Viðskipti innlent

Nýr starfsmaður og framkvæmdastjóri hjá Opnum kerfum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gunnar Haukur Stefánsson og Sigurgísli Melberg taka við nýjum störfum.
Gunnar Haukur Stefánsson og Sigurgísli Melberg taka við nýjum störfum. Mynd/aðsend
Gunnar Haukur Stefánsson hefur hafið störf hjá Opnum kerfum sem forstöðumaður verkefnastýringar- og viðskiptaþróunar. Gunnar Haukur er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og er með meistaragráðu í verkefnastjórnun.

Gunnar starfaði áður hjá Meniga þar sem hann stýrði teymi verkefnastjóra og hugbúnaðarsérfræðinga við stækkun félagsins, innleiðingu og þróun á vöruframboði þess í Evrópu og Ástralíu.  Gunnar hefur viðamikla þekkingu og reynslu á UT markaðnum og hefur m.a. starfað í viðskiptagreiningu og þróun fyrir nýja Landsbankann, stýrt hugbúnaðarsérfræðingum gamla Landsbankans, starfað sem sérfræðingur í vöruþróun og hópstjóri hjá Teamware, Dímon hugbúnaðarhúsi og Flögu.

Nýr framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Opinna kerfa

Sigurgísli Melberg hefur tekið við sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Opnum kerfum. Sigurgísli er með MSc í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og BSc í rekstrarhagfræði frá háskólanum í Aalborg Danmörku.

Sigurgísli hefur starfað  hjá Opnum kerfum síðan árið 2014, síðast sem forstöðumaður notendalausna. Hann var áður rekstrarráðgjafi hjá Provis ráðgjöf, sölu- og markaðsstjóri BT og vörustjóri hjá Merlin A/S í Danmörku.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×