Viðskipti innlent

Útsvar óbreytt hjá 14 af 15 fjölmennustu sveitarfélögunum

Atli Ísleifsson skrifar
Höfnin í Vestmannaeyjum.
Höfnin í Vestmannaeyjum. Vísir/GVA
Útsvarsprósentan fyrir árið 2016 er óbreytt frá fyrra ári hjá fjórtán af fimmtán fjölmennustu sveitafélögum landsins.

Þetta kemur fram í könnun verðlagseftirlits ASÍ þar sem fram kemur að aðeins Vestmannaeyjabær hafi hækkað útsvarið. Nam hækkunin 2,7 prósent á milli ára og fór úr 13,98 í 14,36 prósent.

„Hjá Reykjanesbæ er 3,62% er auka álag lagt á vegna slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Aðeins Kópavogur, Garðabær, Seltjarnarnes og Vestmannaeyjabær innheimta útsvar undir hámarkinu sem er 14,52%. Lægsta útsvarið er 13,7% hjá Garðabæ og Seltjarnarneskaupstað,“ segir í frétt ASÍ þar sem lesa má meira um könnun sambandsins á breytingum á fasteignagjöldum og útsvari 2016.

Mynd/ASÍ





Fleiri fréttir

Sjá meira


×