Fallist á tveggja milljarða kröfu Williams-liðsins í þrotabú Glitnis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. janúar 2016 18:49 Valtteri Bottas, ökumaður Williams, á fleygiferð. Fallist hefur verið á kröfu liðsins í þrotabú Glitnis. vísir/getty Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, frá 13. nóvember síðasta árs, þar sem krafa Williams Formúlu 1 liðsins í þrotabú Glitnis var viðurkennd sem almenn krafa í skilningi laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Krafan nemur tveimur milljörðum króna og rúmum 54 milljónum betur. Árið 2004 hafði Hamleys verslunarkeðjan, sem þá var í eigu Baugs Group, gert styrktarsamning við Williams-liðið. Tveir ökumanna liðsins, þeir Mark Webber og Nico Rosberg, komu síðar til landsins en sá síðarnefndi ók Formúlu 1 bíl sínum meðal annars fyrir utan Smáralind árið 2007.Jón Ásgeir Jóhannessonvísir/hörðurSama ár hafði Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, í hyggju að koma á fót nýju liði í Formúlu 1. Stjórnendum Williams leist ekki á að styrktaraðili liðsins hyrfi á braut og í ágúst 2007 náði Adam Parr, stjórnarformaður liðsins, að sannfæra Jón Ásgeir um að félag á hans vegum myndi frekar fjárfesta í Williams. Þann 26. ágúst 2008 gerði Glitnir samning við Sport Investments ehf., Baug Group hf. og Jón Ásgeir Jóhannesson um að bankinn veitti ábyrgð í tengslum við tvo samninga fyrrnefndra félaga og Williams-liðsins. SI ehf. var í eigu Baugs hf., Baugs Group hf. og Jóns Ásgeirs. Var þar um að ræða kaup SI ehf. á tíu prósenta hlut í liðinu, upphaflega var ráðgert að SI ehf. keypti fjörutíu prósenta hlut fyrir 45 milljónir punda, auk styrktarsamnings sama félags og Jóns Ásgeirs við liðið. Upphæð styrktarsamningsins nam sautján milljónum punda og var langstærsti styrktarsamningur Williams-liðsins á þeim tíma. Ekkert varð af fyrirhugum hlutafjárkaupum.Sjá einnig: Þúsundir fylgdust með Rosberg í Smáralind Fyrir dómi byggði Williams liðið á áðurnefndri bankaábyrgð sem undirrituð var af Lárusi Welding þáveradi bankastjóra hans. Samkvæmt ábyrgðinni skuldbatt Glitnir sig til að greiða 10.750.000 pund vegna kostunarsamningsins kæmi til vanefnda af hálfu SI ehf. Glitnir gerði hins vegar kröfu um ógildingu og riftun ábyrgðarinnar og hafnaði öllum málsástæðum liðsins. Fyrrnefnda krafan var meðal annars studd þeim rökum að þeir sem koma fram fyrir hönd félags, í þessu tilfelli Glitnis, megi ekki gera ráðstafanir sem séu fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins í heild. Greinilegt hafi verið að tilgangur ábyrgðarinnar hafi verið að afla Jóni Ásgeiri og Baugi Group hf. hagmuna á kostnað bankans. Í dómi Hæstaréttar var tekið fram að um tvo aðskilda löggerninga, styrktarsamninginn og ábyrgðina, hafi verið að ræða. Þótt yfirlýsing um ábyrgðina hafi verið gefin á grundvelli samningsins hafi engin slík tengsl staðið milli þeirra sem gæti valdið því að annmarkar á samningnum, ógilding hans eða riftun hefðu sjálfkrafa áhrif á gildi yfirlýsingarinnar. Þá var ekki fallist á að ástæða væri til að rifta samningnum eða að ógildingarástæður samningalaga ættu við. Krafa Williams var því viðurkennd. Að auki þarf bankinn að greiða málskostnað í héraði og Hæstarétti sem nemur rúmur sjö milljónum króna. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, frá 13. nóvember síðasta árs, þar sem krafa Williams Formúlu 1 liðsins í þrotabú Glitnis var viðurkennd sem almenn krafa í skilningi laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Krafan nemur tveimur milljörðum króna og rúmum 54 milljónum betur. Árið 2004 hafði Hamleys verslunarkeðjan, sem þá var í eigu Baugs Group, gert styrktarsamning við Williams-liðið. Tveir ökumanna liðsins, þeir Mark Webber og Nico Rosberg, komu síðar til landsins en sá síðarnefndi ók Formúlu 1 bíl sínum meðal annars fyrir utan Smáralind árið 2007.Jón Ásgeir Jóhannessonvísir/hörðurSama ár hafði Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, í hyggju að koma á fót nýju liði í Formúlu 1. Stjórnendum Williams leist ekki á að styrktaraðili liðsins hyrfi á braut og í ágúst 2007 náði Adam Parr, stjórnarformaður liðsins, að sannfæra Jón Ásgeir um að félag á hans vegum myndi frekar fjárfesta í Williams. Þann 26. ágúst 2008 gerði Glitnir samning við Sport Investments ehf., Baug Group hf. og Jón Ásgeir Jóhannesson um að bankinn veitti ábyrgð í tengslum við tvo samninga fyrrnefndra félaga og Williams-liðsins. SI ehf. var í eigu Baugs hf., Baugs Group hf. og Jóns Ásgeirs. Var þar um að ræða kaup SI ehf. á tíu prósenta hlut í liðinu, upphaflega var ráðgert að SI ehf. keypti fjörutíu prósenta hlut fyrir 45 milljónir punda, auk styrktarsamnings sama félags og Jóns Ásgeirs við liðið. Upphæð styrktarsamningsins nam sautján milljónum punda og var langstærsti styrktarsamningur Williams-liðsins á þeim tíma. Ekkert varð af fyrirhugum hlutafjárkaupum.Sjá einnig: Þúsundir fylgdust með Rosberg í Smáralind Fyrir dómi byggði Williams liðið á áðurnefndri bankaábyrgð sem undirrituð var af Lárusi Welding þáveradi bankastjóra hans. Samkvæmt ábyrgðinni skuldbatt Glitnir sig til að greiða 10.750.000 pund vegna kostunarsamningsins kæmi til vanefnda af hálfu SI ehf. Glitnir gerði hins vegar kröfu um ógildingu og riftun ábyrgðarinnar og hafnaði öllum málsástæðum liðsins. Fyrrnefnda krafan var meðal annars studd þeim rökum að þeir sem koma fram fyrir hönd félags, í þessu tilfelli Glitnis, megi ekki gera ráðstafanir sem séu fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins í heild. Greinilegt hafi verið að tilgangur ábyrgðarinnar hafi verið að afla Jóni Ásgeiri og Baugi Group hf. hagmuna á kostnað bankans. Í dómi Hæstaréttar var tekið fram að um tvo aðskilda löggerninga, styrktarsamninginn og ábyrgðina, hafi verið að ræða. Þótt yfirlýsing um ábyrgðina hafi verið gefin á grundvelli samningsins hafi engin slík tengsl staðið milli þeirra sem gæti valdið því að annmarkar á samningnum, ógilding hans eða riftun hefðu sjálfkrafa áhrif á gildi yfirlýsingarinnar. Þá var ekki fallist á að ástæða væri til að rifta samningnum eða að ógildingarástæður samningalaga ættu við. Krafa Williams var því viðurkennd. Að auki þarf bankinn að greiða málskostnað í héraði og Hæstarétti sem nemur rúmur sjö milljónum króna.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira