Viðskipti innlent

Fólk kaupir síma í stað tölvu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Snjallsímar gegna í vaxandi mæli hlutverki einstaklingstölva.
Snjallsímar gegna í vaxandi mæli hlutverki einstaklingstölva.
Jólaverslun í desember síðastliðnum var meiri en í sama mánuði árið áður í flestum tegundum verslunar. Þannig var mun meira keypt af raftækjum og húsgögnum fyrir þessi jól en árið áður. Matarinnkaup voru þó með svipuðu sniði og undanfarin ár en velta áfengisverslunar jókst frá fyrra ári um 6,8 prósent samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar.

Þó jólaverslun fari að langmestu leyti fram í desember hefur heildarhlutfall hennar verið að færst fram til nóvember. Líklega hafa útsölur í nóvember síðastliðnum, eins og sú sem kennd er við Black Friday, hvatt neytendur til að ljúka innkaupunum fyrir hátíðarnar fyrr en ella. Þess utan virðist sem jólaverslunin undanfarin ár hafi smám saman verið að dreifast yfir fleiri mánuði ársins og hlutfall jólaverslunar í desember hafi minnkað.

Á meðan velta í flestum tegunda verslana var meiri í desember en í nóvember, er því öfugt farið í byggingavöru- og húsgagnaverslun. Velta í byggingavöruverslun var 19,5 prósent minni í desember en í nóvembermánuði á undan og velta húsgagnaverslunar minnkaði 1,3 prósent á milli þessara mánaða. Fataverslun var hins vegar næstum tvöfalt meiri í desember en í mánuðinum á undan. Ef faraverslun í desember er hins vegar borin saman við sama mánuð fyrir ári sést að velta hennar jókst um 2,8 prósent á milli ára.

Símar seljast betur en tölvur

Það er líklega tímanna tákn að sala á tölvum fari minnkandi á meðan mikill vöxtur er í sölu snjallsíma. Þannig gegna snjallsímar í vaxandi mæli hlutverki einstaklingstölva. Í desember jókst sala snjallsíma um 35,4 prósent frá dember í fyrra en sala á tölvum dróst saman um 4,9 prósent að nafnvirði á sama tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×