Viðskipti innlent

IKEA innkallar LATTJO trommukjuða og tungutrommu

Atli Ísleifsson skrifar
Vörurnar hafa verið í sölu hjá IKEA um allan heim síðan í nóvember 2015.
Vörurnar hafa verið í sölu hjá IKEA um allan heim síðan í nóvember 2015. Mynd/ikea
IKEA hefur ákveðið að innkalla LATTJO trommukjuða og LATTJO tungutrommu.

Í tilkynningu frá IKEA segir að innköllunin sé fyrirbyggjandi aðgerð vegna tilkynninga um að gúmmíkúlan framan á kjuðunum geti mögulega losnað eða verið skrúfuð af. „Laus gúmmíkúla gæti vakið áhuga ungra barna og í versta falli valdið köfnun. Engin tilkynning um slys hefur borist.“

Viðskiptavinir eru hvattir til að taka leikföngin tafarlaust úr notkun barna, skila þeim í IKEA og fá þau endurgreidd.

„Við hönnum vörur sem ætlað er að örva sköpunargáfu barna og náttúrulega þörf fyrir leik. Börn hugsa ekki um öryggi þegar þau leika sér og þess vegna þurfum við að gera það þegar við hönnum vörurnar. Hugsunin hjá okkur er að selja aðeins vörur sem við myndum gefa okkar eigin börnum. Þess vegna, þrátt fyrir að hafa staðist öll viðeigandi öryggispróf, innköllum við þessar vörur til að koma í veg fyrir möguleg slys á börnum,“ segir Cindy Andersen, viðskiptastjóri barnavara hjá IKEA.

Vörurnar hafa verið í sölu hjá IKEA um allan heim síðan í nóvember 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×