Stærsta hraðhleðslustöð í heimi opnar í Noregi Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2016 09:30 Hraðhleðslustöðin í Nebbenes. Í nýrri hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla í Nebbenes, sem er um 60 km fyrir utan Oslo, er hægt að hlaða 28 rafmagnsbíla í einu. Fyrir vikið telst hún stærsta hraðhleðslustöð heims. Til samanburðar er á þessari einu stöð fleiri hraðhleðslupóstar fyrir rafmagnsbíla en í Alaska og Norður Dakota ríkjum Bandaríkjanna til samans. Reyndar er ástandið ekki mikið betra í mörgum öðrum ríkjum Bandaríkjanna, svo sem í Arkansas, Delaware, Montana og Wyoming en í þessum ríkjum eru þó um helmingi fleiri hleðslustöðvar í hverju ríki en í þessari einu stöð í Nebbenes. Mikil ánægja er með þessa nýju stöð í Nebbenes og mættu 150 Tesla eigendur þegar stöðin var formlega opnuð. Í Noregi er hæsta hlutfall rafmagnsbíla í heiminum, enda mikill stuðningur hins opinbera við kaupendur rafmagnsbíla þar. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent
Í nýrri hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla í Nebbenes, sem er um 60 km fyrir utan Oslo, er hægt að hlaða 28 rafmagnsbíla í einu. Fyrir vikið telst hún stærsta hraðhleðslustöð heims. Til samanburðar er á þessari einu stöð fleiri hraðhleðslupóstar fyrir rafmagnsbíla en í Alaska og Norður Dakota ríkjum Bandaríkjanna til samans. Reyndar er ástandið ekki mikið betra í mörgum öðrum ríkjum Bandaríkjanna, svo sem í Arkansas, Delaware, Montana og Wyoming en í þessum ríkjum eru þó um helmingi fleiri hleðslustöðvar í hverju ríki en í þessari einu stöð í Nebbenes. Mikil ánægja er með þessa nýju stöð í Nebbenes og mættu 150 Tesla eigendur þegar stöðin var formlega opnuð. Í Noregi er hæsta hlutfall rafmagnsbíla í heiminum, enda mikill stuðningur hins opinbera við kaupendur rafmagnsbíla þar.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent