Segir hækkunina í samræmi við fyrra verklag Sæunn Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2016 14:33 Heimavellir taka um næstu mánaðarmót við yfir 700 íbúðum við Ásbrú. Vísir/Heiða Um mánaðarmótin hækkar leiga í yfir 700 leiguíbúðum á Ásbrú í Reykjanesbæ. Stundin greindi fyrst frá þessu, en íbúar á Ásbrú fengu bréf um hækkunina fyrir helgi. Tilkynnt var fyrir nokkrum vikum um sameingu leigufélagsins Ásabyggðar, sem á og rekur íbúðirnar, og Heimavalla. Heimavellir er nú stærsta leigufélag landsins með yfir tvö þúsund íbúðir í rekstri. Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla segir hækkunina tilkomna vegna hefðbundins verklags hjá Ásabyggð. „Við erum í raun og veru ekki búin að taka við félaginu, við gerum það ekki fyrr en núna í desember. Þeir aðilar sem hafa stjórnað Ásabyggð á síðustu árum hafa haft þann háttinn á að leiga tekur breytingum tvisvar á ári, á vorin og í desember. Það er engin breyting á því núna frá því sem verið hefur. Ég geri ráð fyrir að breytingin núna verði um fimm prósent,“ segir Guðbrandur. „Okkar samningar eru vísitölutryggðir, en þarna hafa menn unnið þetta þannig að leigan hækki tvisvar á ári. Til viðbótar hefur leigan þarna verið mjög lág og menn hafa eitthvað verið að hækka hana, en reynt að gera það mjög varlega til þess að leigjendur finni ekki mikið fyrir því,“ segir Guðbrandur. Hann segir þetta vinnulag Ásabyggðar því fyrir fram ákveðið, en sjálfur myndi hann vilja styðjast við vísitölutryggða leigusamninga. „Ef við myndum ráða myndum við frekar vilja hafa vísitölutryggða samninga þannig að leigan breytast í takt við það.“ Guðbrandur segir að mikill skortur ríki á íbúðum á Suðurnesjum. „Auðvitað ræður þarna framboð og eftirspurn, en við höfum lagt áherslu á sanngjarna leigu. Þau leigusöfn sem við höfum tekið yfir höfum við ekki farið í meiriháttar hækkunarprógrömm í. Við höfum reynt að vinna með leigjendum ef hefur þurft að hækka leigu og gert það í áföngum. Við erum ekki að fara að horfa á einhverjar stórkostlegar leiguverðshækkanir þarna bara vegna þess að við komum þangað inn sem nýr eignaraðili, það er langt því frá.“ Tengdar fréttir Guðbrandur ráðinn til Heimavalla Guðbrandur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri leigufélagsins Heimavalla og mun hann hefja störf föstudaginn 1. apríl 2016. 31. mars 2016 15:48 Verður stærsta leigufélag landsins Leigufélagið Ásabyggð á Ásbrú sameinast Heimavöllum leigufélagi og mun sameinað félag undir merkjum Heimavalla hafa um tvö þúsund íbúðir í rekstri. 4. nóvember 2016 09:33 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Um mánaðarmótin hækkar leiga í yfir 700 leiguíbúðum á Ásbrú í Reykjanesbæ. Stundin greindi fyrst frá þessu, en íbúar á Ásbrú fengu bréf um hækkunina fyrir helgi. Tilkynnt var fyrir nokkrum vikum um sameingu leigufélagsins Ásabyggðar, sem á og rekur íbúðirnar, og Heimavalla. Heimavellir er nú stærsta leigufélag landsins með yfir tvö þúsund íbúðir í rekstri. Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla segir hækkunina tilkomna vegna hefðbundins verklags hjá Ásabyggð. „Við erum í raun og veru ekki búin að taka við félaginu, við gerum það ekki fyrr en núna í desember. Þeir aðilar sem hafa stjórnað Ásabyggð á síðustu árum hafa haft þann háttinn á að leiga tekur breytingum tvisvar á ári, á vorin og í desember. Það er engin breyting á því núna frá því sem verið hefur. Ég geri ráð fyrir að breytingin núna verði um fimm prósent,“ segir Guðbrandur. „Okkar samningar eru vísitölutryggðir, en þarna hafa menn unnið þetta þannig að leigan hækki tvisvar á ári. Til viðbótar hefur leigan þarna verið mjög lág og menn hafa eitthvað verið að hækka hana, en reynt að gera það mjög varlega til þess að leigjendur finni ekki mikið fyrir því,“ segir Guðbrandur. Hann segir þetta vinnulag Ásabyggðar því fyrir fram ákveðið, en sjálfur myndi hann vilja styðjast við vísitölutryggða leigusamninga. „Ef við myndum ráða myndum við frekar vilja hafa vísitölutryggða samninga þannig að leigan breytast í takt við það.“ Guðbrandur segir að mikill skortur ríki á íbúðum á Suðurnesjum. „Auðvitað ræður þarna framboð og eftirspurn, en við höfum lagt áherslu á sanngjarna leigu. Þau leigusöfn sem við höfum tekið yfir höfum við ekki farið í meiriháttar hækkunarprógrömm í. Við höfum reynt að vinna með leigjendum ef hefur þurft að hækka leigu og gert það í áföngum. Við erum ekki að fara að horfa á einhverjar stórkostlegar leiguverðshækkanir þarna bara vegna þess að við komum þangað inn sem nýr eignaraðili, það er langt því frá.“
Tengdar fréttir Guðbrandur ráðinn til Heimavalla Guðbrandur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri leigufélagsins Heimavalla og mun hann hefja störf föstudaginn 1. apríl 2016. 31. mars 2016 15:48 Verður stærsta leigufélag landsins Leigufélagið Ásabyggð á Ásbrú sameinast Heimavöllum leigufélagi og mun sameinað félag undir merkjum Heimavalla hafa um tvö þúsund íbúðir í rekstri. 4. nóvember 2016 09:33 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Guðbrandur ráðinn til Heimavalla Guðbrandur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri leigufélagsins Heimavalla og mun hann hefja störf föstudaginn 1. apríl 2016. 31. mars 2016 15:48
Verður stærsta leigufélag landsins Leigufélagið Ásabyggð á Ásbrú sameinast Heimavöllum leigufélagi og mun sameinað félag undir merkjum Heimavalla hafa um tvö þúsund íbúðir í rekstri. 4. nóvember 2016 09:33