinn sjóðinn yfir þann 7. september. „Það er miður að endurskipulagning sparisjóða á Íslandi hefur tekið mun lengri tíma og skilað minni árangri en stjórnvöld gerðu ráð fyrir. Smærri bankar á íslenskum fjármálamarkaði geta haft jákvæð áhrif á samkeppni. Því hefur Eftirlitsstofnun EFTA sýnt viðleitni íslenskra stjórnvalda til að endurreisa sparisjóði skilning. Í ljósi þess að tilraunir til að endurreisa Sparisjóð Norðurlands hafa nú mistekist er mikilvægt að íslensk stjórnvöld leiti allra leiða til að viðhalda virkri samkeppni í innlendri bankastarfsemi,“ segir Sven Erik Svedman, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA í tilkynningu frá stofnuninni. Upprunalega var ríkisaðstoðin veitt í júní og í desember 2010 var samþykkt tímabundið sem hluti af áætlun um að tryggja rekstur fimm smærri sparisjóða. Samkvæmt tilkynningunni var forsenda samþykkis ESA að lagðar yrðu fram áætlanir um endurskipulagningu sparisjóðanna. „Skil áætlana þess efnis töfðust og frestuðust ítrekað. Að lokum kom í ljós að ekki tókst að endurskipuleggja Sparisjóð Norðurlands þannig að rekstur hans yrði lífvænlegur á ný.“ Vegna yfirtöku Landsbankans á Sparisjóði Norðurlands er óþarft að meta hvort ráðstafanir sem gripið var til hefðu tryggt rekstrarhæfi sparisjóðsins til langs tíma. „Að öðru leyti hefur ESA lagt mat á ráðstafanirnar með hliðsjón af leiðbeinandi reglum stofnunarinnar um ríkisaðstoð við endurreisn fjármálafyrirtækja. Að mati ESA lögðu eigendur sparisjóðanna og lánardrottnar þeirra fram hæfilegt framlag til endurskipulagningarinnar. Samkeppnisröskun vegna aðstoðarinnar er lítil og áhrif á viðskipti milli aðildarríkja EES-samningsins óveruleg. Í ljósi þessa hefur ESA ákveðið að samþykkja ráðstafanirnar þótt í þeim felist ekki aðgerðir til að draga úr röskun á samkeppni.“ Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að gera ekki athugasemdir við tilraunir sem íslensk stjórnvöld gerðu til að endurreisa Sparisjóð Norðurlands og þrjá forvera hans, Sparisjóði Bolungarvíkur, Svarfdæla og Þórshafnar. Þær aðgerðir sem farið var í skiluðu ekki þeim árangri sem að var stefnt. Ekki náðist samkomulag við fjárfesta um að leggja sjóðnum til nýtt eigið fé og tók Landsbankinn sjóðinn yfir þann 7. september. „Það er miður að endurskipulagning sparisjóða á Íslandi hefur tekið mun lengri tíma og skilað minni árangri en stjórnvöld gerðu ráð fyrir. Smærri bankar á íslenskum fjármálamarkaði geta haft jákvæð áhrif á samkeppni. Því hefur Eftirlitsstofnun EFTA sýnt viðleitni íslenskra stjórnvalda til að endurreisa sparisjóði skilning. Í ljósi þess að tilraunir til að endurreisa Sparisjóð Norðurlands hafa nú mistekist er mikilvægt að íslensk stjórnvöld leiti allra leiða til að viðhalda virkri samkeppni í innlendri bankastarfsemi,“ segir Sven Erik Svedman, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA í tilkynningu frá stofnuninni. Upprunalega var ríkisaðstoðin veitt í júní og í desember 2010 var samþykkt tímabundið sem hluti af áætlun um að tryggja rekstur fimm smærri sparisjóða. Samkvæmt tilkynningunni var forsenda samþykkis ESA að lagðar yrðu fram áætlanir um endurskipulagningu sparisjóðanna. „Skil áætlana þess efnis töfðust og frestuðust ítrekað. Að lokum kom í ljós að ekki tókst að endurskipuleggja Sparisjóð Norðurlands þannig að rekstur hans yrði lífvænlegur á ný.“ Vegna yfirtöku Landsbankans á Sparisjóði Norðurlands er óþarft að meta hvort ráðstafanir sem gripið var til hefðu tryggt rekstrarhæfi sparisjóðsins til langs tíma. „Að öðru leyti hefur ESA lagt mat á ráðstafanirnar með hliðsjón af leiðbeinandi reglum stofnunarinnar um ríkisaðstoð við endurreisn fjármálafyrirtækja. Að mati ESA lögðu eigendur sparisjóðanna og lánardrottnar þeirra fram hæfilegt framlag til endurskipulagningarinnar. Samkeppnisröskun vegna aðstoðarinnar er lítil og áhrif á viðskipti milli aðildarríkja EES-samningsins óveruleg. Í ljósi þessa hefur ESA ákveðið að samþykkja ráðstafanirnar þótt í þeim felist ekki aðgerðir til að draga úr röskun á samkeppni.“
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun