Halldór Bjarkar: Sameiginleg ákvörðun að hætta ingvar haraldsson skrifar 28. janúar 2016 11:52 Halldór Bjarkar Lúðvígsson lætur af störfum hjá Arion. „Þetta var samkomulag milli mín og Höskuldar [Ólafssonar, bankastjóra Arion banka],“ Halldór Bjarkar Lúðvígsson, fráfarandi framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion banka um starfslok sín hjá bankanum sem tilkynnt voru starfsmönnum í morgun. „Ég var ráðinn inn í bankann hér upphaflega í janúar 2010 til að sinna þessum úrlausnarmálum og þau hafa fylgt mér alla tíð.“ segir Halldór Bjarkar og vísar þar til eigna sem Arion banka féllu í skaut í kjölfar bankahrunsins. „Ástæðan fyrir að þetta gerist núna er á mánudaginn var tilkynnt um söluna á Bakkavör sem er eitt af stóru sem ég hef verið að sinna og þá var annað hvort að fara í önnur mál innan bankans eða breyta til og ég tók þá ákvörðun að breyta til,“ segir Halldór Bjarkar. „Það voru kaflaskil þannig að þetta er búið að eiga sér svolítinn aðdraganda. Þegar þetta kláraðist núna var tekin sú ákvörðun að breyta til.“Fyrrum stjórendur Kaupþings hafa borið Halldór Bjarkar þungum sökumvísir/stefánStarfslokin ótengd hrunmálumHalldór Bjarkar segir starfslok hans ótengd dómsmálum gegn fyrrum stjórnendum Kaupþings þar sem hann hefur verið lykilvitni ákæruvaldsins. Um tilviljun sé að ræða að sölunni á Bakkavör hafi lokið í sömu viku og dómur í Chesterfield málinu svokallað, gegn fyrrum stjórnendum Kaupþings, hafi verið kveðinn upp. „Þau mál tengjast þessu ekki neitt og komu aldrei til umræðu.“ Sýknudómur Héraðsdóms í því máli var kveðinn upp á þriðjudaginn. Í dómnum var Halldór Bjarkar sagður hafa verið óstöðugur í skýrslum sem hann gaf í málinu, annars vegar undir rannsókn málsins og hins vegar fyrir dómi. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur einnig Halldór Bjarkar um innherjasvik þegar hann seldi bréf í Kaupþingi fáeinum dögum áður en bankinn féll. Halldór Bjarkar hefur ítrekað hafnað ásökunum.Telur eignasölu hafa tekist velHalldór Bjarkar telur að vel hafi tekist til með að selja hluti bankans í óskyldum rekstri. „Með þessum sölum á Klakka og Bakkavör er bankinn búinn að losa sig nokkurn vegin við þau fyrirtæki sem hann endaði með eftir kreppuna 2008. Heilt yfir held ég að þetta hafi gengið vel þó þetta hafi tekið tíma og verið erfitt.“ Sum málanna hafa verið umdeild. Bankinn seldi til að mynda 10 prósenta hlut í Símanum fyrir útboð í október á lægra verði en fékkst í útboðinu. Þá seldi Arion banki 34 prósenta hlut í Högum til félagsins Búvalla árið 2011 á 4,1 milljarð króna í opnu útboði með valrétt á 10 prósent til viðbótar sem var nýttur. Virði hlutarins hækkaði töluvert í kjölfarið og er í dag metinn á um 18 milljarða króna. Búvellir voru meðal annars í eigu fjárfestanna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar sem voru einnig hluti af hópnum sem keypti í Símanum fyrir útboð. Þá var Arion banki sektaður af Fjármálaeftirlitinu í desember síðastliðnum vegna sölu á hlutum í Högum í febrúar árið 2014. Halldór Bjarkar vill ekki gefa upp um hvað taki við næst hjá honum. „Það eru tíu ár síðan ég breytti um starfsvettvang síðast þannig að það var kannski kominn tími á breytingar.“ Tengdar fréttir Halldór Bjarkar hættir hjá Arion Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion, mun láta af störfum hjá bankanum á næstu dögum. Þetta staðfestir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion, í samtali við Vísi. Ákvörðunin var tilkynnt í morgun. 28. janúar 2016 09:39 Hafa grætt 410 milljónir á Símabréfum Valdir viðskiptavinir Arion banka sem fengu að kaupa 5 prósenta hlut í Símanum skömmu fyrir skráningu geta selt hlut sinn á morgun. 14. janúar 2016 07:00 FME sektar Arion um 30 milljónir Fjármálaeftirlitið hefur sektað Arion banka um þrjátíu milljónir króna vegna brots á verðbréfaviðskiptum. 4. desember 2015 14:56 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Þetta var samkomulag milli mín og Höskuldar [Ólafssonar, bankastjóra Arion banka],“ Halldór Bjarkar Lúðvígsson, fráfarandi framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion banka um starfslok sín hjá bankanum sem tilkynnt voru starfsmönnum í morgun. „Ég var ráðinn inn í bankann hér upphaflega í janúar 2010 til að sinna þessum úrlausnarmálum og þau hafa fylgt mér alla tíð.“ segir Halldór Bjarkar og vísar þar til eigna sem Arion banka féllu í skaut í kjölfar bankahrunsins. „Ástæðan fyrir að þetta gerist núna er á mánudaginn var tilkynnt um söluna á Bakkavör sem er eitt af stóru sem ég hef verið að sinna og þá var annað hvort að fara í önnur mál innan bankans eða breyta til og ég tók þá ákvörðun að breyta til,“ segir Halldór Bjarkar. „Það voru kaflaskil þannig að þetta er búið að eiga sér svolítinn aðdraganda. Þegar þetta kláraðist núna var tekin sú ákvörðun að breyta til.“Fyrrum stjórendur Kaupþings hafa borið Halldór Bjarkar þungum sökumvísir/stefánStarfslokin ótengd hrunmálumHalldór Bjarkar segir starfslok hans ótengd dómsmálum gegn fyrrum stjórnendum Kaupþings þar sem hann hefur verið lykilvitni ákæruvaldsins. Um tilviljun sé að ræða að sölunni á Bakkavör hafi lokið í sömu viku og dómur í Chesterfield málinu svokallað, gegn fyrrum stjórnendum Kaupþings, hafi verið kveðinn upp. „Þau mál tengjast þessu ekki neitt og komu aldrei til umræðu.“ Sýknudómur Héraðsdóms í því máli var kveðinn upp á þriðjudaginn. Í dómnum var Halldór Bjarkar sagður hafa verið óstöðugur í skýrslum sem hann gaf í málinu, annars vegar undir rannsókn málsins og hins vegar fyrir dómi. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur einnig Halldór Bjarkar um innherjasvik þegar hann seldi bréf í Kaupþingi fáeinum dögum áður en bankinn féll. Halldór Bjarkar hefur ítrekað hafnað ásökunum.Telur eignasölu hafa tekist velHalldór Bjarkar telur að vel hafi tekist til með að selja hluti bankans í óskyldum rekstri. „Með þessum sölum á Klakka og Bakkavör er bankinn búinn að losa sig nokkurn vegin við þau fyrirtæki sem hann endaði með eftir kreppuna 2008. Heilt yfir held ég að þetta hafi gengið vel þó þetta hafi tekið tíma og verið erfitt.“ Sum málanna hafa verið umdeild. Bankinn seldi til að mynda 10 prósenta hlut í Símanum fyrir útboð í október á lægra verði en fékkst í útboðinu. Þá seldi Arion banki 34 prósenta hlut í Högum til félagsins Búvalla árið 2011 á 4,1 milljarð króna í opnu útboði með valrétt á 10 prósent til viðbótar sem var nýttur. Virði hlutarins hækkaði töluvert í kjölfarið og er í dag metinn á um 18 milljarða króna. Búvellir voru meðal annars í eigu fjárfestanna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar sem voru einnig hluti af hópnum sem keypti í Símanum fyrir útboð. Þá var Arion banki sektaður af Fjármálaeftirlitinu í desember síðastliðnum vegna sölu á hlutum í Högum í febrúar árið 2014. Halldór Bjarkar vill ekki gefa upp um hvað taki við næst hjá honum. „Það eru tíu ár síðan ég breytti um starfsvettvang síðast þannig að það var kannski kominn tími á breytingar.“
Tengdar fréttir Halldór Bjarkar hættir hjá Arion Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion, mun láta af störfum hjá bankanum á næstu dögum. Þetta staðfestir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion, í samtali við Vísi. Ákvörðunin var tilkynnt í morgun. 28. janúar 2016 09:39 Hafa grætt 410 milljónir á Símabréfum Valdir viðskiptavinir Arion banka sem fengu að kaupa 5 prósenta hlut í Símanum skömmu fyrir skráningu geta selt hlut sinn á morgun. 14. janúar 2016 07:00 FME sektar Arion um 30 milljónir Fjármálaeftirlitið hefur sektað Arion banka um þrjátíu milljónir króna vegna brots á verðbréfaviðskiptum. 4. desember 2015 14:56 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Halldór Bjarkar hættir hjá Arion Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion, mun láta af störfum hjá bankanum á næstu dögum. Þetta staðfestir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion, í samtali við Vísi. Ákvörðunin var tilkynnt í morgun. 28. janúar 2016 09:39
Hafa grætt 410 milljónir á Símabréfum Valdir viðskiptavinir Arion banka sem fengu að kaupa 5 prósenta hlut í Símanum skömmu fyrir skráningu geta selt hlut sinn á morgun. 14. janúar 2016 07:00
FME sektar Arion um 30 milljónir Fjármálaeftirlitið hefur sektað Arion banka um þrjátíu milljónir króna vegna brots á verðbréfaviðskiptum. 4. desember 2015 14:56