Viðskipti innlent

Boozt inneignarkort selst fyrir 86 milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
69 þúsund lítrar hafa selst af boozti í gegnum tilboðið.
69 þúsund lítrar hafa selst af boozti í gegnum tilboðið. Vísir/Getty
Yfir 17.100 manns hafa keypt inneignarkort fyrir 10 boozt drykki á síðunni aha í janúar þegar þetta er ritað. Um er að ræða tilboðið Áramótabombu Booztbarsins þar sem kortið kostar 4.990 krónur í stað 11.950, eða hver drykkur 495 í stað 1195 krónur. Samtals hafa kortin því selst fyrir 85,8 milljónir.

Hvert tilboð eru fjórir lítrar og því hafa selst tæplega 69 þúsund lítrar.

Í gærkvöldi höfðu 16 þúsund manns keypt inneignarkortin og því er ljóst að þau eru að rjúka út. Margir Íslendingar strengja nýársheit um betri heilsu og má með sönnu segja að þessi gríðarlega sala endurspegli það. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×