Viðskipti innlent

Controlant hefur lokið 320 milljón króna fjármögnun

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gísli Herjólfsson, einn af stofnendum og framkvæmdastjóri Controlant, segir að á síðastliðnu ári hafi í raun margir af draumum stofnendanna byrjað að rætast.
Gísli Herjólfsson, einn af stofnendum og framkvæmdastjóri Controlant, segir að á síðastliðnu ári hafi í raun margir af draumum stofnendanna byrjað að rætast. Mynd/aðsend
Fyrirtækið Controlant hefur lokið 320 milljón króna fjármögnun. Með fjármögnuninni hefur Controlant lokið mikilvægum áfanga í metnaðarfullri áætlun um vöxt og alþjóðavæðingu, segir í tilkynningu.

Frumtak 2 slhf er leiðandi fjárfestir í nýju fjármögnuninni, en aðrir reynslumiklir aðilar úr atvinnulífinu koma einnig að fjármögnuninni í gegnum TT Investments ehf.  Fjárfestarnir þekkja félagið frá fyrri stigum og sjá tækifæri í spennandi félagi. Controlant býður skýjalausn sem skráir og vaktar hitastig á lyfja- og matvælamarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×