Vestfirðingar fá umhverfisvottun Þórgnýr Einar ALBERTSSON skrifar 21. nóvember 2016 11:00 Miðbær Ísafjarðarbæjar, stærsta þéttbýliskjarna Vestfjarða, er væntanlega umhverfisvænn eins og aðrir staðir á Vestfjörðum. vísir/pjetur Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa fengið silfurvottun frá umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck. Sveitarfélögin höfðu undanfarin þrjú ár þurft að standast viðmið sem umsóknarsvæði en sótt var um vottunina í fyrsta sinn í sumar. „Við erum í skýjunum með að fá þessa vottun. Þetta er mikið gleðiefni. Við erum búin að vera að vinna að þessu í nokkur ár og það voru þvílík gleðitíðindi að við skyldum standast þessa mælikvarða,“ segir Lína Björg Tryggvadóttir, verkefnisstjóri hjá Fjórðungssambandi Vestfjarða.Lína Björg TryggvadóttirLína Björg segir sveitarfélögin hafa þurft að standast 25 mælikvarða. Nokkur sveigjanleiki hafi verið á mælingunum og máttu sveitarfélögin mælast örlítið undir striki eða yfir. Alls segir hún að þau hafi mælst yfir striki í sautján atriðum. „Vottunin segir það að sveitarfélögin á Vestfjörðum starfi í anda samfélagslegrar ábyrgðar og vinni að því að svæðið verði sjálfbært. Þau kaupa vottaðar vörur, huga að því að minnka orkunotkun ásamt því að flokka sorp og minnka sorpmagn og þess háttar,“ segir Lína. Hún segir starfið kallast á við það sem sé að gerast í heiminum í dag og nefnir í því samhengi Parísarsamkomulagið. „Það er verið að reyna að minnka losun óæskilegra efna. Sveitarfélögin sýna samfélagslega ábyrgð með því að taka þátt í þessu verkefni.“ EarthCheck, sem veita vottunina, eru alþjóðleg samtök sem hafa höfuðstöðvar í Ástralíu. Þau eru einu samtökin sem gefa út umhverfisvottun fyrir starfsemi sveitarfélaga og eru þar þættir á borð við innkaup, orkunýtingu, vatnsnotkun og sorpförgun skoðaðir. Ásamt því að vinna að því að fá fyrrnefnda vottun hafa sveitarfélögin á Vestfjörðum staðið að verkefninu Plastpokalausir Vestfirðir. Það verkefni er í raun sprottið út frá umhverfisvottunarverkefninu og hefur Lína stýrt verkefnunum hvoru samhliða öðru. Ásamt sveitarfélögunum á Vestfjörðum eru sveitarfélögin á Snæfellsnesi með vottun frá EarthCheck. Sú er gullvottun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa fengið silfurvottun frá umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck. Sveitarfélögin höfðu undanfarin þrjú ár þurft að standast viðmið sem umsóknarsvæði en sótt var um vottunina í fyrsta sinn í sumar. „Við erum í skýjunum með að fá þessa vottun. Þetta er mikið gleðiefni. Við erum búin að vera að vinna að þessu í nokkur ár og það voru þvílík gleðitíðindi að við skyldum standast þessa mælikvarða,“ segir Lína Björg Tryggvadóttir, verkefnisstjóri hjá Fjórðungssambandi Vestfjarða.Lína Björg TryggvadóttirLína Björg segir sveitarfélögin hafa þurft að standast 25 mælikvarða. Nokkur sveigjanleiki hafi verið á mælingunum og máttu sveitarfélögin mælast örlítið undir striki eða yfir. Alls segir hún að þau hafi mælst yfir striki í sautján atriðum. „Vottunin segir það að sveitarfélögin á Vestfjörðum starfi í anda samfélagslegrar ábyrgðar og vinni að því að svæðið verði sjálfbært. Þau kaupa vottaðar vörur, huga að því að minnka orkunotkun ásamt því að flokka sorp og minnka sorpmagn og þess háttar,“ segir Lína. Hún segir starfið kallast á við það sem sé að gerast í heiminum í dag og nefnir í því samhengi Parísarsamkomulagið. „Það er verið að reyna að minnka losun óæskilegra efna. Sveitarfélögin sýna samfélagslega ábyrgð með því að taka þátt í þessu verkefni.“ EarthCheck, sem veita vottunina, eru alþjóðleg samtök sem hafa höfuðstöðvar í Ástralíu. Þau eru einu samtökin sem gefa út umhverfisvottun fyrir starfsemi sveitarfélaga og eru þar þættir á borð við innkaup, orkunýtingu, vatnsnotkun og sorpförgun skoðaðir. Ásamt því að vinna að því að fá fyrrnefnda vottun hafa sveitarfélögin á Vestfjörðum staðið að verkefninu Plastpokalausir Vestfirðir. Það verkefni er í raun sprottið út frá umhverfisvottunarverkefninu og hefur Lína stýrt verkefnunum hvoru samhliða öðru. Ásamt sveitarfélögunum á Vestfjörðum eru sveitarfélögin á Snæfellsnesi með vottun frá EarthCheck. Sú er gullvottun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira