Skotsýning Steph Curry ekkert síðri í draugsýn | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2016 23:30 Stephen Curry. Vísir/Getty Stephen Curry átti magnaðan leik í nótt þegar hann leiddi lið Golden State Warriors til 45. sigursins í 49 leikjum í NBA-deildinni í körfubolta. Warriors vann þá 134-121 útisigur á Washington Wizards og Curry skoraði 51 stig á aðeins 36 mínútum. Framganga besta leikmanns síðasta tímabils í fyrri hálfleik þessa leiks er ein rosalegasta skotsýning sem hefur sést í NBA-deildinni. Stephen Curry hitti úr 13 af 14 skotum sínum í fyrri hálfleiknum og skoraði alls 36 stig í hálfleiknum. Hann kólnaði aðeins niður í þeim seinni en náði engu að síður að skora 50 stig í annað skiptið á ferlinum. Hér fyrir neðan má sjá skotkortið hans Curry í öllum fyrri hálfleiknum en hann skoraði 25 af 36 stigum sínum í hálfleiknum strax í fyrsta leikhlutanum.Most 35-Point Halves - Last 10 SeasonsStephen Curry 3Klay Thompson 2LeBron James 2Carmelo Anthony 2 pic.twitter.com/eGVeaREJVl— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 4, 2016 Curry skoraði alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum en hann hitti úr 11 af 16 langskotum sínum. Þessar ellefu þriggja stiga körfur þýða að Stephen Curry er þegar kominn inn á topp tíu yfir flestar þriggja stiga körfur á einu tímabili en hann á samt ennþá eftir að spila 35 leiki. Curry hafði "bara" skorað samtals 50 stig og ellefu þriggja stiga körfur í þremur leikjum á undan þessum og talaði sjálfur um það eftir leikin að honum fannst hann þurfa að keyra sig aftur í gang í þessum leik á móti Washington Wizards. Kannski hafði það líka góð áhrif að Stephen Curry að hann heimsækir forsetann í dag þar sem NBA-meistarar Golden State Warriors verða heiðraðir af Barak Obama forseta. NBA-deildin var auðvitað dugleg að taka saman skemmtileg myndbönd frá þessari skotsýningu Stephen Curry og það er ljóst að það leiðist engum körfuboltáhugamanni að horfa á þessi myndbönd aftur og aftur. Eitt myndabandanna er tekið upp í draugsýn og skotsýning Stephen Curry er alls ekki síðri í draugsýn. NBA Tengdar fréttir NBA: Curry fór á kostum og Golden State lék sér að San Antonio | Myndbönd Það var lítil spenna í uppgjöri tveggja efstu liða NBA-deildarinnar í nótt því NBA-meistararnir í Golden State Warriors höfðu mikla yfirburði á móti San Antonio Spurs. Cleveland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Tyronn Lue, DeMarcus Cousins setti nýtt stigamet hjá Sacramento Kings og Dwyane Wade lék vel í sigri Miami Heat á Chicago Bulls. 26. janúar 2016 09:00 Enn ein þrennan hjá Green í öruggum sigri meistaranna | Myndbönd Golden State byrjaði hægt en gekk svo frá New York Knicks í Garðinum. 1. febrúar 2016 07:15 Curry fór hamförum í enn einum heimasigri Golden State | Myndbönd Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 23. janúar 2016 11:08 Curry með galdrabrögð gegn töframönnunum | Myndbönd Stephen Curry skoraði 51 stig í enn einum sigri meistaranna í NBA-deildinni. 4. febrúar 2016 07:15 Curry fór illa með James Liðin sem mættust í lokaúrslitunum í fyrra mættust aftur í nótt og Golden State Warriors vann stórsigur. 19. janúar 2016 09:00 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Stephen Curry átti magnaðan leik í nótt þegar hann leiddi lið Golden State Warriors til 45. sigursins í 49 leikjum í NBA-deildinni í körfubolta. Warriors vann þá 134-121 útisigur á Washington Wizards og Curry skoraði 51 stig á aðeins 36 mínútum. Framganga besta leikmanns síðasta tímabils í fyrri hálfleik þessa leiks er ein rosalegasta skotsýning sem hefur sést í NBA-deildinni. Stephen Curry hitti úr 13 af 14 skotum sínum í fyrri hálfleiknum og skoraði alls 36 stig í hálfleiknum. Hann kólnaði aðeins niður í þeim seinni en náði engu að síður að skora 50 stig í annað skiptið á ferlinum. Hér fyrir neðan má sjá skotkortið hans Curry í öllum fyrri hálfleiknum en hann skoraði 25 af 36 stigum sínum í hálfleiknum strax í fyrsta leikhlutanum.Most 35-Point Halves - Last 10 SeasonsStephen Curry 3Klay Thompson 2LeBron James 2Carmelo Anthony 2 pic.twitter.com/eGVeaREJVl— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 4, 2016 Curry skoraði alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum en hann hitti úr 11 af 16 langskotum sínum. Þessar ellefu þriggja stiga körfur þýða að Stephen Curry er þegar kominn inn á topp tíu yfir flestar þriggja stiga körfur á einu tímabili en hann á samt ennþá eftir að spila 35 leiki. Curry hafði "bara" skorað samtals 50 stig og ellefu þriggja stiga körfur í þremur leikjum á undan þessum og talaði sjálfur um það eftir leikin að honum fannst hann þurfa að keyra sig aftur í gang í þessum leik á móti Washington Wizards. Kannski hafði það líka góð áhrif að Stephen Curry að hann heimsækir forsetann í dag þar sem NBA-meistarar Golden State Warriors verða heiðraðir af Barak Obama forseta. NBA-deildin var auðvitað dugleg að taka saman skemmtileg myndbönd frá þessari skotsýningu Stephen Curry og það er ljóst að það leiðist engum körfuboltáhugamanni að horfa á þessi myndbönd aftur og aftur. Eitt myndabandanna er tekið upp í draugsýn og skotsýning Stephen Curry er alls ekki síðri í draugsýn.
NBA Tengdar fréttir NBA: Curry fór á kostum og Golden State lék sér að San Antonio | Myndbönd Það var lítil spenna í uppgjöri tveggja efstu liða NBA-deildarinnar í nótt því NBA-meistararnir í Golden State Warriors höfðu mikla yfirburði á móti San Antonio Spurs. Cleveland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Tyronn Lue, DeMarcus Cousins setti nýtt stigamet hjá Sacramento Kings og Dwyane Wade lék vel í sigri Miami Heat á Chicago Bulls. 26. janúar 2016 09:00 Enn ein þrennan hjá Green í öruggum sigri meistaranna | Myndbönd Golden State byrjaði hægt en gekk svo frá New York Knicks í Garðinum. 1. febrúar 2016 07:15 Curry fór hamförum í enn einum heimasigri Golden State | Myndbönd Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 23. janúar 2016 11:08 Curry með galdrabrögð gegn töframönnunum | Myndbönd Stephen Curry skoraði 51 stig í enn einum sigri meistaranna í NBA-deildinni. 4. febrúar 2016 07:15 Curry fór illa með James Liðin sem mættust í lokaúrslitunum í fyrra mættust aftur í nótt og Golden State Warriors vann stórsigur. 19. janúar 2016 09:00 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
NBA: Curry fór á kostum og Golden State lék sér að San Antonio | Myndbönd Það var lítil spenna í uppgjöri tveggja efstu liða NBA-deildarinnar í nótt því NBA-meistararnir í Golden State Warriors höfðu mikla yfirburði á móti San Antonio Spurs. Cleveland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Tyronn Lue, DeMarcus Cousins setti nýtt stigamet hjá Sacramento Kings og Dwyane Wade lék vel í sigri Miami Heat á Chicago Bulls. 26. janúar 2016 09:00
Enn ein þrennan hjá Green í öruggum sigri meistaranna | Myndbönd Golden State byrjaði hægt en gekk svo frá New York Knicks í Garðinum. 1. febrúar 2016 07:15
Curry fór hamförum í enn einum heimasigri Golden State | Myndbönd Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 23. janúar 2016 11:08
Curry með galdrabrögð gegn töframönnunum | Myndbönd Stephen Curry skoraði 51 stig í enn einum sigri meistaranna í NBA-deildinni. 4. febrúar 2016 07:15
Curry fór illa með James Liðin sem mættust í lokaúrslitunum í fyrra mættust aftur í nótt og Golden State Warriors vann stórsigur. 19. janúar 2016 09:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn