Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði 240 styrkjum árið 2015 Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2016 10:52 Sótt var um að þýða íslenskar bókmenntir á 27 tungumál. Vísir/Valli Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta úthlutaði á síðasta ári um 240 styrkjum í átta flokkum. Heildarsumma úthlutunar allra styrkja var tæpar 60 milljónir króna fyrir árið 2015. Í tilkynningu segir að sótt hafi verið um að þýða íslenskar bókmenntir á 27 tungumál, auk þess að aldrei hafi borist fleiri umsóknir um Nýræktarstyrki Miðstöðvarinnar. Þar segir að styrkir til þýðinga á erlend mál hafi aldrei verið fleiri, en á síðasta ári voru níutíu umsóknir frá erlendum útgefendum til afgreiðslu, þar af sextán til þýðinga á íslenskum verkum á norræn tungumál. Það er aukning frá fyrra ári, en þá voru umsóknir um þýðingar á erlend mál 82 talsins. „Til úthlutunar á árinu voru 15,6 milljónir króna auk um 6,6 milljóna króna sem Norræna ráðherranefndin leggur til þýðinga úr íslensku á norræn tungumál. Veittir voru samtals styrkir til 86 þýðinga úr íslensku og hafa styrkir til erlendra þýðinga aldrei verið fleiri.Metfjöldi umsókna um NýræktarstyrkinaMiðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði 2 milljónum króna í Nýræktarstyrki 2015 og barst 51 umsókn um Nýræktarstyrki frá 45 aðilum og það er metfjöldi umsókna. Sex höfundar hlutu styrki að þessu sinni til útgáfu fimm verka. Styrkupphæð var 400.000 kr. og hækkaði um 150.000 milli ára.Ferðastyrkir höfunda40 umsóknir bárust um ferðastyrki á árinu og voru veittir 36 styrkir að upphæð samtals 3.293.000 kr. Svipaður fjöldi umsókna barst á árinu 2014, eða 47 umsóknir og var veittur 41 styrkur. Það ár var rúmlega 40% aukning í umsóknum í þessum flokki milli ára.Styrkir til útgáfu og þýðinga á íslenskuÁ árinu 2015 bárust 57 umsóknir um útgáfustyrki frá 33 aðilum og nemur heildarupphæðin sem sótt var um 50.5 millj.kr. Úthlutað var 20.6 millj.kr. til 45 útgáfuverkefna. Til samanburðar má geta þess að á árinu 2014 barst 61 umsókn um útgáfustyrki frá 30 aðilum og var þá úthlutað 15 milljónum króna til 31 útgáfuverkefnis, það hefur því orðið svolítil fækkun umsókna í þessum flokki milli ára. Sama gildir um umsóknir til þýðinga á íslensku; árið 2015 var úthlutað rúmlega 13.7 milljónum króna til 33 þýðingaverkefna í tveimur úthlutunum, mars og nóvember en umsóknir voru 41. Til samanburðar voru umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku voru 56 á árinu 2014 og þá var úthlutað 9 milljónum króna til þýðinga á 30 verkum,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta úthlutaði á síðasta ári um 240 styrkjum í átta flokkum. Heildarsumma úthlutunar allra styrkja var tæpar 60 milljónir króna fyrir árið 2015. Í tilkynningu segir að sótt hafi verið um að þýða íslenskar bókmenntir á 27 tungumál, auk þess að aldrei hafi borist fleiri umsóknir um Nýræktarstyrki Miðstöðvarinnar. Þar segir að styrkir til þýðinga á erlend mál hafi aldrei verið fleiri, en á síðasta ári voru níutíu umsóknir frá erlendum útgefendum til afgreiðslu, þar af sextán til þýðinga á íslenskum verkum á norræn tungumál. Það er aukning frá fyrra ári, en þá voru umsóknir um þýðingar á erlend mál 82 talsins. „Til úthlutunar á árinu voru 15,6 milljónir króna auk um 6,6 milljóna króna sem Norræna ráðherranefndin leggur til þýðinga úr íslensku á norræn tungumál. Veittir voru samtals styrkir til 86 þýðinga úr íslensku og hafa styrkir til erlendra þýðinga aldrei verið fleiri.Metfjöldi umsókna um NýræktarstyrkinaMiðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði 2 milljónum króna í Nýræktarstyrki 2015 og barst 51 umsókn um Nýræktarstyrki frá 45 aðilum og það er metfjöldi umsókna. Sex höfundar hlutu styrki að þessu sinni til útgáfu fimm verka. Styrkupphæð var 400.000 kr. og hækkaði um 150.000 milli ára.Ferðastyrkir höfunda40 umsóknir bárust um ferðastyrki á árinu og voru veittir 36 styrkir að upphæð samtals 3.293.000 kr. Svipaður fjöldi umsókna barst á árinu 2014, eða 47 umsóknir og var veittur 41 styrkur. Það ár var rúmlega 40% aukning í umsóknum í þessum flokki milli ára.Styrkir til útgáfu og þýðinga á íslenskuÁ árinu 2015 bárust 57 umsóknir um útgáfustyrki frá 33 aðilum og nemur heildarupphæðin sem sótt var um 50.5 millj.kr. Úthlutað var 20.6 millj.kr. til 45 útgáfuverkefna. Til samanburðar má geta þess að á árinu 2014 barst 61 umsókn um útgáfustyrki frá 30 aðilum og var þá úthlutað 15 milljónum króna til 31 útgáfuverkefnis, það hefur því orðið svolítil fækkun umsókna í þessum flokki milli ára. Sama gildir um umsóknir til þýðinga á íslensku; árið 2015 var úthlutað rúmlega 13.7 milljónum króna til 33 þýðingaverkefna í tveimur úthlutunum, mars og nóvember en umsóknir voru 41. Til samanburðar voru umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku voru 56 á árinu 2014 og þá var úthlutað 9 milljónum króna til þýðinga á 30 verkum,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira