Þrefalt fleiri mæta í ræktina janúar en í desember sæunn gísladóttir skrifar 13. janúar 2016 08:00 Fólki sem mætir í ræktina hjá Reebok Fitness hefur fjölgað milli ára. vísir/ernir Líkamsræktarstöðvar landsins hafa gjarnan fyllst fyrstu vikurnar í janúar eftir að fólk strengir áramótaheit um heilbrigðari lífsstíl, og er árið 2016 engin undantekning. Framkvæmdastjórar líkamsræktarstöðva sem Markaðurinn ræddi við segjast nær allir finna fyrir mikilli fjölgun milli ára, mest var hún tæplega fjörutíu prósent. Sala líkamsræktarkorta hjá Hress í janúar jókst um 12 til 15 prósent milli ára að sögn Lindu Hilmarsdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Hress. „Þetta gekk vonum framar. Vinsælust eru almennu kortin en það eru öll námskeið sem við erum með í boði að fyllast.“ Undir þetta tekur Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis. „Það eru öll námskeið stútfull hjá okkur núna í janúar og komast færri að en vilja.“ Guðríður Erla Torfadóttir, framkvæmdastjóri Reebok Fitness, segir að nú þegar mælist 15 prósenta aukningu frá áramótum. Aukningin milli ára sé meiri núna í ár vegna þess að á sama tíma í fyrra var einungis ein stöð en nú eru þær þrjár. Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir að venjulega séu þrisvar sinnum fleiri mætingar í janúar en í desember. Á milli jóla og nýárs hafi allt farið af stað og var sala á námskeiðum um 25 prósentum meiri í desember 2015 en 2014. „Janúar lofar mjög góðu, það er kolbrjálað að gera í kortasölu, námskeiðasölu og einkaþjálfun.“ Ágústa áætlar að söluaukning á milli ára verði á milli 15 til 20 prósent í janúar. Kjartan Már Hallkelsson, rekstrarstjóri GYM heilsu, sem rekur tíu heilsuræktarstöðvar tengdar sundlaugum, segist ekki finna fyrir aukningu í janúar í ár samanborið við í fyrra. „Janúar er erilsamasti mánuður ársins, en desember hefur samt stækkað. Það eru færri að stoppa en ég myndi segja að janúar væri fimmtíu prósentum stærri en desember.“ Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins, segir að fyrsta vikan í ár hafi verið mun stærri en sama vika í fyrra, bæði í Kópavogi og Reykjanesbæ. „Aukningin í Kópavogi var 39 prósent (en þar spilar vissulega inn að BootCamp er komið til okkar en var ekki í tölunum í fyrra) og í Reykjanesbæ var aukningin 17 prósent.“ Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar landsins hafa gjarnan fyllst fyrstu vikurnar í janúar eftir að fólk strengir áramótaheit um heilbrigðari lífsstíl, og er árið 2016 engin undantekning. Framkvæmdastjórar líkamsræktarstöðva sem Markaðurinn ræddi við segjast nær allir finna fyrir mikilli fjölgun milli ára, mest var hún tæplega fjörutíu prósent. Sala líkamsræktarkorta hjá Hress í janúar jókst um 12 til 15 prósent milli ára að sögn Lindu Hilmarsdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Hress. „Þetta gekk vonum framar. Vinsælust eru almennu kortin en það eru öll námskeið sem við erum með í boði að fyllast.“ Undir þetta tekur Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis. „Það eru öll námskeið stútfull hjá okkur núna í janúar og komast færri að en vilja.“ Guðríður Erla Torfadóttir, framkvæmdastjóri Reebok Fitness, segir að nú þegar mælist 15 prósenta aukningu frá áramótum. Aukningin milli ára sé meiri núna í ár vegna þess að á sama tíma í fyrra var einungis ein stöð en nú eru þær þrjár. Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir að venjulega séu þrisvar sinnum fleiri mætingar í janúar en í desember. Á milli jóla og nýárs hafi allt farið af stað og var sala á námskeiðum um 25 prósentum meiri í desember 2015 en 2014. „Janúar lofar mjög góðu, það er kolbrjálað að gera í kortasölu, námskeiðasölu og einkaþjálfun.“ Ágústa áætlar að söluaukning á milli ára verði á milli 15 til 20 prósent í janúar. Kjartan Már Hallkelsson, rekstrarstjóri GYM heilsu, sem rekur tíu heilsuræktarstöðvar tengdar sundlaugum, segist ekki finna fyrir aukningu í janúar í ár samanborið við í fyrra. „Janúar er erilsamasti mánuður ársins, en desember hefur samt stækkað. Það eru færri að stoppa en ég myndi segja að janúar væri fimmtíu prósentum stærri en desember.“ Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins, segir að fyrsta vikan í ár hafi verið mun stærri en sama vika í fyrra, bæði í Kópavogi og Reykjanesbæ. „Aukningin í Kópavogi var 39 prósent (en þar spilar vissulega inn að BootCamp er komið til okkar en var ekki í tölunum í fyrra) og í Reykjanesbæ var aukningin 17 prósent.“
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun