Viðskipti innlent

Breytingar í stjórnunarteymi Íslenskrar erfðagreiningar

Atli Ísleifsson skrifar
Lára Ingólfsdóttir, Þórir Haraldsson og Tanya Zharov.
Lára Ingólfsdóttir, Þórir Haraldsson og Tanya Zharov. Mynd/íslensk erfðagreining
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar í stjórnunarteymi Íslenskrar erfðagreiningar í upphafi árs. Tanya Zharov hefur verið ráðin aðstoðarforstjóri félagsins, Lára Ingólfsdóttir fjármálastjóri og Þórir Haraldsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra rekstrar ásamt því að sinna áfram starfi fjárreiðustjóra.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Tanya hafi starfað sem lögfræðingur og framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Íslenskrar erfðagreiningar og deCODE á árunum 1999-2007. Á árunum 1996-1998 var hún skattalögfræðingur og meðeigandi hjá PricewaterhouseCoopers.

„Lára starfaði sem director of corporate services  hjá Alvogen frá árinu 2014 og áður hjá Íslenskum fjárrfestingum sem fjármálastjóri í 2 ár. Hún starfaði á fjármálasviði Íslenskrar erfðagreiningar og deCODE á árunum 2001-2012 og fyrir þann tíma sem aðalbókari hjá B&L.

[...] Þórir er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur verið fjármálastjóri Íslenskrar erfðagreiningar frá árinu 2009 auk starfs fjármálastjóra Saga Investments LLC árin 2011 – 2012.  Hann starfaði sem lögfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 2001-2009 en frá 1995-2001 starfaði hann sem aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×