Viðbót, ekki bylting stjórnarmaðurinn skrifar 13. janúar 2016 08:00 Streymiþjónustan Netflix var opnuð á dögunum hér á landi. Þrátt fyrir þetta er Netflix engin nýjung á heimilum landsmanna, en gert er ráð fyrir að 20 til 30 þúsund heimili í landinu hafi áskrift eftir krókaleiðum gegnum Bandaríkin. Áhugavert verður að sjá hvort þessir áskrifendur haldi sig við bandarísku þjónustuna (sem hefur mun meira efnisúrval) eða skipti yfir í þá íslensku. Það er að mörgu leyti aðdáunarverð ákvörðun hjá Netflix að hefja löglega starfsemi á Íslandi, en félagið hefur um árabil haft talsverðar tekjur hér. Sé miðað við að bandaríska Netflix hafi að jafnaði tuttugu þúsund áskrifendur á Íslandi og að hver áskrifandi borgi átta dali á mánuði, gerir það tæpar tvær milljónir Bandaríkjadala á ári eða u.þ.b. 260 milljónir íslenskra króna. Þetta er hreinn hagnaður. Ekkert starfsmannahald, enginn kostnaður af efniskaupum og enginn skattur, STEF gjöld eða annað í ríkissjóð. Má því lauslega áætla að ríkissjóður hafi orðið af tekjum upp á ríflega 100 milljónir króna á ári vegna starfsemi Netflix í landinu. Mismunandi efnisúrval hjá bandarísku og íslensku þjónustunni skýrist af því að birtingarréttur afþreyingarefnis er seldur svæðisbundið, þ.e.a.s. kaupandi á hverju markaðssvæði fyrir sig kaupir einkarétt á sínu svæði. Netflix hefur ekki keypt efni í miklu magni fyrir Ísland, auk þess sem það efni sem þeir eiga í Bandaríkjunum er oft á tíðum í eigu þeirra aðila sem fyrir eru á íslenska markaðnum. Því er mun meira úrval á bandarísku þjónustunni. Líklegt er að frekar dragi saman með úrvali í Bandaríkjunum og hér á landi, enda hafa stóru kvikmyndaverin á borð við Warner, Fox og fleiri dregið úr viðskiptum sínum við Netflix, aðrir borga betur til lengri tíma. Sumir, eins og HBO, hafa svo alfarið neitað að skipta við Netflix. Svar Netflix hefur verið aukin áhersla á eigin framleiðslu. Þar er oft á ferðinni gæðaefni, en framleiðslugeta Netflix er ekki slík að eigið efni geti komið alfarið í stað efnis frá stúdíórisunum með sína gríðarstóru efnislagera. Netflix hefur einblínt á kaup á þessu gamla efni hingað til. Styrkur Netflix liggur í þeirra eigin efni, annað er oft á tíðum í senn gamalt og sennilega á útleið. Þeir hafa truflað en alls ekki slátrað gamla viðskiptamódelinu úr bransanum. Neytendur geta fagnað tilkomu Netflix sem viðbót á markaðinn, en sjónvarpsfyrirtækin geta sennilega sofið róleg. Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Netflix aðgengilegt Íslendingum án krókaleiða Ódýrasta áskriftarleið Netflix mun kosta áskrifendur tæpar átta evrur á mánuði eða rétt rúmar þúsund krónur. 6. janúar 2016 18:45 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Streymiþjónustan Netflix var opnuð á dögunum hér á landi. Þrátt fyrir þetta er Netflix engin nýjung á heimilum landsmanna, en gert er ráð fyrir að 20 til 30 þúsund heimili í landinu hafi áskrift eftir krókaleiðum gegnum Bandaríkin. Áhugavert verður að sjá hvort þessir áskrifendur haldi sig við bandarísku þjónustuna (sem hefur mun meira efnisúrval) eða skipti yfir í þá íslensku. Það er að mörgu leyti aðdáunarverð ákvörðun hjá Netflix að hefja löglega starfsemi á Íslandi, en félagið hefur um árabil haft talsverðar tekjur hér. Sé miðað við að bandaríska Netflix hafi að jafnaði tuttugu þúsund áskrifendur á Íslandi og að hver áskrifandi borgi átta dali á mánuði, gerir það tæpar tvær milljónir Bandaríkjadala á ári eða u.þ.b. 260 milljónir íslenskra króna. Þetta er hreinn hagnaður. Ekkert starfsmannahald, enginn kostnaður af efniskaupum og enginn skattur, STEF gjöld eða annað í ríkissjóð. Má því lauslega áætla að ríkissjóður hafi orðið af tekjum upp á ríflega 100 milljónir króna á ári vegna starfsemi Netflix í landinu. Mismunandi efnisúrval hjá bandarísku og íslensku þjónustunni skýrist af því að birtingarréttur afþreyingarefnis er seldur svæðisbundið, þ.e.a.s. kaupandi á hverju markaðssvæði fyrir sig kaupir einkarétt á sínu svæði. Netflix hefur ekki keypt efni í miklu magni fyrir Ísland, auk þess sem það efni sem þeir eiga í Bandaríkjunum er oft á tíðum í eigu þeirra aðila sem fyrir eru á íslenska markaðnum. Því er mun meira úrval á bandarísku þjónustunni. Líklegt er að frekar dragi saman með úrvali í Bandaríkjunum og hér á landi, enda hafa stóru kvikmyndaverin á borð við Warner, Fox og fleiri dregið úr viðskiptum sínum við Netflix, aðrir borga betur til lengri tíma. Sumir, eins og HBO, hafa svo alfarið neitað að skipta við Netflix. Svar Netflix hefur verið aukin áhersla á eigin framleiðslu. Þar er oft á ferðinni gæðaefni, en framleiðslugeta Netflix er ekki slík að eigið efni geti komið alfarið í stað efnis frá stúdíórisunum með sína gríðarstóru efnislagera. Netflix hefur einblínt á kaup á þessu gamla efni hingað til. Styrkur Netflix liggur í þeirra eigin efni, annað er oft á tíðum í senn gamalt og sennilega á útleið. Þeir hafa truflað en alls ekki slátrað gamla viðskiptamódelinu úr bransanum. Neytendur geta fagnað tilkomu Netflix sem viðbót á markaðinn, en sjónvarpsfyrirtækin geta sennilega sofið róleg.
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Netflix aðgengilegt Íslendingum án krókaleiða Ódýrasta áskriftarleið Netflix mun kosta áskrifendur tæpar átta evrur á mánuði eða rétt rúmar þúsund krónur. 6. janúar 2016 18:45 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Netflix aðgengilegt Íslendingum án krókaleiða Ódýrasta áskriftarleið Netflix mun kosta áskrifendur tæpar átta evrur á mánuði eða rétt rúmar þúsund krónur. 6. janúar 2016 18:45