Páskaeggin komin í verslanir rúmum tíu vikum fyrir páska Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2016 14:33 Páskaeggjunum er stillt upp við hlið jólaölsins í verslun Nettó á Akureyri. Vísir/Sveinn Arnarsson „Það er svolítið skondið að þetta gerist alltaf í janúar,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, um kvartanir sem virðast berast árlega frá einstaklingum sem finnst súkkulaðipáskaeggin frá fyrirtækinu vera fremur snemma í verslunum miðað við árstíma. Meðfylgjandi mynd var tekin í Nettó Akureyri þar sem páskaeggjunum hafði verið stillt upp við hlið jólaöls, en Íslendingar eru rétt nýbúnir að kveðja jólin og rúmar tíu vikur í páskadag. „Við erum ekkert að byrja fyrr en áður, þetta er alltaf á svipuðum tíma. Við fáum þessar spurningar á hverju ári, að þetta sé of snemmt. Þetta byrjar hins vegar að seljast um leið. Svo eru þetta ekki stærstu eggin heldur litlu eggin sem fólk byrjar að grípa sér. Persónulega finnst mér skemmtilegt að sjá þetta í hillunum, þetta er svona vorboði í janúar, lífgar aðeins upp á stemninguna, enda veitir ekki af,“ segir Kristján Geir. Einhverjum gæti þótt það skringilegt að neyta páskaeggs svo snemma árs, meira að segja áður en sjálf langafastan hefst, þar sem minnst er þess tíma sem sjálfur Jesú Kristur fastaði fjörutíu daga í eyðimörkinni áður en hann var krossfestur á föstudeginum langa og reis svo upp frá dauðum á páskadegi. Kristján Geir segist hafa litlar áhyggjur af því fólk sármóðgist yfir því. „Við höfum ekki verið að hugsa um þetta þessi þrjátíu til fjörutíu ár sem við höfum verið með páskaegg á boðstólum,“ segir hann léttur í bragði. „Það er enginn sem pínir þig til að kaupa.“ Hann segir söluna ganga ágætlega á þessum árstíma. „Þetta er bara frábær vara og gaman að geta boðið upp á þetta.“ Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Það er svolítið skondið að þetta gerist alltaf í janúar,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, um kvartanir sem virðast berast árlega frá einstaklingum sem finnst súkkulaðipáskaeggin frá fyrirtækinu vera fremur snemma í verslunum miðað við árstíma. Meðfylgjandi mynd var tekin í Nettó Akureyri þar sem páskaeggjunum hafði verið stillt upp við hlið jólaöls, en Íslendingar eru rétt nýbúnir að kveðja jólin og rúmar tíu vikur í páskadag. „Við erum ekkert að byrja fyrr en áður, þetta er alltaf á svipuðum tíma. Við fáum þessar spurningar á hverju ári, að þetta sé of snemmt. Þetta byrjar hins vegar að seljast um leið. Svo eru þetta ekki stærstu eggin heldur litlu eggin sem fólk byrjar að grípa sér. Persónulega finnst mér skemmtilegt að sjá þetta í hillunum, þetta er svona vorboði í janúar, lífgar aðeins upp á stemninguna, enda veitir ekki af,“ segir Kristján Geir. Einhverjum gæti þótt það skringilegt að neyta páskaeggs svo snemma árs, meira að segja áður en sjálf langafastan hefst, þar sem minnst er þess tíma sem sjálfur Jesú Kristur fastaði fjörutíu daga í eyðimörkinni áður en hann var krossfestur á föstudeginum langa og reis svo upp frá dauðum á páskadegi. Kristján Geir segist hafa litlar áhyggjur af því fólk sármóðgist yfir því. „Við höfum ekki verið að hugsa um þetta þessi þrjátíu til fjörutíu ár sem við höfum verið með páskaegg á boðstólum,“ segir hann léttur í bragði. „Það er enginn sem pínir þig til að kaupa.“ Hann segir söluna ganga ágætlega á þessum árstíma. „Þetta er bara frábær vara og gaman að geta boðið upp á þetta.“
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira