Viðskipti innlent

Haukur nýr fjármálastjóri Móbergs

Sæunn Gísladóttir skrifar
Haukur er mikill áhugamaður um íþróttir og er m.a. formaður Taekwondosambands Íslands.
Haukur er mikill áhugamaður um íþróttir og er m.a. formaður Taekwondosambands Íslands. Mynd/aðsend
Haukur Skúlason hef­ur verið ráðinn fjár­mála­stjóri Móbergs ehf. og hefur þegar tekið til starfa.

Haukur hefur víðfeðma reynslu úr fjármálageiranum. Und­an­far­in 10 ár hef­ur hann starfað hjá Glitni og seinna meira Íslandsbanka. Frá árinu 2013 hefur hann unnið sem verkefnastjóri framtaksfjárfestinga hjá Íslandssjóðum, dótturfélagi Íslandsbanka. Þá gegndi hann stöðu forstöðumanns framtaksfjárfestinga hjá VÍB. Einnig hefur Haukur verið forstöðumaður í greiningu og stefnumótun á viðskiptabankasviði Íslandsbanka.

Stjórnunarreynsla Hauks er veruleg, en hann var auk áðurnefndra starfa, stjórnarformaður FAST-1 slhf. sem er eitt stærsta fasteignafélag landsins, stjórnarmaður hjá Kreditkortum hf. og þar áður stjórnarmaður í Frumtaki frumkvöðlasjóði.

Haukur lauk M.B.A. gráðu í fjár­mál­um frá Rice University, Jesse H. Jones Graduate School of Management árið 2005, B.Sc. gráðu í viðskipta­fræði frá Há­skól­an­um Íslands árið 2001 og stúd­ents­prófi frá Verzlunarskóla Íslands.Haukur hefur ennfremur haldið fjöldann allan af fyrirlestrum og námskeiðum á vegum VÍB, Íslandsbanka og háskólanna um margvísleg atriði á sviði fjármála og nýsköpunar.

Haukur er mikill áhugamaður um íþróttir og er m.a. formaður Taekwondosambands Íslands auk þess að kenna taekwondo hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ, og að vera liðtækur í keppni í greininni undanfarin ár en hann er fyrrum Íslandsmeistari í íþróttinni. Þá er Haukur einnig mjög áhugasamur um golf en hann er með 6 í forgjöf.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×